Entries by sigurros

Trjákurl

Á gámasvæðunum  í Reykholti og á Laugarvatni er nóg til af kurli sem allir mega ganga í sér að kostnaðarlausu. : Tilvalið í gangstíga og moltugerð.

Blóðbankabíllinn

Blóðbankabíllinn verður á Selfossi á Hafnarplaninu þriðjudaginn 15. ágúst  frá kl. 10:00-17:00. Allir velkomnir

Atvinna

Starf við sorpmóttöku/ Praca na pełny etat / full time job   Starf við sorpmóttöku   Starfmaður óskast við sorpmóttöku á gámasvæðum Bláskógabyggðar. Starfið er fullt starf. Þarf að geta hafið störf eigi síðar er 1 nóvember. Umsóknarfrestur er til 15 september. Nánari upplýsingar hjá Sviðsstjóra Framkvæmda- og veitusviðs Bláskógabyggðar Bjarni Daníelsson s. 860-4440 bjarni@blaskogabyggd.is […]

Uppgræðslu- og skógræktarverkefni Bláskógabyggðar og Mountaineers of Iceland

Þann 10. júlí sl. skrifuðu Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, og Eyjólfur Eyfells fyrir hönd Mountaineers of Iceland undir samning sem felur í sér uppgræðslu og skógrækt á jörðinni Hólar sem er í eigu Bláskógabyggðar. Um er að ræða samstarf milli Bláskógabyggðar, Landgræðslu ríkisins og Mountaineers, þar sem þeir síðast nefndu hafa sett sér það markmið […]

Sumarlokun á skrifstofu Bláskógabyggðar

Vegna sumarleyfa verður skrifstofa Bláskógabyggðar lokuð frá 10. júlí til og  með 4. ágúst  2017 Hægt er að senda tölvupóst á blaskogabyggd@blaskogabyggd.is og verður honum svarað svo fljótt sem hægt er.

Síðasta helgi Sumartónleika í Skálholti

Nú líður að síðustu helginni hjá Sumartónleikum í Skálholti á þessu sumri en tónleikhaldið um verslunarmannahelgina er tileinkað minningu Helgu Ingólfsdóttur semballeikara og stofnanda Sumartónleikanna, sem hefði orðið sjötíu og fimm ára á þessu ári. Helga lést fyrir aldur fram árið 2009. Fyrstu tónleikar vikunnar verða haldnir á fimmtudagskvöldið 3. ágúst klukkan 20. Þá flytja […]