Entries by sigurros

Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita auglýsir eftirfarandi starf laust til umsóknar:

Móttökuritari með aðstöðu á Laugarvatni Starfssvið: Símsvörun. Skráning og meðhöndlun skjala. Svörun fyrirspurna sem berast embættinu, bæði í gegnum síma og tölvupóst. Önnur almenn skrifstofustörf. Menntunar- og hæfniskröfur: Góð almenn tölvukunnátta skilyrði. Reynsla af skrifstofuvinnu með áherslu á skjalavinnslu er kostur. Sjálfstæði í vinnubrögðum og vilji til að kynna sér nýjungar og takast á við […]

Skerðing á þjónustu miðvikudaginn 26. apríl 2017 og fimmtudaginn 27. apríl 2017 á skrifstofu Bláskógabyggðar

Skerðing verður á þjónustu á skrifstofu Bláskógabyggðar vegna uppfærslu á bókhaldskerfi sveitarfélagsins miðvikudaginn 26. apríl 2017 og verður kerfið niðri þann dag. Vonandi verða ekki mikil óþægindi vegna þessa en kerfið á að vera komið í vinnslu fimmtudaginn 27. apríl 2017 ef allt gengur vel við uppfærslu kerfisins. Símaþjónusta verður þessa daga og veitt verður […]

Gísli á Uppsölum á lofti Gamla-bankans á Selfossi föstudaginn 28. apríl kl. 20:00

Gísli á Uppsölum á lofti Gamla-bankans á Selfossi föstudaginn 28. apríl n.k. kl. 20:00  Einleikurinn “Gísli á Uppsölum” verður sýndur á lofti Gamla-bankans á Selfossi að Austurvegi 21, föstudaginn 28. apríl n.k. kl. 20:00.  Sýningin er samin af þeim Elfari Loga Hannessyni og Þresti Leó Gunnarssyni, en Elfar leikur. Elfar hefur samið og leikið í […]

Bláskógabyggð auglýsir lausa til umsóknar stöðu skólastjóra

Í Bláskógaskóla, Reykholti eru rúmlega 70 nemendur í 1.-10. bekk. Í skólanum er lögð áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og gott samstarf skóla við heimili. Að undanförnu hefur verið unnið markvisst að þróun námsmats og teymiskennslu. Náið samstarf er við leikskólann Álfaborg og Bláskógaskóla, Laugarvatni. Leitað er að einstaklingi sem hefur metnað fyrir menntun barna og […]

Leikskólakennari óskast

Leikskólinn Álfaborg auglýsir eftir leikskólakennara í 100 % stöðu frá og með 8.ágúst 2017 í tveggja deilda leikskóla, sem rúmar allt að 40 börn samtímis, frá 12. mánaða til 6. ára. Leikskólinn er staðsettur í Bláskógaskóla í Reykholti Biskupstungum og starfar í anda Reggio Emilia stefnunnar. Það eru spennandi tímar framundan, þar sem á döfinni […]

Könnun á kostum og göllum mögulegrar sameiningar allra sveitarfélaganna í Árnessýslu.

Ágætu íbúar Árnessýslu. Sveitarfélagið Bláskógabyggð Nú stendur yfir könnun á kostum og göllum mögulegrar sameiningar allra sveitarfélaganna í Árnessýslu. Það er gert með sviðsmyndavinnu þar sem leitast er við að horfa til framtíðar og rýna hvernig samfélag íbúa og atvinnulífs í Árnessýslu geti þróast í framtíðinni og ekki síður með tilliti til þeirra skyldna og […]