1. fundur

Fundur í menningarmálanefnd Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu, Fjallasal 15. júlí 2010 kl. 17:30.

Mætt: Skúli Sæland, formaður, Valgerður Jónsdóttir, Kristinn  Ólason, Geirþrúður Sighvatsdóttir og Ann Helen Odberg.  Sigurlína Kristinsdóttir boðaði forföll.

Drífa Kristjánsdóttir boðaði fundinn og ritaði fundargerð.

  1. Rætt var erindisbréf menningarmálanefndar en það þarf að uppfæra til dagsins í dag.  Jafnframt voru skoðuð gögn og fundargerðarbók fráfarandi nefndar.  Drífa tekur að sér að útvega bók sem verður varðveitt á skrifstofu Bláskógabyggðar.  Rætt um hvernig ganga eigi frá fundargerð og hvernig hún skuli birt á heimasíðu sveitarfélagsins.  Einnig rætt um þóknun fyrir setu í menningarmálanefnd. Ákveðið að allir fundarmenn fái fundarboðið samtímis.
  1. Kosinn varaformaður og ritari nefndarinnar.  Valgerður býðst til að vera ritari nefndarinnar og Kristinn tekur að sér varaformennsku.
  1. Rætt um að nefndin setji sér áætlun um að hittast reglulega, vinni eigin stefnumótun.  Skúli ræddi um starfssýslusviðið, styrki og viðurkenningar.  Einnig var ræddur munur á menningar-og æskulýðsnefnd og fræðslunefnd og að funda þurfi með nefndunum um hlutverk þeirra.  Umræða um skipunarbréf og hlutverkaskipan nefnda, forvarnarfulltrúa o.fl.  Eins umræða um hvatningarstyrki, vekja athygli á því sem að vel er gert og hvetja til góðra verka.  Umræða um hvort eitthvert fjármagn er fyrir hendi í fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar til menningarmála.    Gott að skilgreina á milli styrkja og viðurkenninga.  Svo var rætt um nýsköpun, nám og fríðindi.    Hugmynd um að boða til opinna funda með menningarmálanefndinni.  Ferðamálafulltrúi Uppsveitanna Ásborg er hafsjór af fróðleik um hvað er um að vera hér um slóðir og því væri gaman að fá hana á næsta fund nefndarinnar. Mikilvægt að útbúa yfirlit yfir menningartengda viðburði sem eiga sér stað í sveitarfélaginu.  Gaman væri einnig að funda með Dórotheu Lübecki menningarfulltrúa Suðurlands.
  1. Ákveðið að halda næsta fund nefndarinnar síðustu vikuna í ágúst og að reglan verði sú að allir nefndarmenn, aðal-og varamenn verði boðaðir á fundi menningarmálanefndar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:50

 

Drífa Kristjásdóttir, fundarritari.