1. fundur 24. júní 2014
Dagskrá 1. fundar 24. júní 2014
Mætt: Skúli Sæland, Sigríður Jónsdóttir, Sigurlína Kristinsdóttir
Miðholti 21, kl. 20
1. Verkaskipting nefndarmanna.
Skúli er formaður og Sigríður bauðst til að vera ritari menningarmálanefndar en
þennan fyrsta fund ritar Skúli fundargerð.
2. Farið yfir fundargerð síðasta fundar.
Þó nokkrar og góðar umræður urðu um einstaka liði síðustu fundargerðar. Sérstaklega
voru hugmyndir settar fram er varða framkvæmd menningarviðurkenninga og
menningarstyrkja Bláskógabyggðar. Einnig var rædd nauðsyn frekari fræðslu um
menningu innan sveitarfélagsins og möguleika á sýningaraðstöðu á skapandi list.
Þar sem þetta er fyrsti fundur nýrrar nefndar var ákveðið að ganga endanlega frá
tillögum þar að lútandi á næsta fundi nefndarinnar.
3. Menningargöngur í sumar.
Samþykkt að hafa þrjár menningargöngur í sumar. Gerðar voru tillögur að eftirfarandi
göngum:
1. Ganga frá Miðhúsum til Efstadals. Genginn yrði gamli Kóngsvegurinn undir
leiðsögn Geirþrúðar Sighvatsdóttur, Miðhúsum, og Björgu Ingvarsdóttur,
Efstadal. Gangan yrði s.hl. júlí.
2. Ganga um Kórinn á Bláfellshálsi. Gengið yrði eftir barmi Kórgilsins ofan af
Bláfellshálsi og niður að Grjótá undir leiðsögn Sigríðar Jónsdóttur. Gangan
yrði í ágúst.
3. „Lét eftir sig 3 börn, aldraðan föður og uppgefna föðursystur“. Gengið um
slóðir ferjuslyss er varð við Iðu 1903. Leiðsögumaður Skúli Sæland og verður
sagt frá slysinu og hvernig fjölskyldunni reiddi af við erfiðar aðstæður.
Fundarritari,
Skúli Sæland