1. fundur

1.  Fundur samgöngunefndar Bláskógabyggðar haldinn í Aratungu 22. september
2010 kl 17.00

Þessir mættu: Kjartan Lárusson, Guðmundur Böðvarsson, Jens Pétur Jóhannsson, Jakob
Hjaltason, Kristján Kristjánsson og Valtýr Valtýsson. Jóhannes Sveinbjörnsson boðaði
forföll.

Nefndarmenn samþykktu samhljóða að rita fundargerð í tölvu.

1.  Kosning varaformanns og ritara.
Guðmundur Böðvarsson var kosinn ritari og Kristján Kristjánsson var kosinn
varaformaður.

2.  Kynning á erindisbréfum.
Valtýr Valtýsson kynnti nefndarmönnum erindisbréf samgöngunefndar.

3.  Lyngdalsheiðarvegur.
Samgöngunefnd fagnar því að  vegaframkvæmdum við Lyngdalsheiðarveg er að ljúka
og vegurinn verði tekinn í notkun á næstu dögum.
Um leið lýsir samgöngunefnd yfir áhyggjum af umferðaröryggi á nýja veginum vegna
legu hans og lausagöngu hrossa og sauðfjár á svæðinu, þar sem ekki sé ætlað að girða
með veginum.
Samgöngunefnd hvetur sveitarstjórn til þrýsta á um að girt verði með nýja veginum
og að hún fylgi málinu eftir í samráði við samgöngunefnd.

4.  Hvítárbrú.
Samgöngunefnd fagnar því að  framkvæmdum við Hvítárbrú er að ljúka og að hún
verði tekinn í notkun á næstu vikum.
Samgöngunefnd lýsir yfir áhyggjum af staðsetningu og efnisvali (miðað við
aðstæður) á reiðveginum meðfram nýja veginum að Hvítárbrú.

5.  Reykjavegur.
Samgöngunefnd fagnar því að áform eru um að lagfæra beygjuna við Syðri-Reyki og
leggur til við sveitarstjórn að skora á Vegagerðina að setja Reykjaveg aftur inn á
vegaáætlun.

6.  Umferðarhraði í þéttbýli.
Formanni er falið að vinna, í samráði við Halldór Karl Hermannsson, að kortlagningu
og staðsetningu skilta ásamt kostnaðaráætlun og leggja fyrir næsta fund
samgöngunefndar.
Samgöngunefnd Bláskógabyggðar    bls. 2

7.  Uppbygging vega í þéttbýli.
Formanni er falið, í samvinnu við sveitarstjóra og Halldór Karl Hermannsson, að
vinna að kostnaðaráætlun  framkvæmda við lagningu bundins slitlags á malargötur
innan þéttbýlismarka Bláskógabyggðar,  sem verður lögð fyrir samgöngunefnd í
síðasta lagi í febrúar.

8.  Önnur mál.
Umræður voru um almenningssamgöngur í sveitarfélaginu.

Næsti fundur verður 27. okt. kl 17:10
Fundi slitið 18:20.
Guðmundur Böðvarsson ritari.