1. fundur

Fundurinn haldinn í Aratungu mánudaginn 27.
september 2010 kl. 17:00.
Mætt:  Inga Þyri Kjartansdóttir, Þorsteinn Þórarinsson, Sigurlaug Angantýsdóttir,  Sigurjón
Sæland, Jóel Fr. Jónsson, og Agla Þyri Kristjánsdóttir.  Björg Ingvarsdóttir hefur sagt sig frá
nefndarstörfum og mætti því ekki og Axel Sæland boðaði forföll.  Sigurjón Sæland tekur því
sæti Bjargar. Drífa Kristjánsdóttir sat fundinn að mestu leyti.

Drífa Kristjánsdóttir oddviti Bláskógabyggðar, boðaði fundinn.  Hún setti fundinn og bauð
nefndarmenn velkomna. Hún benti á að í erindisbréfi sem sent hefur verið til nefndarmanna
hefði verið smá villa en þar voru nefndarmenn sagðir þrír en hið rétta er að nefndarmenn eru
fimm og fimm til vara.  Að öðru leiti er erindisbréfið rétt og samkvæmt samþykktum
Bláskógabyggðar.

1.  Kosning varaformanns: Þorsteinn Þórarinsson var kjörinn .

2.  Kosning ritara nefndarinnar: Sigurlaug Angantýsdóttir var kjörin.

3.  Atvinnulífsfundur 11. október í Aratungu kynntur og fólk hvatt til að mæta á fundinn.
Inga Þyrí stakk upp góðu verkefni fyrir nefndina, að standa að því að heiðra minningu
rithöfundarins Ármanns Kr. Einarssonar á einhvern hátt, en Ármann er fæddur í
Neðra- Dal í Biskupstungum Myndi atvinnu- og ferðamálanefnd sækja um styrk til
menningarsamnings atvinnulífsins vegna þessa máls. Var tillagan samþykkt og tók
Þorsteinn að sér að ræða við ættingja Ármanns um hugmyndir þeirra varðandi aðkomu
að þessu máli.
Umræður voru um æskilega nýtingu Héraðsskólahússins á Laugarvatni. Töldu
nefndarmenn að best væri að húsið nýttist sem byggða- og menningarsafn þar sem
minnst væri þekkra persóna af svæðinu,svo sem Ármanns Kr, Ólafs Ketilssonar o.fl.
Einnig væri nauðsynlegt meðal annars að  garðyrkjusafn og glímusafn ættu þar heima
en þessar greinar eiga uppruna sinn í Bláskógabyggð.
Ákveðið er að halda áfram umfjöllun þessara mála á næsta fundi nefndarinnar og fá
sérfróða aðila á fundinn til að upplýsa fundarmenn nánar.

Formleg opnun nýrrar brúar yfir Hvítá er áætluð í júní 2011. Var rætt um aðkomu
nefndarinnar  að „Brúarhátíð“ vegna þessa viðburðar.

4.  Ákveðið að boða alla nefndarmenn, aðal- og varamenn, á fundina og að fundirnir
verði boðaðir í netpósti.
Ákveðið er að næsti fundur nefndarinnar verði 4. október n.k. kl. 17:00, að því
tilskyldu að Ásborg og Dóróthea komist á fundinn.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:20