10. fundur

Menningarmálanefnd Bláskógabyggðar.
10. fundur. Haldinn í Miðholti 21, 4 febrúar 2013 kl. 17:15

Fundin sitja nefndarmenn: Skúli Sæland (S.S.) Sigurlína Kristinsdóttir (S.K) og Kristinn
Bjarnason (K.B).
Gestur á fundi er Ásborg Arnþórsdóttir og situr hjá okkur í gegnum 1. lið.

1. Styrkumsóknir til Menningarráðs Suðurlands, Ásborg mætir undir þessum lið okkur til
upplýsingar og stuðnings.
Samþykkt að Menningarnefnd hjálpi til við umsóknir ef þess er óskað.
MN óskar eftir leyfi frá sveitarstjórn að sækja um styrk til Menningarráðs Suðurlands til að setja upp
upplýsingaskilti við vörðuna á Bláfellshálsi.
Rætt um að gott sé að undirbúningsnefnd fyrir aldarfæðingarafmæli Ármanns Kr. Einarssonar sæki um
styrk hjá Menningarráði Suðurlands næsta ár fyrir afmælishátíð 2015.
MN samþykkir að setja áminningu um umsóknarfrest til Menningarráðs Suðurlands í Bláskógatíðindi.

2. Skrif fundargerða í kjölfar áréttingar sveitarstjórnar.
S.S. rennir yfir leiðbeiningar um ritun fundargerða. Samþykkt að MN fái möppu frá
sveitarstjórn til varðveislu á tölvuprenntuðum fundargerðum. Færum skjöl og fundargerðir
útprentaðar í möppu en skráum upplýsingar samhliðar í fundargerðarbók. K.B. og S.S. setji
upp staðlaða uppsetningu á fundargerðum.

3. Tilnefningar til menningaraðila Bláskógabyggðar.
Samþykkt að fara þess á leit við félög í sveitarfélaginu að þau tilnefni þrjá aðila sem þeim
þykja hafa skarað fram úr síðastliðið ár á menningarsviðinu.
Settar saman verklagslínur.

4. Aldarafmæli Ármanns Kr. Einarssonar.
Inga Þyrí Kjartansdóttir kallar saman undirbúningshóp sem samanstendur af henni sjálfri,
S.S., Bjarna Harðarsyni og ættingjum Ármanns.

5. Önnur mál:
a) Skráning bókasafna í Gegni.
S.S. greindi frá stöðu mála við mögulega skráningu bóka í Gegni í bókasafninu í
Reykholtsskóla. Bókasafnið er blandað bókasafn, þ.e. skólabókasafn sem opið er almenningi.
Hins vegar hefur Menntaskólinn að Laugarvatni yfirtekið fyrrum bókasafn Laugardalshrepps
og telst það því bara skólabókasafn. Að því er Drífa Kristjánsdóttir tjáði S.S. er það á könnu
Grunnskóla Bláskógabyggðar að sjá um og kosta skráningu safnsins í Gegni.
b) Styrkveiting Framkvæmdasjóðs ferðamanna til svæðisins við Geysi.
MN fagnar framtakinu.
c) 100 ára saga Ungmennafélags Biskupstungna
MN fagnar framtakinu og hvetur sveitunga til að styrkja útgáfuna og kaupa bókina.
d) Uppsveitastjarnan – hæfileikakeppnin.
MN fagnar framtakinu og hvetur sveitunga og aðra sem áhuga hafa til að mæta á úrslitakeppni
Uppsveitastjörnuar í Aratungu í Mars.

Fundargerð rituð af
Kristni Bjarnasyni