10. fundur
10. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar þriðjudaginn 14. janúar 2003, 13:30 í Fjallasal, Aratungu.
Mætt voru:
Sveinn A. Sæland, Margeir Ingólfsson Snæbjörn Sigurðsson, Sigurlaug Angantýsdóttir, Bjarni Þorkelsson, Drífa Kristjánsdóttir og Kjartan Lárusson, auk Ragnars S. Ragnarssonar sveitarstjóra.
1. Fundargerð byggðaráðs frá 7. janúar 2003. Vegna 1. töluliðar er lagt er til að byggðaráð útfæri gjaldskrá vegna stærri fyrirtækja sem hafa hjá sér sérstakan gám. Að öðru leyti er fundargerðin kynnt og staðfest.
2. Vinnufyrirkomulag við gerð fjárhagsáætlunar 2003. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar óskar eftir því við Félagsmálaráðuneytið að síðari umræða fjárhagsáætlunar fari fram 25. febrúar 2003. Þá fer einnig fram fyrri umræða um þriggja ára fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Einnig að sótt verði um frest fyrir undirstofnanir sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir einnig að halda íbúafund í Aratungu, mánudagskvöldið 10. febrúar kl. 20:30 þar sem drög að fjárhagsáætlun, og málefni sveitarfélagsins verða kynnt íbúum.
3. Ásborg Arnþórsdóttir ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu kynnti stefnumótunarverkefni í ferðaþjónustu. Samkvæmt nýrri stefnumótun í ferðaþjónustu fyrir uppsveitir Árnessýslu 2003-2006 er unnið að samantekt um þróun ferðaþjónustu í uppsveitunum. Haldnir hafa verið samráðsfundir í öllum sveitarfélögunum. Vinnan er byggð reynslu eldri stefnumótunarvinnu „Gæði og gestristni“ auk nýrra rannsókna. Gert er ráð fyrir að ljúka þessari vinnu vor 2003. Kostnaður vegna stefnumótunnar- vinnunnar er kr. 1.250.000.- auk vsk. sem skiptist á öll sveitarfélögin í uppsveitunum eftir íbúafjölda.
4. Beiðni um að Bláskógabyggð afsali sér forkaupsrétti vegna 40ha. lands í Borgarholti. Kaupandi er Njörður Geirdal kt. 060639-7799 seljendur Kristján Kristjánsson kt. 280254-4289 og Guðrún S. Hárlaugsdóttir kt. 060754-3069. Einnig sala á Garðyrkjustöðinni Ekru, Laugarási, kaupandi Marteinn Friðriksson kt. 120755-3669 seljandi Herdís Hermannsdóttir kt. 121050-7819. Sveitarstjórn afsalar sér forkaupsrétti á viðkomandi eignum.
5. Vatnsveita Laugaráss og umræða um veitumál. Lagður fram samningur Vatnsveitufélags Laugaráss og Bláskógabyggðar um yfirtöku Bláskógabyggðar á rekstri kaldavatnsveitu í Laugarási og nágrenni. Samningurinn felur í sér að Bláskógabyggð yfirtaki vatnsréttindi og eignir félagsins og tryggi nægt framboð af köldu vatni til íbúðarhúsa og atvinnurekstrar. Einnig var lagt fram bréf frá Jóhanni B. Óskarssyni, Laugarási og það haft til hliðsjónar við umræðu um málið. Sveitarstjórn samþykkir samninginn og telur að ábyrgð þess samkvæmt lögum um vatnsveitu sé með þeim hætti að ekki séu forsendur fyrir öðru en að samþykkja yfirtöku Vatnsveitunnar. Þá er lagt til að veitustjórn Bláskógabyggðar annist rekstur vatnsveitunnar fyrir sveitarfélagið bæði vegna vatnsveitunnar í Laugarási og Laugarvatni.
Fundi slitið kl. 17:00