100 ára afmælishátíð UMF Bisk

SUMARDAGURINN 1. 24. APRÍL 2008

Góðir sveitungar, ykkur er boðið til
Afmælisveislu!
Klukkan 2 eftir hádegi hefst heilmikil íþróttahátíð í íþróttamiðstöðinni.
Þar mun íþróttadeild Ungmennafélagsins sýna hvað er verið að fást við og félagar sýna ýmis tilþrif.
Þess utan verður hátíðin byggð upp á  sprelli og leikjum og mun hinn þaulvani plötusnúður og stjórnandi  Jón Bjarnason frá Selfossi sjá um að keyra fjörið áfram.
Allir eru að sjálfsögðu velkomnir og  boðið  verður uppá hressingu frá  Mjólkursamsölunni.
Síðan um kvöldið klukkan 20,30 hefst svo

Hátíðarsamkoma í Aratungu.
Þar verður margt í boði, söngur, upplestur og fleira. Veittar verða viðurkenningar og opnuð verður ný heimasíða félagsins.
Við munum fá góða gesti og svo verður að sjálfsögðu boðið upp á veislukaffi.
Stjórn og afmælisnefnd Ungmennafélagsins vonast til að sjá sem flesta, unga sem aldna félaga og sveitunga sem vilja fagna aldarafmælinu með okkur.