100. fundur
- fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn
þriðjudaginn 15. apríl 2009, kl 15:00
í Fjallasal, Aratungu
Mætt voru:
Snæbjörn Sigurðsson, oddviti í fjarveru Margeirs Ingólfssonar, Drífa Kristjánsdóttir, Þórarinn Þorfinnsson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Jens Pétur Jóhannsson, Rósa Jónsdóttir sem varamaður Margeirs Ingólfssonar og Kjartan Lárusson. Einnig var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð.
- Kjörskrá vegna alþingskosninga þann 25. apríl 2009.
Lögð var fram kjörskrá vegna alþingiskosninga þann 25. apríl 2009. Á kjörskrá eru 654 einstaklingar, 333 karlar og 321 kona. Kjörskrá var yfirfarin og ekki gerðar neinar athugasemdir. Sveitarstjóra falið að staðfesta kjörskrána.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:30.