100. fundur
- fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 30. mars 2010 kl. 15:00.
Mætt: Þórarinn Þorfinnsson sem varamaður Snæbjörns Sigurðssonar, Margeir Ingólfsson sem stýrir fundi, Drífa Kristjánsdóttir, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð.
Margeir Ingólfsson bar fram tillögu að dagskrárbreytingu, að inn komi þrír (3) nýir liðir 2.14, 2.15 og 2.16. Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir til staðfestingar:
1.1. Fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar, dags. 17. mars 2010.
Staðfest samhljóða.
1.2. 122. fundur félagsmálanefndar.
Staðfest samhljóða.
1.3. 123. fundur félagsmálanefndar.
Staðfest samhljóða.
1.4. 22. fundur skipulags- og byggingarnefndar (35 dagskrárliðir) ásamt 39. og 40. afgreiðslufundum byggingarfulltrúa.
Farið yfir fyrirliggjandi fundargerð skipulagsnefndar og hún staðfest samhljóða.
- Fundargerðir til kynningar:
2.1. 95. stjórnarfundur Brunavarna Árnessýslu.
2.2. 96. stjórnarfundur Brunavarna Árnessýslu.
2.3. 97. stjórnarfundur Brunavarna Árnessýslu.
2.4. 80. fundur fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu.
2.5. 81. fundur fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu.
2.6. 82. fundur fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu.
2.7. 291. stjórnarfundur AÞS ásamt minnisblaði.
2.8. 187. stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands.
2.9. 1. fundur vinnuhóps um stækkun friðlands í Þjórsárverum.
2.10. 2. fundur vinnuhóps um stækkun friðlands í Þjórsárverum.
2.11. 3. fundur vinnuhóps um stækkun friðlands í Þjórsárverum.
2.12. 4. verkfundur vegna sorphirðu í Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi.
2.13. 772. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
2.14. 432. fundur stjórnar SASS.
2.15. Fundargerð aukaaðalfundar Sorpstöðvar Suðurlands, sem haldinn var 22. mars 2010.
2.16. 188. stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands.
- Þingmál til umsagnar:
3.1. Tölvuskeyti frá nefndarsviði Alþingis, dags. 10. mars 2010; skipulagslög, lög um mannvirki og lög um brunavarnir.
Byggðaráð Bláskógabyggðar tekur undir bókun og umsögn stjórnar SASS er varðar frumvarp um ný skipulagslög, sbr. fundargerð 432.stjórnarfundar SASS, dagskrárliður 2.14 hér fyrir ofan.
3.2. Tölvuskeyti frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 24. mars 2010; drög að umsögnum.
Lögð fram drög að umsögnum Sambands íslenskra sveitarfélaga um skipulagslög, lög um mannvirki og lög um brunavarnir. Byggðaráð tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í framlögðum gögnum.
3.3. Tölvuskeyti frá nefndarsviði Alþingis, dags. 24. mars 2010; sveitarstjórnarlög .
Byggðaráð hefur engar athugasemdir við fram lagt frumvarp sem lýtur að skilum á fjármálaupplýsingum.
- Drög að reglum um styrkveitingar vegna vegahalds í frístundabyggðum.
Lögð fram drög að reglum um styrkveitingar vegna vegahalds í frístundabyggðum í Bláskógabyggð. Fyrirliggjandi reglur koma í stað fyrri þjónustuþátta sveitarfélagsins sem hefur falist í heflun og snjómokstri meginleiða inn á frístundahúsasvæðin, einu sinni á ári. Með þessum nýju reglum flyst ábyrgð þessara verkþátta til félaga sumarhúsaeigenda, en umrædd félög geta sótt um fjárstyrk til sveitarfélagsins, til að fjármagna afmörkuð verkefni. Gert er ráð fyrir að reglurnar taki gildi 1. janúar 2011.
Byggðaráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagðar reglur og leggur jafnframt áherslu á að reglurnar verði kynntar vel hlutaðeigandi aðilum.
- Innsend bréf og erindi:
5.1. Bréf Vegagerðarinnar, dags. 24. febrúar 2010; héraðsvegir í Bláskógabyggð.
Lagt fram bréf Vegagerðarinnar þar sem kynnt er ákvörðun Vegagerðarinnar um að hætta að halda við og þjónusta 30 skráða héraðsvegi sem eru alls 7,21 km að lengd og eru staðsettir innan þéttbýlismarka Bláskógabyggðar skv. gildandi aðalskipulögum. Hyggst Vegagerðin skila umræddum vegum til sveitarfélagsins „í viðunandi horfi miðað við gerð þeirra“.
Byggðaráð gerir athugasemdir við framsetningu þessa máls af hendi Vegagerðarinnar. Byggðaráð leggur þunga áherslu á að ástand og gerð umræddra vega verði ásættanlegt fyrir sveitarfélagið, en ljóst er að margir þessara vega hefur skort viðhald og ástand því óásættanlegt. Byggðaráð samþykkir ekki viðtöku þessara vega nema að samkomulag náist um ásættanlegar vegabætur á umræddum vegum.
5.2. Bréf Markaðsstofu Suðurlands, dags. 5. mars 2010; þjónustusamningur.
Lagt fram bréf Markaðsstofu Suðurlands ásamt þjónustusamningi sem óskað er eftir að verði samþykktur og undirritaður. Byggðaráð vísar til fyrri bókunar sveitarstjórnar í 1. dagskrárlið 106. fundar. Þar er samþykkt að greiða rekstrarstyrk í samræmi við fyrirliggjandi samning, en þó með þeim fyrirvara að samstaða náist um verkefnið hjá sveitarfélögum á Suðurlandi. Byggðaráð Bláskógabyggðar áréttar fyrri bókun sveitarstjórnar.
5.3. Bréf Júlíönu Tyrfingsdóttur, dags. 4. mars 2010; ósk um launalaust leyfi.
Lagt fram bréf Júlíönu Tyrfingsdóttur þar sem hún óskar eftir launalausu leyfi. Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfis frá störfum til eins árs, en beinir því til skólastjóra, formanns fræðslunefndar og sveitarstjóra að vinna sem fyrst í að tryggja ráðningu skólastjóra til afleysingar þennan tíma.
5.4. Bréf Sýslumannsins á Selfossi, dags. 15. mars 2010; umsögn um veitingu leyfis til reksturs veitingastaðar, Engla Café ehf.
Lagt fram bréf Sýslumannsins á Selfossi, ásamt afriti af umsókn Engla Café ehf um rekstrarleyfi til sölu veitinga að Skólabraut 4, Reykholti, en þar er verið að reisa nýbyggingu á skipulagðri verslunar- og þjónustulóð. Um er að ræða nýtt leyfi fyrir kaffihús sem verður opið að jafnaði til kl. 21:00 um helgar á sumrin.
Byggðaráð gerir engar athugasemdir við að Sýslumaðurinn á Selfossi veiti umsækjanda umrætt leyfi, enda samrýmist þessi starfsemi gildandi skipulagi að Skólabraut 4 í Reykholti.
5.5. Bréf umhverfisráðuneytisins, dags. 9. mars 2010; umsögn um umsókn Reykjabúsins.
Lagt fram bréf umhverfisráðuneytisins þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins um veitingu undanþágu frá ákvæði 1. mgr. 16. gr. reglugerðar nr. 650/2006 um framkvæmd verndunar vatnasviðs og lífríkis Þingvallavatns.
Í stefnumörkun sveitarfélagsins skv. gildandi aðalskipulagi Þingvallasveitar 2004 – 2016, kafla 3.6, lið 3, er ekki gert ráð fyrir frekari uppbyggingu svína- og alifuglabúa á landbúnaðarsvæðum innan vatnasviðsins. Þar sem hér er sótt um að nýta aðstöðu sem þegar hefur verið byggð, og áður nýtt við svínaeldi á Heiðarbæ, gerir byggðaráð ekki athugasemdir við veitingu undanþágunnar gagnvart þessu eldishúsi. Gæta verður sérstaklega að allri meðhöndlun þvottavatns og skíts í tengslum við starfsemina og tryggja þarf að engin mengun berist í Þingvallavatn.
5.6. Bréf Íslenska Gámafélagsins, dags. 1. mars 2010; krafa um breytingu á fyrirkomulagi sorphirðu.
Lagt fram bréf Íslenska Gámafélagsins, þar sem þess er krafist að sveitarfélögin Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppur breyti fyrirkomulagi sorphirðu innan frístundahúsasvæða þar sem eigendur frístundahúsa geta valið um hvort þeir nýti þjónustu samningsbundins þjónustuverktaka sveitarfélaganna skv. útboði. Sveitarstjóra falið að svara bréfi Íslenska Gámafélagsins í samræmi við umræðu sem fram fór á fundinum, svo og í samráði við sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps.
5.7. Bréf Sólheima, dags. 12. mars 2010; styrkbeiðni.
Byggðaráð sér sér ekki fært að veita umbeðinn styrk og er því hafnað.
5.8. Bréf Júlíönu Magnúsdóttur, dags 8. mars 2010; styrkbeiðni.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk kr. 78.000 á móti húsaleigu í Bergholti vegna leikfimi kvenna.
5.9. Bréf Björgunarsveitar Biskupstungna, dags. 1. mars 2010; beiðni um að fá að halda réttarball 2010.
Lagt fram bréf Björgunarsveitar Biskupstungna þar sem óskað er eftir því að fá að halda réttarball í Aratungu 2010. Samþykkt samhljóða.
5.10. Bréf Björgunarsveitar Biskupstungna, dags. 8. mars 2010; styrkbeiðni.
Lagt fram bréf Björgunarsveitar Biskupstungna þar sem óskað er eftir styrk á móti húsaleigu vegna réttarballs í Aratungu 2009. Samþykkt samhljóða.
5.11. Bréf HSK, dags. 9. mars 2010; beiðni um endurgjaldslaus afnot af skólastofum.
Lagt fram bréf HSK þar sem fram kemur beiðni um endurgjaldslaus afnot af skólastofum grunnskólans á Laugarvatni. Byggðaráð óskar eftir umsögn skólastjórnenda áður en erindið er afgreitt.
5.12. Bréf skólastjórnenda Grunnskóla Bláskógabyggðar, dags. 24. mars 2010; umsögn vegna karlakóramóts.
Í bréfi skólastjórnenda kemur fram jákvæð afstaða skólastjórnenda, en jafnframt lagðar fram spurningar þar sem óskað er eftir nánari upplýsingum varðandi nýtingu húsnæðisins.
Að fengnum umsögnum skólastjórnenda og forstöðumanni þjónustu- og framkvæmdasviðs, þá tekur byggðaráð jákvætt í beiðni Karlakórs Hreppamanna um nýtingu húsnæðis vegna karlakóramóts í október 2010.
5.13. Bréf Golfklúbbsins Dalbúa, dags. 20. mars 2010; styrkbeiðni vegna unglingastarfs.
Byggðaráð Bláskógabyggðar tekur vel í hugmynd um samstarfssamning um unglinga- og æskulýðsstarf og felur sveitarstjóra að vinna að slíkum samningi með fulltrúum Golfklúbbsins Dalbúa. Þegar drög að samningi liggur fyrir verði hann lagður fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
- Efni til kynningar:
6.1. Bréf Öglu Snorradóttur, dags í mars 2010; kynning á lokaverkefni til M.Ed. gráðu.
6.2. Bréf Hrunamannahrepps, dags.18. mars 2010; seyrumál.
Í bréfinu kemur fram að Hrunamannahreppur hefur ákveðið að vera ekki þátttakandi í seyruverkefninu sem Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppur hafa hafið.
6.3. Ársreikningur Björgunarsveitar Biskupstungna 2009.
6.4. Bréf umhverfisráðuneytisins, dags 2. mars 2010; Dagur umhverfisins 2010.
6.5. Bréf UMFÍ, dags. 4. mars 2010; „Hættu að hanga! Komdu að synda, hjóla eða ganga“
6.6. Bréf Skipulagsstofnunar dags. 1. mars 2010; staðfesting fundargerða.
6.7. Bréf Skipulagsstofnunar dags. 16. mars 2010; Greiðsla kostnaðar vegna aðalskipulagsgerðar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:40.