101. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 27. apríl 2010 kl. 15:00.

 

Mætt: Snæbjörn Sigurðsson, formaður, Margeir Ingólfsson, Drífa Kristjánsdóttir, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.       124. fundur  félagsmálanefndar.
Staðfest samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.       Fundargerð vegna opnunar tilboða í verkið „Sláttur og hirðing í Bláskógabyggð“ dags. 15. apríl 2010.

2.2.       5. verkfundur um sorphirðu í Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi.

2.3.       4. fundur Lífræns klasa í uppsveitum Árnessýslu.

2.4.       152. fundur skólanefndar Tónlistarskóla Árnesinga.

2.5.       125. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

2.6.       Aðalfundur Vottunarstofunnar Túns ehf, dags. 19. mars 2010.

2.7.       120. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.

2.8.       773. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

  1. Samstarfssamningur Bláskógabyggðar, Grímsnes- og Grafningshrepps og Hestamannafélagsins Trausta.

Lagður var fram samstarfssamningur Bláskógabyggðar, Grímsnes- og Grafningshrepps og Hestamannafélagsins Trausta.  Um er að ræða sambærilegan samning og gerður var við Hestamannafélagið Loga.  Markmið samningsins er að efla íþrótta- og æskulýðsstarf Hestamannafélagsins Trausta í sveitarfélögunum.

Byggðaráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning.

 

  1. Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsagnir:

4.1.      Umsókn Gallerí Laugarvatns ehf. um leyfi til reksturs gististaðar og veitingareksturs.
Lagt fram bréf Sýslumannsins á Selfossi, dags. 30. mars 2010, þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar um umsókn Gallerís Laugarvatns ehf um leyfi til reksturs gististaðar í flokki I (heimagisting) og um leyfi til rekstur veitingastaðar í flokki II.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfis vegna gististaðar í flokki I, enda verði aðeins leigð út þau herbergi sem samþykkt eru til íbúðar.  Byggðaráð getur hins vegar ekki fallist á að leyfi verði veitt til rekstur veitingastaðar í þessu húsnæði, þar sem skipulag gerir ekki ráð fyrir þessari notkunar húsnæðis þarna. Breyta þarf skilmálum skipulags svæðisins til að unnt verði að heimila slíka starfsemi í húsnæðinu.

4.2.      Umsókn TD. Lux ehf. um leyfi til reksturs gististaðar.
Lagt fram bréf Sýslumannsins á Selfossi, dags. 16. apríl 2010, þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar um umsókn TD.Lux ehf um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II (gististaður án veitinga – sumarhús).
Byggðaráð gerir engar athugasemdir við að Sýslumaðurinn á Selfossi veiti umbeðið leyfi, enda samrýmist þessi rekstur skipulagsskilmálum á svæðinu.

4.3.      Umsókn Gljásteins ehf. til reksturs gististaðar.
Lagt fram bréf Sýslumannsins á Selfossi, dags. 20. apríl 2010, þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar um umsókn Gljásteins ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II (gististaður án veitinga – gistiskáli).
Byggðaráð gerir engar athugasemdir við að Sýslumaðurinn á Selfossi veiti umbeðið leyfi, enda samrýmist þessi rekstur skipulagsskilmálum á svæðinu.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

5.1.       Umsókn Önnu Patricia Aylett um leigu íbúðar fyrir aldraða á Laugarvatni, dags. 9. apríl 2010.
Íbúðin Torfholt 6b er laus, þar sem dregin hafði verið til baka umsókn um íbúð fyrir eldri borgara sem samþykkt var á fundi byggðaráðs þann 1. desember 2009.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að úthluta Önnu Patricia Aylett umrædda íbúð til leigu sem eldri borgari.  Ekki lágu fyrir aðrar umsóknir um umrædda íbúð.

5.2.       Bréf Þingvallasóknar, dags. 7. apríl 2010; styrkbeiðni.
Lagt fram bréf  Þingvallasóknar þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna framkvæmda við tröppur og aðgengi að kirkjunni.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita styrk að upphæð kr. 150.000.

5.3.       Bréf SASS, dags. 8. apríl 2010; tilnefning fulltrúa í starfshóp um mat á sameiningarkostum sveitarfélaga.
Lagt fram bréf SASS þar sem óskað er eftir tilnefningu á fulltrúa Bláskógabyggðar í starfshóp um mat á sameiningarkostum sveitarfélaga.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að tilnefna oddvita sveitarstjórnar, Margeir Ingólfsson, sem fulltrúa Bláskógabyggðar í samráðshópinn, til vara Valtýr Valtýsson sveitarstjóri.

  1. Efni til kynningar:

6.1.       Bréf Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 29. mars 2010; skýrsla um samræmd könnunarpróf haustið 2009.

Byggðaráð fagnar góðum árangri í samræmdum könnunarprófum í tíunda bekk og óskar nemendum og kennurum til hamingju með árangurinn.

6.2.       Bréf Árborgar, dags. 26. mars 2010; bókun bæjarráðs um málefni SOS.

 

  1. Ársskýrslur og ársreikningar til kynningar (lagt fram til kynningar á fundinum):

7.1.       Byggðasafn Árnesinga, ársskýrsla 2009.

7.2.       Fræðslunet Suðurlands ses., ársskýrsla 2009 ásamt ársreikningi 2009.

7.3.       Vottunarstofan Tún ehf.  ársskýrsla 2009 ásamt ársreikningi 2009.

7.4.       Umf. Biskupstungna ársskýrsla 2009.

7.5.       Eignarhaldsfélag Suðurlands hf. ársreikningur 2009.

7.6.       Vaxtarsamningur Suðurlands og Vestmannaeyja, ársskýrsla 2009.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:45.