102. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

þriðjudaginn 2. júní 2009, kl 15:00

í Fjallasal, Aratungu

 

Mætt voru:

Margeir Ingólfsson oddviti, Drífa Kristjánsdóttir, Þórarinn Þorfinnsson,  Jóhannes Sveinbjörnsson, Jens Pétur Jóhannsson, Snæbjörn Sigurðsson og Kjartan Lárusson.  Einnig  var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri,  sem ritaði fundargerð.

 

Oddviti bar upp tillögu til dagskrárbreytingar, að nýr liður 9 komi inn.  Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerð byggðaráðs:

1.1.    Fundargerð 90. fundar byggðaráðs Bláskógabyggðar.
Staðfest samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til samþykktar:

2.1.    Fundargerð 49. fundar Héraðsnefndar Árnesinga.
Staðfest samhljóða.

 

2.2. 13. fundur skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóa.
Staðfest samhljóða.

 

  1. Kosningar:

3.1. Kosning oddvita og varaoddvita.
Oddviti:            Margeir Ingólfsson, Brú.
Varaoddviti:    Snæbjörn Sigurðsson, Efsta-Dal 2.

Samþykkt með 4 atkvæðum (MI, SS, JPJ og ÞÞ) en 3 sátu hjá (DK, KL og JS).

 

3.2. Byggðaráð, 3 aðalmenn og 3 til vara.
Aðalmenn:       Snæbjörn Sigurðsson, formaður, Efsta-Dal 2.

Margeir Ingólfsson, Brú.

Drífa Kristjánsdóttir Torfastöðum

Varamenn:     Þórarinn Þorfinnsson, Spóastöðum.

Jens Pétur Jóhannsson, Laugarási 1.

Kjartan Lárusson, Austurey 1.

Samþykkt samhljóða.

 

 

3.3. Yfirkjörstjórn, 3 aðalmenn og 3 til vara.

Aðalmenn:      Pétur Skarphéðinsson, formaður, Launrétt 3.

Hilmar Einarsson, Torfholti 12.

Þóra Einarsdóttir, Kárastöðum.

Varamenn:     Guðrún Sveinsdóttir, Bjarkarbraut 3.

Sigurður Jónsson, Eyvindartungu.

Sveinbjörn Einarsson, Heiðarbæ 2.

Samþykkt samhljóða.

 

3.4. Undirkjörstjórn Laugardal og Þingvallasveit, 3 aðalmenn og 3 til vara.

Aðalmenn:      Elsa Pétursdóttir, formaður, Útey I.

Þórdís Pálmadóttir, Hrísholti 8.

Pétur Ingi Haraldsson, Hrísholt 3b.

Varamenn:     Karl Eiríksson, Miðdalskoti.

Smári Stefánsson, Háholti 2c.

Margrét Þórarinsdóttir, Efsta-Dal 1.

Samþykkt samhljóða.

 

3.5. Undirkjörstjórn Biskupstungur, 3 aðalmenn og 3 til vara.

Aðalmenn:      Gústaf Sæland, formaður, Sólveigarstöðum.

Elínborg Sigurðardóttir, Iðu.

Ólafur Einarsson, Torfastöðum.

Varamenn:     Bjarni Kristinsson, Brautarhóli.

Arnheiður Þórðardóttir, Gýgjarhólskoti.

Kristján Kristjánsson, Bjarkarbraut 12.

Samþykkt samhljóða.

 

3.6. Aðalfundur SASS, 3 aðalmenn og 3 til vara.

Aðalmenn:      Margeir Ingólfsson, Brú.

Jens Pétur Jóhannsson, Laugarási 1.

Drífa Kristjánsdóttir Torfastöðum

Varamenn:     Þórarinn Þorfinnsson, Spóastöðum.

Snæbjörn Sigurðsson, Efsta-Dal 2.

Kjartan Lárusson, Austurey 1.

Samþykkt samhljóða.

 

3.7. Aðalfundur HES, 3 aðalmenn og 3 til vara

Aðalmenn:       Margeir Ingólfsson, Brú.

Jens Pétur Jóhannsson, Laugarási 1.

Kjartan Lárusson, Austurey 1.

Varamenn:     Þórarinn Þorfinnsson, Spóastöðum.

Snæbjörn Sigurðsson, Efsta-Dal 2.

Jóhannes Sveinbjörnsson Heiðarbæ 1.

Samþykkt samhljóða.

 

3.8. Aðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands, 1 aðalmaður og 1 til vara.

Aðalmaður:     Margeir Ingólfsson, Brú.

Varamaður:    Jens Pétur Jóhannsson, Laugarsási 1.

Samþykkt samhljóða.

 

3.9. Aðalfundur AÞS, 3 aðalmenn og 3 til vara.

Aðalmenn:       Margeir Ingólfsson, Brú.

Jens Pétur Jóhannsson, Laugarási 1.

Jóhannes Sveinbjörnsson Heiðarbæ 1.

 

Varamenn:     Þórarinn Þorfinnsson, Spóastöðum.

Snæbjörn Sigurðsson, Efsta-Dal 2.

Drífa Kristjánsdóttir Torfastöðum

Samþykkt samhljóða.

 

3.10.    Aðalfundur EFS, 1 aðalmaður og 1 til vara.

Aðalmaður:     Margeir Ingólfsson, Brú.

Varamaður:    Jens Pétur Jóhannsson, Laugarási 1.

Samþykkt samhljóða.

 

3.11.    Aðalfundur Skólaskrifstofu Suðurlands, 3 aðalmenn og 3 til vara.

Aðalmenn:      Margeir Ingólfsson, Brú.

Jens Pétur Jóhannsson, Laugarási 1.

Kjartan Lárusson, Austurey 1.

Varamenn:     Þórarinn Þorfinnsson, Spóastöðum.

Snæbjörn Sigurðsson, Efsta-Dal 2.

Jóhannes Sveinbjörnsson Heiðarbæ 1.

Samþykkt samhljóða.

 

 

  1. Útboð sorphirðu í Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi.

Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóri Þjónustu- og framkvæmdasviðs, mætti á fundinn og gerði grein fyrir niðurstöðu skoðunar og samanburðar tilboða sem bárust í útboð sorphirðu í Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi.

Niðurstaða könnunar tilboða er að Gámaþjónustan hafi gefið hagstæðasta tilboðið, hvort sem um er að ræða aðaltilboð eða frávikstilboð.  Frávikstilboð Gámaþjónustunnar byggðist á að sveitarfélögin sjálf myndu sjá um vöktun og umsjón gámasvæða sveitarfélaganna.

 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að ganga til samninga við Gámaþjónustuna á grundvelli aðaltilboðsins, þar sem Gámaþjónustan sjái um mönnun gámasvæða sveitarfélaganna.  Þetta er samþykkt með þeim fyrirvara að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki slíkt hið sama. Sveitarstjórn samþykkir einnig að byggðaráð Bláskógabyggðar yfirfari endanlegan samning milli aðila og hafi fullt umboð til þess að staðfesta hann fyrir hönd sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.

Halldór Karl Hermannsson vék af fundi.

 

  1. Ákvörðun um sumarleyfi sveitarstjórnar og skrifstofu sveitarfélagsins.

Oddviti lagði fram tillögu um að sumarfrí sveitarstjórnar verið í júlí og ágúst, en hægt verði þó að boða til fundar í ágúst ef þurfa þykir.  Næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar verður því haldinn þriðjudaginn 1. september 2009 kl. 15:00.  Samþykkt samhljóða.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að á meðan sumarleyfi sveitarstjórnar stendur yfir verði byggðaráði falin fullnaðarafgreiðsla skipulags- og byggingarmála sveitarfélagsins og sveitarstjórnarmönnum verði send fundargerð byggðaráðs.

 

Skrifstofa Bláskógabyggðar mun loka í fjórar vikur í sumar, líkt og síðasta sumar.  Lokun skrifstofu verður frá 6. júlí – 4. ágúst 2009.  Munu starfsmenn skrifstofu taka út sumarfrí sitt eftir því sem kostur er og verkefni gefa tilefni til.

 

  1. Aðalskipulag Borgarbyggðar 2008 – 2020; umsögn.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps að yfirfara tillögu um aðalskipulag Borgarbyggðar 2008 – 2020 og svara erindi Landlína ehf. fyrir hönd Bláskógabyggðar.

 

  1. Umsögn sveitarstjórnar um stofnun lögbýlis (Vatnsleysa 4) á landspildu úr jörðinni Vatnsleysu 1.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur engar athugasemdir við stofnun þessa nýja lögbýlis, Vatnsleysu 4, og samþykkir það samhljóða fyrir sitt leyti.

 

  1. Endurskoðun gjaldskrár leikskóla Bláskógabyggðar.

Rætt var um gjaldskrá leikskóla Bláskógabyggðar sem hefur verið óbreytt frá 1. janúar 2008. Neysluverðsvísitala hefur hækkað um 20% frá 1. janúar 2008 til loka maí 2009, sem sýnir í raun að gjaldskrá hefur lækkað umtalsvert frá 1. janúar 2008, ef miðað er við verðlag í landinu.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að gera engar breytingar næsta haust á gjaldskrá leikskólanna, en samþykkir jafnframt að sveitarstjórn muni endurskoða forsendur gjaldskrárinnar við gerð fjárhagsáætlunar 2010 og taka þá ákvörðun um hvort breytingar verði gerðar á gjaldskrá um næstu áramót.

 

  1. Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2009 – 2020.

Lagt fram bréf frá Sorpstöð Suðurlands, dags. 28. maí 2009, þar sem óskað er eftir staðfestingu Bláskógabyggðar á sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.  Meðfylgjandi bréfinu fylgdi skýrsla um endurskoðaða svæðisáætlun.  Í bréfinu kemur einnig fram að stjórn Sorpstöðvar Suðurlands bs. samþykkir skýrsluna fyrir sitt leyti og óskar eftir staðfestingu aðildarsveitarfélaga fyrir 1. júlí 2009.

Þar sem afar skammur fyrirvari er á þessu erindi Sorpstöðvar Suðurlands, þá samþykkir sveitarstjórn samhljóða að fela byggðaráði Bláskógabyggðar fullnaðarafgreiðslu á umræddu erindi og ákvörðun um staðfestingu svæðisáætlunar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:20.