102. fundur

 1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 25. maí 2010 kl. 15:00.

 

Mætt: Snæbjörn Sigurðsson, formaður, Margeir Ingólfsson, Drífa Kristjánsdóttir, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

 

 1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.       24. fundur skipulags- og byggingarnefndar ásamt 43. og 44. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.
Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

 1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.       5. fundur stjórnar skipulags- og byggingafulltrúaembættis Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.

2.2.       51. fundur Héraðsnefndar Árnesinga, 8. – 9. apríl 2010.

2.3.       292. fundur stjórnar AÞS ásamt minnisblaði.

2.4.       189. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.5.       126. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

2.6.       121. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.

2.7.       433. fundur stjórnar SASS.

2.8.       774. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

 1. Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga 29. maí 2010.
  Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga þann 29. maí 2010 lögð fram til staðfestingar. Beiðni hefur borist frá Guðmundi Sæmundssyni og Ingibjörgu Jónsdóttur Kolku að þau verði sett inn á kjörskrá í Bláskógabyggð, en þau áttu lögheimili að Hrísholti 1, Laugarvatni áður en þau fluttu til Noregs vegna framhaldsnáms.  Fyrir liggja staðfestingar frá skóla um skólavist þeirra Guðmundar og Ingibjargar. Byggðaráð samþykkir samhljóða að setja þau inn á kjörskrá.

          Sveitarstjóra falið að staðfesta fyrirliggjandi kjörskrá með samþykktum viðbótum.

 

 1. Erindi nefndarsviðs Alþingis:

4.1.      Umsögn um 557. mál, frumvarp til barnaverndarlaga.

Byggðaráð hefur engar athugasemdir við frumvarpið.

4.2.      Umsögn um 77. mál, frumvarp til laga um orlofssjóð húsmæðra.

Byggðaráð hefur engar athugasemdir við frumvarpið.

 

 1. Skipulagsmál; tillaga að breytingu á deiliskipulagi í landi Austureyjar I.

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi í landi Austureyjar I. Í breytingunni felst stækkun á lóðinni Röðulsgötu 17 úr 3.140 fm í 3.752 fm. Einnig er gert ráð fyrir lítilli bryggju fyrir enda á svæði sem ætlað er fyrir aðkomu slökkviliðs að Apavatni. Breytingin var grenndarkynnt lóðarhöfum lóða sem liggja að fyrirhuguðum breytingum auk þess sem leitað var umsagnar Umhverfisstofnunar, og Veiðifélags Apavatns. Í umsögn Umhverfisstofnunar dags. 10. nóvember 2009 er gerð athugasemd við stækkun lóðar en ekki við fyrirhugaða bryggju. Í umsögn veiðifélagsins dags. 24. apríl 2010 er aftur á móti gerð athugasemd við fyrirhugaða bryggju. Byggðaráð samþykkir stækkun á lóðinni Röðulsgötu 17, skv. 2. mgr. 26. greinar skipulagslaga en frestar afgreiðslu á skipulagi lítillar bryggju og vísar þeirri breytingu til endurskoðunar Aðalskipulaga í Bláskógabyggð. Jafnframt bendir byggðaráð á að mikilvægt er að sveitarfélög sem eiga skipulagsrétt að Apavatni móti sér samræmdar reglur. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

 

 1. Samningur um byggingu á hesthúsi við Kerlingu.

Lögð fram drög að samningi vegna byggingar á hesthúsi við Kerlingu, en aðilar að samningnum eru sveitarfélögin Bláskógabyggð og Grímsnes og Grafningshreppur ásamt Fjallskilanefndum Grímsnes- og Grafningshrepps og Laugdæla.  Í samningnum felst að Bláskógabyggð muni veita styrk vegna byggingarinnar  að upphæð kr. 1.000.000.  Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi samning með tillögum að breytingum og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

 1. Innsend bréf og erindi:

7.1.       Bréf Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, dags. 7. maí 2010; styrkbeiðni.
Lagt fram bréf Stofnunar Árna Magnússonar þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við útgáfu bókar um úrval 100 örnefna vítt og breitt um landið.  Útgáfan er af tilefni þess að 100 ár eru liðin síðan skipuleg örnefnasöfnun hófst hér á landi.

Byggðaráð Bláskógabyggðar hafnar beiðninni.

7.2.       Bréf SASS, dags. 14. maí 2010; þjónustusvæði um málefni fatlaðra á Suðurlandi.

Lagt fram bréf SASS þar sem kynnt eru drög að yfirlýsingu um myndun sameiginlegs þjónustusvæðis um málefni fatlaðra á Suðurlandi.  Byggðaráð Bláskógabyggðar vísar til fyrri samþykktar sveitarstjórnar Bláskógabyggðar sem gerð var á 111. fundi, dagskrárlið 5. Framlögð drög að yfirlýsingu fellur að hugmyndum sveitarstjórnar Bláskógabyggðar um eitt þjónustusvæði á Suðurlandi.   Byggðaráð felur oddvita að undirrita umrædda yfirlýsingu fyrir hönd Bláskógabyggðar.

7.3.       Tölvuskeyti Önnu Patriciu Aylett dags 17. maí 2010; umsókn um íbúð dregin til baka.
Lagt fram tölvuskeyti frá Önnu Patriciu Aylett þar sem hún dregur umsókn sína til baka um íbúð fyrir eldri borgara, sem afgreidd var á 101. fundi byggðaráðs þann 27. apríl s.l.
Byggðaráð samþykkir samhljóða framlagða beiðni og er því íbúðin Torfholt 6b laus til umsóknar og útleigu.

7.4.       Bréf Sýslumannsins á Selfossi, dags. 17. maí 2010; breyting á rekstrarleyfisumsókn.

Lagt fram bréf Sýslumannsins á Selfossi þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar um umsókn um breytingu á rekstrarleyfi Fosshamars ehf. í húsnæði Golfklúbbsins Dalbúa.

Erindinu vísað til næsta sveitarstjórnarfundar til afgreiðslu.

 

 1. Efni til kynningar:

8.1.       Ársyfirlit 2009 frá Markaðsstofu Suðurlands.

8.2.       Greinargerð um störf Markaðsstofu Suðurlands janúar – apríl 2010.

8.3.       Hættumat og áhættugreining Almannavarna Árnessýslu.

8.4.       Bréf SASS dags. 18. maí 2010; Eldgos í Eyjafjallajökli.

8.5.       Bréf SASS dags. 18. maí 2010; Ársþing SASS 2010.

8.6.       Bréf HSK, dags. 6. apríl 2010; 88. héraðsþing HSK.

 

 1. Ársskýrslur og ársreikningar til kynningar (lagt fram til kynningar á fundinum):

9.1.       Héraðssambandið Skarphéðinn, ársskýrsla 2009.

9.2.       Háskólafélag Suðurlands ehf. ársreikningur 2009.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:00.