103. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

þriðjudaginn 9. júní 2009, kl 15:00

í Fjallasal, Aratungu

 

Mætt voru:

Margeir Ingólfsson oddviti, Sigurbjörn Arngrímsson sem varamaður Drífu Kristjánsdóttur, Sölvi Arnarsson sem varamaður Þórarins Þorfinnssonar,  Jóhannes Sveinbjörnsson, Jens Pétur Jóhannsson  og Kjartan Lárusson. Einnig  var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri,  sem ritaði fundargerð.

 

  1. Lánstilboð og samningur við Lánasjóð sveitarfélaga um lán fyrir framkvæmdum 2009.

        Lagt fram minnisblað og lánssamningur við Lánasjóð sveitarfélaga.  Vísað í bókun 3. liðar í fundargerð 101. fundar sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 35.000.000 kr. til 15 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að fjármagna gatnagerð, fráveituframkvæmdir og gámasvæði Bláskógabyggðar, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Valtý Valtýssyni, sveitarstjóra Bláskógabyggðar, kt. 221060-2379, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Bláskógabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf.sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

 

  1. Samningur um sorphirðu í Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi.

Lögð fram drög að samningi milli annarsvegar Bláskógabyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps, sem verkkaupa, og hinsvegar Gámaþjónustunnar, sem verktaka, um sorphirðu í sveitarfélögunum. Jafnframt er vísað til 4. dagskrárliðar fundargerðar 102. fundar sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða, fyrir sitt leyti, fyrirliggjandi drög að samningi við Gámaþjónustuna og felur sveitarstjóra og sviðsstjóra Þjónustu- og framkvæmdasviðs að ganga frá og undirrita samning við verktaka á grundvelli aðaltilboðs þeirra að upphæð kr. 227.822.826.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:40.