103. fundur

 1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 24. júní 2010 kl. 15:15.

 

Mætt: Helgi Kjartansson, formaður, Jóhannes Sveinbjörnsson, Margeir Ingólfsson, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

Helgi Kjartansson, formaður, lagði til dagskrárbreytingu að inn komi nýir dagskrárliðir 1.2 og 3.  Færast aðrir liðir til sem því nemur.  Tillagan samþykkt samhljóða.
Drífa Kristjánsdóttir oddviti sat allan fundinn.

 

Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóri þjónustu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir dagskrárliðum 4, 5, 6 og 7.

 

 1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.       126. fundur félagsmálanefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.
Staðfest samhljóða.

1.2.       1. fundur fjallskilanefndar Biskupstungna, dags. 22. júní 2010.
Varðandi 5. lið fundargerðar þá tekur byggðaráð jákvætt í hugmyndina en væntir þess að fá sem fyrst kostnaðar og framkvæmdaáætlun fyrir verkið.

Varðandi 7. lið þá gerir byggðaráð ekki athugasemdir við tillögu fjallskilanefndar, en vill benda á að nauðsynlegt er að finna flöt á samræmingu útjöfnunar fjallskila við fjallskilasamþykkt Árnessýslu austan vatna nr. 408/1998.
Fundargerð staðfest samhljóða að öðru leyti.

 

 1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.       127. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

2.2.       190. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

 

 1. Skipulagsmál; deiliskipulag frístundabyggðar í landi Austureyjar II.

Lögð fram, að lokinni auglýsingu, tillaga að deiliskipulagi rúmlega 3 ha svæðis fyrir frístundabyggð nyrst á Austureyjarnesi í landi Austureyjar II. Á svæðinu er gert ráð fyrir 6 lóðum á bilinu 0,5 – 0,75 ha að stærð þar sem heimilt verður að reisa allt að 120 fm frístundahús og allt að 30 fm aukahús. Tillagan var auglýst ásamt samsvarandi breytingu á aðalskipulagi þann 21. janúar 2010 með athugasemdafresti til 5. mars. Engar athugasemdir bárust. Aðalskipulagsbreytingin hefur nú tekið gildi og er deiliskipulagið því lagt fram til samþykktar að nýju. Fyrir liggur umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands þar sem óskað er eftir nánari upplýsingum um vatnsból í Hólaskógi áður en lóðirnar tengjast inn á veituna og er gert ráð fyrir að það verði gert.

Deiliskipulagið er samþykkt skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

 

 1. Sorphirða.

4.1.      Samhirðing þjónustuverktaka hjá íbúðarhúsnæði og rekstraraðilum.
Lögð fram skilgreining á kostnaðarútreikningum vegna sorpeyðingargjalda skv. gjaldskrá sveitarfélagsins.  Þar kemur fram að hlutfall gjaldsins skiptist á milli kostnaðar við þjónustuverktaka (80%) og kostnaðar við rekstur móttökustöðva (20%).  Þessi skipting er einnig grundvöllur að útreikningi vegna kostnaðar við sorpeyðingu þar sem samhirðing þjónustuverktaka hjá íbúðarhúsnæði og rekstraraðilum er framkvæmd.  Jafnframt kemur fram skilgreining á áætluðu magni heimilisúrgangs sem grundvallar álagningu sorpeyðingargjalds. Byggðaráð staðfestir að umrædd hlutfallsskipting verði notuð við uppgjör við þá aðila sem velja samhirðingu þjónustuverktaka.

4.2.      Móttaka heimilissorps á móttökustöðvum sveitarfélagsins.
Fram hafa komið athugasemdir vegna þess fyrirkomulags við þjónustu móttökustöðva, að ekki skuli vera hægt að losna við heimilisúrgang utan opnunartíma móttökustöðva.  Hefur þetta skapað vandræði fyrir fólk að losna við heimilisúrgang, og þá sérstaklega fyrir þá sem nýta frístundahús innan sveitarfélagsins og hafa ekki tunnuhirðingu eða hafa ekki samið við þjónustuverktaka um ílát undir heimilisúrgang.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela sviðstjóra þjónustu- og framkvæmdasviðs að gera þá tilraun að setja upp lúgu við hlið móttökustöðva þar sem hægt verði að losa sig við heimilissorp utan opnunartíma móttökustöðva.  Jafnframt verði þessi breyting kynnt vel öllum hlutaðeigandi aðilum  með póstútsendingu upplýsinga um fyrirkomulag sorphirðu og starfsemi móttökustöðva hjá sveitarfélaginu.

 

 1. Úrskurður úrskurðarnefndar um hollustuhætti og mengunarvarnir, mál 8/2009.

Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar um hollustuhætti og mengunarvarnir sem var upp kveðinn þann 13. júní 2010, mál 8/2009.  Einnig var lagt fram minnisblað frá Óskari Sigurðssyni, lögmanni, um réttarstöðu sveitarfélagsins með tilliti til úrskurðarins.
Sveitarstjóra og formanni byggðaráðs falið að vinna áfram að skilgreiningu á viðbrögðum vegna úrskurðarins, en nánari útfærsla verði lögð fyrir á næsta fundi byggðaráðs.

 

 1. Framkvæmdir á bílastæði við hringvöll hestamannafélagsins Trausta í Laugardal.
  Lögð fram teikning af skipulagi hringvallar og bílastæða sem Hestamannafélagið Trausti er að vinna að í Laugardal.  Óskað hefur verið eftir fjárstuðningi frá sveitarfélaginu til þess að fjármagna þær framkvæmdir sem nauðsynlegar eru á bílastæði svo hægt verði að halda hestamannamót á svæðinu í sumar.  Einnig liggur fyrir kostnaðarmat vegna efnisflutninga á bílastæði.
  Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að styrkja umrædda framkvæmd að upphæð að hámarki um kr. 1.000.000. og verði hún bókuð undir lið 10.411 í bókhaldi sveitarfélagsins.  Þessi liður verði síðan endurskoðaður sérstaklega síðsumars með tilliti til fjárþarfar vegna annarra verkefna sem þessi ákvörðun getur haft áhrif á.

 

 1. Málefni Aratungu.
  Umræða var um rekstur Aratungu. Jafnframt gerði Halldór Karl Hermannsson grein fyrir stöðu mála vegna ráðningar í starf matráðs hjá Aratungu.  Alls voru þrír einstaklingar sem sóttu um starfið.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu um að ganga til samninga við Jón K. B. Sigfússon sem fyrsta valkost.  Umræða varð um starfslýsingu vegna starfsins og starfa við mötuneyti Aratungu. Halldóri Karli og sveitarstjóra falið að vinna að nýrri starfslýsingu í samræmi við þá umræðu sem átti sér stað á fundinum.

 

 

 

 1. Innsend bréf og erindi:

8.1.       Bréf Höskulds Þráinssonar, dags 21. júní 2010; umsókn um leiguíbúð fyrir aldraða.
Lögð fram umsókn Höskulds Þráinssonar, kt. 300646-3879, um leiguíbúð fyrir aldraða að Torfholti 6b á Laugarvatni.  Höskuldur uppfyllir öll skilyrði fyrir úthlutun íbúðarinnar, og var samþykkt samhljóða að úthluta honum til leigu íbúðina Torfholt 6b.

8.2.       Bréf Golfklúbbsins Dalbúa dags. 13. júní 2010; styrkur til unglingastarfs.
Lagt fram bréf Golfklúbbsins Dalbúa þar sem farið er yfir starfsemi klúbbsins og þá sérstaklega áherslur í æskulýðsstarfinu.  Jafnframt kemur fram hlutverk fyrirtækisins Fosshamars ehf varðandi rekstur og umsjón vallar og klúbbhúss Dalbúa.

8.3.       Bréf Félags CP á Íslandi dags. 10. maí 2010; styrkbeiðni.
Lagt fram bréf Félags CP á Íslandi þar sem óskað er eftir styrk á móti húsaleigu vegna viðburða í Aratungu við Sumarhátíð í Reykholti.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk á móti húsaleigu í Aratungu.

8.4.       Bréf Sjónarhóls móttekið 6. júní 2010; styrkbeiðni.
Lagt fram bréf Sjónarhóls þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna auglýsingar í Fréttablaðinu um starfsemi ráðgjafarmiðstöðvarinnar.
Byggðaráð hafnar erindinu enda ekki gert ráð fyrir þessum útgjöldum á fjárhagsáætlun.

8.5.       Bréf velferðavaktarinnar dags. 8. júní 2010; ábending.
Lagt fram bréf Velferðarvaktarinnar þar sem þeim tilmælum er beint til sveitarstjórna að leita allra leiða til að tryggja ungmennum 17 – 18 ára vinnu í sumar og láta þau sem ekki fengu vinnu í fyrrasumar fá forgang að störfum.

8.6.       Bréf Lögfræðistofu Reykjavíkur dags. 16. júní 2010; skil á lóðum BKR ehf.
Lagt fram bréf Lögfræðistofu Reykjavíkur sem vinnur að skiptum á þrotabúi BKR ehf.  Í bréfinu er óskað eftir því að sveitarfélagið taki við lóðunum Háholt 4,  Háholt 6 og Háholt 8 á Laugarvatni og endurgreiði áðurgreidd gatnagerðargjöld.  Jafnframt er óskað eftir því að afstaða verði tekin hjá sveitarfélaginu hvort það hyggist nýta sér skuldajafnaðarrétt við uppgjör búsins.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að taka við umræddum lóðum aftur og jafnframt að nýta sér skuldajafnaðarrétt við uppgjör þrotabúsins.  Fyrir liggur yfirlit yfir ógreiddar kröfur á hendur BKR ehf ásamt uppreiknuðum gatnagerðargjöldum skv. samþykkt Bláskógabyggðar um gatnagerðargjöld.  Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram og ljúka samningum fyrir hönd sveitarfélagsins.

8.7.       Tölvuskeyti frá Fræðsluneti Suðurlands dags 7. júní 2010; styrkbeiðni.
Lagt fram tölvuskeyti frá Fræðsluneti Suðurlands þar sem óskað er eftir styrk við útgáfu námsvísis Fræðslunetsins fyrir haustið 2010.  Óskað er eftir styrk að upphæð kr. 15.000 að viðbættum virðisaukaskatti.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk.

 

 1. Efni til kynningar:

9.1.       Bréf  Skipulagsstofnunardags. 2. júní 2010; Aðalskipulagsbreyting Kotstún.

9.2.       Bréf  Félags Leikskólakennara dags. 15. júní 2010; ábending vegna ráðninga.

9.3.     Bréf Capacent dags. 14. júní 2010; tilboð um þjónustu.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:10.