104. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

þriðjudaginn 1. september 2009, kl 15:00

í Fjallasal, Aratungu

 

Mætt voru:

Margeir Ingólfsson oddviti, Drífa Kristjánsdóttir, Þórarinn Þorfinnsson,  Jóhannes Sveinbjörnsson, Jens Pétur Jóhannsson, Jón Harry Njarðarsson sem varamaður Snæbjörns Sigurðssonar og Kjartan Lárusson.  Einnig var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri,  sem ritaði fundargerð.

 

  1. Fundargerðir byggðaráðs:

1.1. Fundargerð 91. fundar byggðaráðs Bláskógabyggðar.
Staðfest samhljóða.

1.2. Fundargerð 92. fundar byggðaráðs Bláskógabyggðar.
Staðfest samhljóða.

1.3. Fundargerð 93. fundar byggðaráðs Bláskógabyggðar.
Staðfest samhljóða

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

2.1.       1. samráðsfundur vegna innleiðingar nýs kerfis við sorphirðu.
Staðfest samhljóða.

 

  1. Skipulagsmál; breytingar á aðalskipulagi:

3.1.        Tillaga að breytingu aðalskipulags Laugardalshrepps 2000-2012;  Hjálmstaðir II.
Lögð fram eftir auglýsingu tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 í landi Hjálmsstaða II. Í tillögunni felst að um 9 ha svæði sunnan og vestan Laugarvatnsvegar breytist úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð. Tillaga var auglýst samhliða deiliskipulagi svæðisins 14. maí 2009 með athugasemdafresti til 25. júní 2009. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

 

3.2.       Tillaga að breytingu aðalskipulags Laugardalshrepps 2000-2012;  Kotstún á Laugarvatni.

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 við Kotstún á Laugarvatni. Í breytingunni felst að um 8,7 h svæði sem í gildandi skipulagi er skilgreint sem landbúnaðarsvæði breytist í svæði með blandaða landnotkun verslunar- og þjónustusvæðis og athafnasvæðis. Þá er verið að minnka íbúðarsvæði sunnan menntaskólatúns til samræmis við gildandi deiliskipulag svæðisins.

Samþykkt að kynna breytinguna skv. 1. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

 

3.3.            Tillaga að breytingu aðalskipulags Laugardalshrepps 2000-2012; Austurey 2.

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 í landi Austureyjar 2. Í breytingunni felst að um 3,2 ha svæði nyrst á Skógarnesi breytist úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð og jafnframt er gert ráð fyrir að jafnstórt svæði við Krossholtsmýri breytist úr frístundabyggð í landbúnaðarsvæði. Á nýju frístundabyggðarsvæði er gert ráð fyrir þremur frístundahúsalóðum.

Samþykkt að kynna breytinguna skv. 1. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

 

  1. Staða framkvæmda við Lyngdalsheiðarveg.
    Staða framkvæmda við Lyngdalsheiðarveg rædd. Sveitarstjórn fagnar því að lausn hafi fundist við framhald framkvæmda við umrædda vegagerð og að stefnt verði að verklokum í takt við fyrri áætlanir. Sveitarstjórn leggur áherslu á að ljúka lagningu vegarins alla leið að Miðfelli eins fljótt og kostur er, þannig að hægt sé að keyra skólabörn um veginn þegar Gjábakkavegur lokast vegna ófærðar.

 

  1. Starfsskýrsla 2008-2009, stöðumat á starfi, Álfaborg.
    Lögð fram starfsskýrsla leikskólans Álfaborgar fyrir starfsárið 2008-2009. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar þakkar fyrir vel unna og fræðandi skýrslu.  Jafnframt óskar sveitarstjórn eftir sambærilegri starfsskýrslu frá leikskólanum Gullkistunni sem fyrst, enda eru skil á þessum skýrslum bundin lagalegri skyldu leikskóla.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00.