104. fundur

 1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 29. júlí 2010 kl. 15:15.

 

Mætt: Helgi Kjartansson, formaður, Jóhannes Sveinbjörnsson, Margeir Ingólfsson, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

 1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.       1. fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar, dags. 28. júní 2010.
Staðfest samhljóða.

1.2.       1. fundur æskulýðsnefndar Bláskógabyggðar, dags. 19. júlí 2010.
Staðfest samhljóða.

1.3.       1. fundur umhverfisnefndar Bláskógabyggðar, dags. 24. júní 2010.
Staðfest samhljóða.

1.4.       36. fundur veitustjórnar Bláskógabyggðar, dags. 2. júlí 2010.
Afgreiðslu fundargerðarinnar frestað.

1.5.       25. fundur skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps ásamt 45. 46. og 47. afgreiðslufundum  byggingarfulltrúa.
Afgreiðslu 5. liðar fundargerðar 25. fundar skipulagsnefndar frestað en fundargerðin staðfest samhljóða að öðru leyti.

 

 1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.       85. fundur fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu.

2.2.       191. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.3.       434. stjórnarfundur SASS.

2.4.       293. fundur stjórnar AÞS ásamt minnisblaði.

2.5.       775. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2.6.       Fundargerð Grunns, dags. 6. maí 2010.

 

 1. Skipulagsmál:

3.1.      Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012; Efra-Apavatn.
Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 í landi Efra-Apavatns. Í tillögunni felst að um 65 ha svæði sem skilgreint er sem svæði fyrir frístundabyggð breytist í blandaða landnotkun landbúnaðarsvæðis og svæðis fyrir frístundabyggð. Á svæðinu hefur verið stofnað lögbýli með samning við Suðurlandsskóga. Þá er þegar í gildi deiliskipulag frístundabyggðar á hluta svæðisins. Tillagan var kynnt skv. 1. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga frá 6. – 14. maí og kom þá fram ábending um að svæðið ætti ekki að ná til 94 ha svæðis eins og kynnt var og þess vegna nær sú breyting sem nú er lögð fram eingöngu til 65 ha svæðis.

Samþykkt að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

 

3.2.      Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Þingvallasveitar 2004-2016; Heiðarbær.

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Þingvallasveitar 2004-2016 í landi Heiðarbæjar. Um er að ræða lagfæringu á uppdrætti á þann hátt að frístundahúsalóðir sem þegar eru til staðar á jörðinni eru skilgreindar sem svæði fyrir frístundabyggð í stað landbúnaðarsvæðis. Ekki er um fjölgun lóða að ræða. Tillagan var kynnt skv. 1. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga frá 6. – 14. maí og hafa engar ábendingar borist.

Samþykkt að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

 

3.3.      Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Biskupstungna 2000-2012; Syðri-Reykir.

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í landi Syðri-Reykja. Í breytingunni felst að  um 90 ha svæði fyrir frístundabyggð suðvestan við bæjartorfu Syðri-Reykja fellur út. Svæðið verður að mestu skilgreint sem landbúnaðarsvæði en að auki er gert ráð fyrir um 4 ha iðnaðarsvæði á suðausturhluta spildunnar sem fyrirhugað er nýta fyrir meðhöndlun á seyru. Aðkoma að svæðinu verður um nýjan 2 km veg sem tengist við Reykjaveg suðaustan við Syðri-Reyki.

Samþykkt að kynna aðalskipulagsbreytinguna skv. 1.mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

 

 1. Þóknun fyrir fundarsetu í Bláskógabyggð.

Sveitarstjóri lagði fram minnisblað þar sem fram kemur hver þóknun hefur verið fyrir fundarsetu í sveitarstjórn, byggðaráði og öðrum nefndum sveitarfélagsins.  Byggðaráð samþykkir að halda þóknun fyrir fundarsetu óbreyttri en það er:

 • Aðalmenn í sveitarstjórn fái greidda fasta mánaðarlega þóknun kr. 16.521 sem hækkar í samræmi við hækkun launavísitölu og taki verðbreytingu einu sinni á ári, 1. janúar ár hvert. Jafnframt fái þeir 3% af þingfarakaupi eins mánaðar fyrir hvern setinn fund.  Varamenn í sveitarstjórn fái greitt 3% af þingfarakaupi fyrir hvern setinn fund.
 • Aðalmenn í byggðaráði fái greidda fasta mánaðarlega þóknun kr. 16.521 sem hækkar í samræmi við hækkun launavísitölu og taki verðbreytingu einu sinni á ári, 1. janúar ár hvert. Jafnframt fái þeir 3% af þingfarakaupi eins mánaðar fyrir hvern setinn fund.  Formaður fái greidda tvöfalda þóknun fyrir hvern fund.  Varamenn í byggðaráði fái greitt 3% af þingfarakaupi fyrir hvern setinn fund.
 • Skoðunarmenn ársreikninga fái greitt 4% af eins mánaðar þingfarakaupi á ári fyrir sín störf.
 • Fulltrúar í öðrum nefndum Bláskógabyggðar, skv. samþykktum sveitarfélagsins, fái greitt 1,5% af þingfarakaupi eins mánaðar fyrir hvern setinn fund. Formaður fái greidda tvöfalda þóknun fyrir hvern fund.
 • Veitustjórn ákveður nefndarlaun fyrir fulltrúa í stjórn.
 • Oddviti og sveitarstjóri fá ekki greitt sérstaklega fyrir fundarsetu.
 • Akstur er almennt ekki greiddur vegna fundarhalda innan sveitarfélagsins. Þó er gert ráð fyrir því að jafna ferðakostnað innan sveitarfélagsins vegna fundarhalda með því að akstur umfram 300 km á ári verður styrktur skv. aksturstaxta RSK.  Til þess að fá akstur greiddan og kostnað vegna funda utan sveitarfélagsins þarf viðkomandi að vera sérstaklega kjörinn fulltrúi sveitarfélagsins á þeim fundi.

 

 1. Girðingar um Laugarvatn, í tengslum við uppbyggingu Lyngdalsheiðarvegar.

Halldór Karl Hermannsson, sviðstjóri þjónustu- og framkvæmdasviðs, mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið.

Umræða varð um áætlaðar framkvæmdir, framkvæmdahraða og kostnað við uppsetningu girðingar um Laugarvatn.  Halldór Karl lagði fram forsendur vegna þessara verkefna sem lagðar voru til grundvallar framkvæmdaáætlunar Bláskógabyggðar.  Jafnframt kynnti hann forsendur kostnaðarútreikninga.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að eiga viðræður við Vegagerðina um frágang girðinga með nýjum Lyngdalsheiðarvegi.

 

 1. Umsókn um byggingarlóð, iðnaðarlóð í Lindarskógum á Laugarvatni.

Lögð fram umsókn frá Atla Ólafssyni kt. 211257-5639, en hann hafði fengið áður úthlutað lóðinni Lindarskógur 11.  Í ljós kom þegar hann hugðist hefja framkvæmdir á lóðinni að lóðin var óbyggingarhæf.  Sækir Atli um annað hvort lóð nr. 3 eða 5 í skiptum fyrir lóð nr. 11.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að skipta á lóðum við Atla og sveitarstjóra falið að úthluta honum lausri byggingarlóð í Lindarskógum sem hentar sem best hans byggingaráformum.

 

 1. Bréf vegna erindis/kæru Íslenska Gámafélagsins til Samkeppnisstofnunar og Úrskurðarnefndar um hollustuhætti og mengunarvarnar; sorphirða:

7.1.      Bréf Samkeppnisstofnunar til JP lögmanna, dags. 22. júní 2010.

Lagt fram bréf Samkeppnisstofnunar til JP lögmanna, þar sem óskað er eftir upplýsingum frá Grímsnesi- og Grafningshreppi og Bláskógabyggð í tengslum við athugasemdir Íslenska gámafélagsins ehf.

7.2.      Bréf JP lögmanna til Samkeppnisstofnunar, dags. 7. júlí 2010.

Lagt fram bréf JP lögmanna, fyrir hönd Grímsnes- og Grafningshrepps, til Samkeppnisstofnunar vegna fram kominna athugasemda Íslenska gámafélagsins ehf.  Vísað er til bókunar byggðaráðs á 103. fundi 5. lið ásamt bókunar sveitarstjórnar á 115. fundi, dagskrárliði 9.4 og 9.5.

7.3.      Bréf JP lögmanna til Úrskurðarnefndar, dags. 13. júlí 2010.

Lagt fram bréf JP lögmanna, fyrir hönd Grímsnes- og Grafningshrepps og Bláskógabyggðar, vegna kæru Íslenska gámafélagsins ehf.  Vísað er til bókunar byggðaráðs á 103. fundi 5. lið ásamt bókunar sveitarstjórnar á 115. fundi, dagskrárliði 9.4 og 9.5.

Sveitarstjóra og formanni byggðaráðs falið að vinna áfram að úrlausn og viðbrögðum við úrskurð Úrskurðarnefndar í samráði við sviðstjóra þjónustu- og framkvæmdasviðs Bláskógabyggðar og JP lögmenn.

 

 1. Innsend bréf og erindi:

8.1.       Tölvuskeyti frá nefndarsviði Alþingis; umsögn um mál 660, frumvarp til laga um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða.

Lagt fram tölvuskeyti frá nefndarsviði Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um verndar-  og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða.  Umræða var um framlagt frumvarp og áhrif þess á skipulagsvald sveitarfélaga.  Sveitarstjóra falið að skila inn athugasemdum í samræmi við umræðu fundarins, sem lýtur að skipulagsvaldi sveitarfélaga.

8.2.       Bréf frá Skólahreysti, móttekið 14. júlí 2010; styrkbeiðni.

Lagt fram bréf frá Skólahreysti þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna framkvæmd íþróttakeppninnar.  Byggðaráð telur að sveitarsjóður hafi ekki tök á að veita fjármagni til verkefnisins og hafnar því erindinu samhljóða.

8.3.       Bréf Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur dags. 10. júlí 2010; styrkbeiðni.

Lagt fram bréf Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna byggingar húsnæðis til að hýsa starfsemi stofnunarinnar.  Byggðaráð telur að sveitarsjóður hafi ekki tök á að veita fjármagni í verkefnið og hafnar því samhljóða.

 

 1. Efni til kynningar:

9.1.       Bréf Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 5. júlí 2010; boðun landsþings.

9.2.       Bréf sambands ísl. sveitarfélaga, dags.13. júlí 2010; námskeið um lýðræði.

9.3.       Bréf Sýslumannsins á Selfossi dags. 6. júlí 2010; umsókn um rekstrarleyfi.

9.4.       Bréf Skipulagsstofnunar dags. 16. júní 2010; breyting aðalskipulags Þingvallasveitar – Mjóanes.

9.5.       Kynning á fyrirhuguðum breytingum á regluverki Jöfnunarsjóðs í tveimur áföngum.

9.6.       Tölvuskeyti SASS, dags. 29. júní 2010; tímasetning ársþings SASS 2010.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:15.