105. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

þriðjudaginn 6. október 2009, kl 15:00

í Fjallasal, Aratungu

 

Mætt voru:

Margeir Ingólfsson oddviti, Drífa Kristjánsdóttir, Þórarinn Þorfinnsson, Sævar Ástráðsson sem varamaður Jóhannesar Sveinbjörnssonar, Jens Pétur Jóhannsson, Snæbjörn Sigurðsson og Kjartan Lárusson.  Einnig var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri,  sem ritaði fundargerð.

 

Oddviti lagði til dagskrárbreytingu, að inn komi nýr dagskrárliður 3.2.  Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir byggðaráðs:

1.1. Fundargerð 94. fundar byggðaráðs Bláskógabyggðar.
Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

2.1.    Fundargerð fræðslunefndar Bláskógabyggðar, dags. 28. september 2009.
Samþykkt samhljóða.

 

  1. Skipulagsmál:

3.1. Tillaga að breytingu aðalskipulags Þingvallasveitar 2004-2016; Mjóanes.

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Þingvallasveitar 2004-2016 í landi Mjóaness. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir að um 2 ha svæði við Mjóuvík breytist úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð.

Samþykkt að kynna tillöguna skv. 1. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga.

Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu að ræða og samþykkir hana skv. 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga, og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

3.2. Tillaga að breytingu deiliskipulags fyrir verslunar- og þjónustusvæði í Reykholti.

Lögð fram eftir auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis í Reykholti. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir fimm nýjum lóðum sunnan við Bjarnabúð með aðkomu frá Skólavegi. Í bréfi Skipulagsstofnunar dags. 30. september 2009 er gerð athugasemd við að í greinargerð breytingarinnar komi ekki fram hvort sömu skilmálar eigi að gilda um þessar lóðir og aðrar verslunar- og þjónustulóðir skv. deiliskipulagi sem samþykkt var 2. júní 2009.

Nú er lagður fram lagfærður breytingaruppdráttur þar sem fram koma sömu skilmálar og gilda fyrir aðrar verslunar- og þjónustulóðir á svæðinu, m.a. að nýtingarhlutfall lóðanna megi vera allt að 0,75, að húsin megi vera eins til tveggja hæða, mænishæð 10 m og þakhalli á bilinu 0 – 45 gráður.

Samþykkt skv. 25. gr. skipulags-  og byggingarlaga og felur skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

 

  1. Framtíðarnýting Héraðsskólahússins á Laugarvatni.
    Lögð fram drög að húsaleigusamningi, þar sem Fasteignir ríkisins býður Bláskógabyggð að taka á leigu Héraðsskólahúsið á Laugarvatni. Sveitarstjórn ræddi um framlögð drög að húsaleigusamningi og hafnar tilboðinu eins og það liggur fyrir.
    Sveitarstjórn Bláskógabyggðar felur oddvita og sveitarstjóra að ræða við menntamálaráðuneytið og Fasteignir ríkisins um framtíðarnýtingu hússins og hugsanlega aðkomu Bláskógabyggðar.

  2. Drög að samning um sölu eignarhluta Bláskógabyggðar í Hlöðuvallarskála.
    Lögð fram og kynnt drög að samningi um sölu eignarhluta Bláskógabyggðar í Hlöðuvallarskála. Kaupandi er Ferðafélag Íslands.  Í fyrirliggjandi samningi er tryggður nýtingarréttur fjallmanna þegar leitir standa yfir á afrétti.  Jafnframt skuldbindur Ferðafélag Íslands sig að byggja upp skálann og aðstöðu fyrir hesta í samráði við sveitarfélagið.
    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að samningi og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Bláskógabyggðar.

  3. Staða sveitarsjóðs Bláskógabyggðar 31. ágúst 2009; árshlutauppgjör.
    Lagt fram árshlutauppgjör fyrir sveitarsjóð Bláskógabyggðar fyrir tímabilið 1. janúar – 31. ágúst 2009. Fram kemur að A-hlutinn skilar jákvæðri niðurstöðu að upphæð kr. 8.505.669  og niðurstaða samstæðu er jákvæð að upphæð kr. 16.055.099.  Mesta frávik í milliuppgjöri er hækkun fjármagnskostnaðar, en 31. ágúst er hann orðin 89% af  þeim kostnaði sem áætlaður var fyrir allt árið.

  4. Innsend bréf og erindi:

7.1. Bréf  Guðrúnar Sveinsdóttur og Þorsteins Þórarinssonar, dags. 28. september 2009; Vegholt 6, Reykholti.
Lagt fram bréf Guðrúnar og Þorsteins dags. 28. september 2009 þar sem óskað er eftir að nýta lóðina Vegholt 6, Reykholti, sem þau hafa fengið úthlutað, til geymslu á vinnuskúrum og byggingarefni.  Jafnframt kemur fram í bréfinu að fyrirhugaðar byggingarframkvæmdi á lóðinni munu frestast um sinn.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að veita umbeðna heimild til eins árs í senn. Sveitarstjórn leggur áherslu á góða umgengni á lóðinni.

7.2. Bréf Háskólafélags Suðurlands, dags. 28. september 2009; ályktun stjórnar.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar tekur undir ályktun stjórnar Háskólafélags Suðurlands og hvetur stjórnvöld til að endurskoða áform sín um niðurfellingu á fjárframlögum til Rannsóknarmiðstöðvar í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi í frumvarpi til fjárlaga 2010.

 

  1. Erindi til kynningar.

               Starfsskýrsla 2008 – 2009, stöðumat á starfi Leikskólans Gullkistu Laugarvatni.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:20.