105. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 26. ágúst 2010 kl. 15:15.

 

Mætt: Helgi Kjartansson, formaður, Jóhannes Sveinbjörnsson, Margeir Ingólfsson, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

Helgi Kjartansson, formaður byggðaráðs, setti fund og lagði fram tillögu að dagskrárbreytingu, að inn komi þrír nýir liðir 1.3, 2.6 og 5.5.  Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.       26. fundur skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps ásamt 48. og 49. afgreiðslufundum  byggingarfulltrúa.

Afgreiðslu 4. liðar fundargerðar 26. fundar skipulagsnefndar frestað en fundargerðin staðfest samhljóða að öðru leyti.

1.2.       6. verkfundur vegna sorphirðu í Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samþykkt samhljóða.

1.3.       7. verkfundur vegna sorphirðu í Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.       52. fundur Héraðsnefndar Árnesinga.

2.2.       167. fundur Héraðsráðs, Héraðsnefndar Árnesinga.

2.3.       435. stjórnarfundur SASS.

2.4.       294. fundur stjórnar AÞS,

2.5.       122. stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands.

2.6.       192. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

 

  1. Sorphirða í Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi.

Halldór Karl Hermannsson, sviðstjóri þjónustu- og framkvæmdasviðs Bláskógabyggðar, mætti til fundar og sat fund undir dagskrárliðum 3 og 4.

Lagt fram minnisblað/tillögur um framkvæmd sorphirðu ásamt útreikningum þar sem lagt er til lausnir til að koma til móts við niðurstöður úrskurðarnefndar um sorphirðu hjá frístundahúsasvæðum.  Jafnframt var höfð til hliðsjónar fundargerð 7. verkfundar um sorphirðu hjá Grímsnes- og Grafningshreppi og Bláskógabyggð.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að vinna að lausnum byggðum á tillögu tvö sbr. fundargerð 7. verkfundar dagskrárlið 2, og felur sveitarstjóra og sviðstjóra þjónustu- og framkvæmdasviðs að vinna að því máli í samstarfi við Grímsnes- og Grafningshrepp.

 

  1. Verklagsreglur fyrir félagsheimilið Aratungu.

Lagðar fram tillögur að verklagsreglum fyrir félagsheimilið Aratungu ásamt textalýsingu á þjónustu mötuneytis Aratungu.  Halldór Karl gerði grein fyrir tillögunum og varð umræða um þær.
Byggðaráð vísar fyrirliggjandi tillögu til afgreiðslu á næsta fundi sveitarstjórnar.

Halldór Karl Hermannsson vék af fundi.

 

 

 

  1. Innsend bréf og erindi:

5.1.       Bréf Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, dags. 10. ágúst 2010; þörungablómi í Hrosshagavík.
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Suðurlands þar sem greint er frá vettvangsferð fulltrúa heilbrigðiseftirlits í Hrosshagavík vegna tilkynningar um þörungablóma.  Niðurstaða Heilbrigðiseftirlitsins er að ekki sé hægt að álykta að eituráhrif verði af blómanum og ekki sé ástæða til sýnatöku eða annarra aðgerða að hálfu eftirlitsins.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að senda umhverfisnefnd afrit af bréfi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

5.2.       Bréf fjallskilanefndar Biskupstungna, dags. 16. ágúst 2010; meðferð óskilafjár.
Lagt fram bréf fjallskilanefndar Biskupstungna þar sem óskað er eftir umræðu hjá sveitarstjórn um meðferð óskilafjár í sveitarfélaginu.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela formanni byggðaráðs og sveitarstjóra að funda með fulltrúum fjallskilanefndar ásamt fulltrúa MAST til að finna réttan farveg fyrir meðferð óskilafjár sem kemur fram í heimalöndum.

5.3.       Minnisblað Gunnars Þorgeirssonar dags. 16. ágúst 2010; félagsþjónusta Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.
Lagt fram minnisblað Gunnars Þorgeirssonar þar sem óskað er eftir umboði aðildarsveitarfélaga að Félagsþjónustu Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, til handa oddvita Grímsnes- og Grafningshrepps til að fara í viðræður við nágrannasveitarfélög í Árnessýslu um mögulegt samstarf til eflingar félagsþjónustunnar.  Byggðaráð samþykkir að veita umbeðið umboð fyrir hönd Bláskógabyggðar.

5.4.       Tölvuskeyti Sumarhjálparinnar, dags. 23. júlí 2010; styrkbeiðni.
Lagt fram tölvuskeyti Sumarhjálparinnar þar sem óskað er eftir fjárstyrk til stuðnings við starf félagsins.
Byggðaráð telur að sveitarsjóður hafi ekki tök á að veita fjármagni í verkefnið og hafnar því samhljóða.

5.5.       Tölvuskeyti Ólafs Arnar Haraldssonar, þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum, þar sem óskað er eftir að settur verður starfshópur til þess að vinna yfirlit yfir frárennslis- og vatnsöflunarmál umhverfis Þingvallavatn.  Lagt er til að þetta verði samstarfsverkefni Þjóðgarðsins, Bláskógabyggðar, Grímsnes- og Grafningshrepps og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.  Byggðaráð tekur undir þau sjónarmið sem koma fram í skeytinu og tilnefnir Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóra þjónustu- og framkvæmdasviðs Bláskógabyggðar í starfshópinn.

 

  1. Efni til kynningar:

6.1.       Umsögn Bláskógabyggðar um frumvarp til laga um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða, mál 660.

6.2.       Bréf Fornleifaverndar ríkisins, dags. 21. júlí 2010; deiliskipulag tjaldsvæðis á Laugarvatni.

6.3.       Bréf Reynis Bergsveinssonar, móttekið 6. ágúst 2010; skýrsla um minkaveiðar.

Erindinu frestað þar til afstaða annarra sveitarfélaga liggur fyrir.

6.4.       Bréf  SASS, dags. 17. ágúst 2010; ársþing SASS.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00.