106. fundur

 1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

þriðjudaginn 10. nóvember 2009, kl 15:00

í Fjallasal, Aratungu

 

Mætt voru:

Margeir Ingólfsson oddviti, Drífa Kristjánsdóttir, Þórarinn Þorfinnsson,  Jóhannes Sveinbjörnsson, Jens Pétur Jóhannsson, Snæbjörn Sigurðsson og Kjartan Lárusson.  Einnig  var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri,  sem ritaði fundargerð.

 

Oddviti lagði til dagskrárbreytingu, að inn komi nýr dagskrárliður 5.  Samþykkt samhljóða.

 

 1. Fundargerðir byggðaráðs:

1.1. Fundargerð 95. fundar byggðaráðs Bláskógabyggðar.
Bókun vegna liðar 4.1 og 4.2:

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hvetur til þess að stjórn Sorpstöðvar Suðurlands leiti samkomulags við Sorpu þannig að öll sveitarfélög á starfssvæði Sorpstöðvar Suðurlands geti losnað við sitt sorp sem þarfnast urðunar til Sorpu, óháð því hvaða fyrirkomulag þau hafa um sorphirðingu.

Bókun vegna liðar 11.6:

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að senda svör við spurningum til Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins í samræmi við umræður á fundinum.

Bókun vegna liðar 11.8:

Lögð fram umsögn Arndísar Jónsdóttur, skólastjóra Grunnskóla Bláskógabyggðar.  Í samræmi við umsögn skólastjóra samþykkir sveitarstjórn að uppsögn Bjarna Sveinssonar frá 14. maí 2009 standi, skv. bókun byggðaráðs dags. 26. maí 2009, og starfslok hans verði 31. desember 2009.Kjartan Lárusson situr hjá þar sem hann er starfsmaður skólans.

Bókun vegna liðar 12.7:

Fyrir hönd Markaðsstofu Suðurlands óskar Ólafur Hilmarsson eftir rekstrarframlagi sem nemur kr. 350 á hvern íbúa Bláskógabyggðar til að tryggja rekstur og uppbyggingu markaðsstofunnar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita umbeðinn rekstrarstyrk með fyrirvara um að samstaða náist um verkefnið hjá sveitarfélögum á Suðurlandi.

Að öðru leyti er fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

 1. Fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar:

2.1.             Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2009.
Lögð fram tillaga að endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2009.  Sveitarstjóri gerði grein fyrir forsendum endurskoðunar. Helstu lykiltölur samstæðureiknings endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar eru:

Tekjur:                                                      721.886.000

Gjöld:                                                        659.046.000

Fjármagnskostnaður:                             80.504.000

Rekstrarniðurstaða:                               -17.663.000

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun og felur sveitarstjóra að koma upplýsingum um breytta fjárhagsáætlun til viðeigandi aðila.

2.2.             Drög að fjárhagsáætlun 2010.

Lagðar fram hugmyndir að forsendum fjárhagsáætlunar 2010 ásamt drögum að bréfi til stjórnenda stofnana sveitarfélagsins.  Frumdrög að fjárhagsáætlun 2010 (rammaáætlun) lögð fram til kynningar.

 

 

 1. Ákvörðun um álagningarhlutfall útsvars 2010.
  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að álagningarhlutfall útsvars í Bláskógabyggð fyrir árið 2010 verði óbreytt, eða 13,28% af útsvarsstofni.

 

 1. Sorphirða:

4.1.             Drög að nýrri samþykkt um sorphirðu og sorpeyðingu (fyrri umræða).
Lögð fram drög að nýrri samþykkt  um sorphirðu og sorpeyðingu í Bláskógabyggð.  Umræða varð um fyrirliggjandi tillögu að nýrri samþykkt.  Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, áður en seinni umræða í sveitarstjórn á sér stað.

4.2.             Drög að nýrri gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu.

Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóri Þjónustu- og framkvæmdasviðs Bláskógabyggðar, mætti á fundinn undir þessum lið.

Lögð fram drög að nýrri gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Bláskógabyggð.  Einnig voru kynntar forsendur fyrir gjaldskránni. Umræða varð um fyrirliggjandi tillögu að nýrri gjaldskrá. Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, áður en seinni umræða í sveitarstjórn á sér stað.

Kynnt voru drög að reglum, annars vegar um verklag og þjónustu annarra þjónustuaðila en þjónustuverktaka sveitarfélagsins, og hins vegar um samhirðingu þjónustuverktaka hjá íbúðarhúsnæði og rekstraraðilum.  Endanleg útfærsla þessara reglna verður lögð fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu við síðari umræðu og afgreiðslu samþykktar og gjaldskrár fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Bláskógabyggð.

 

 1. Skipulagsmál:

Lagðar fram að lokinni kynningu skv. 1. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga eftirtaldara breytingar á aðalskipulagi í Bláskógabyggð.

 

 1. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í landi Einiholts 3. Í breytingunni felst að um 120 ha svæði úr landi Einiholts 3, sem liggur austan og norðan við áður skipulagt frístundabyggðarsvæði, breytist úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð.

 

 1. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 við Kotstún á Laugarvatni. Í breytingunni felst að um 8,7 h svæði sem í gildandi skipulagi er skilgreint sem landbúnaðarsvæði breytist í svæði með blandaða landnotkun verslunar- og þjónustusvæðis og athafnasvæðis.

 

 1. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 í landi Austureyjar 2. Í breytingunni felst að um 3,2 ha svæði nyrst á Skógarnesi breytist úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð og jafnframt er gert ráð fyrir að jafnstórt svæði við Krossholtsmýri breytist úr frístundabyggð í landbúnaðarsvæði.

 

 1. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Þingvallasveitar 2004-2016 í landi Mjóaness. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir að um 2 ha svæði við Mjóuvík breytist úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð.

 

Með auglýsingu sem birtist í Fréttablaðinu og Dagskránni 22. október 2009 kom fram að ofangreindar tillögur væru til kynningar skv. 1.mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga og að þær mætti nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins og hjá skipulagsfulltrúa auk þess sem þær voru aðgengilegar á vefnum. Fram kom að tillögurnar væru til kynningar til 2. október sl.

Samþykkt samhljóða að auglýsa ofangreindar tillögur skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00.