106. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 7. október 2010 kl. 15:15.

 

Mætt: Helgi Kjartansson, formaður, Jóhannes Sveinbjörnsson, Margeir Ingólfsson, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.       27. fundur skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps ásamt 50., 51. og 52. afgreiðslufundum  byggingarfulltrúa.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

1.2.       127. fundur félagsmálanefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

1.3.       128. fundur félagsmálanefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

1.4.       1. fundur atvinnu og ferðamálanefndar Bláskógabyggðar, dags. 27. sept. 2010.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

1.5.       1. fundur samgöngunefndar Bláskógabyggðar, dags. 22. sept. 2010.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

1.6.       3. fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar, dags. 29.sept 2010.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Með samþykkt þessarar fundargerðar og fyrri fundargerðar fræðslunefndar hefur sveitarstjórn samþykkt reglur og stefnumörkun um inntöku eins árs barna og náðarkorters.  Ekkert stendur því í vegi fyrir því að leikskólar starfi í dag eftir samþykktri stefnumörkun. Haga verður rekstri og rekstrarkostnaði í samræmi við gildandi fjárheimildir.  Sveitarstjórn hefur ekki aukið fjárheimildir til leikskólanna frá áður samþykktri fjárhagsáætlun og stjórnendur verða að taka tillit til þess í rekstri sinna stofnana. Afstaða til gjaldtöku og útfærslu vegna náðarkorters vísað  til sveitarstjórnar. Byggðaráð óskar eftir nánari upplýsingum um lið 2 úr grunnskólahluta fundargerðar fræðslunefndar og því vísað til sveitarstjórnar.

1.7.       3. fundur menningamálanefndar Bláskógabyggðar, dags. 30. sept. 2010.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

1.8.       37. fundur stjórnar Bláskógaveitu, dags. 30. sept. 2010.
Byggðaráð vísar 4. lið fundargerðarinnar til næsta fundar sveitarstjórnar. Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.       436. stjórnarfundur SASS.

2.2.       437. stjórnarfundur SASS.

2.3.       fundargerð 41. aðalfundar SASS.

2.4.       193. stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands.

2.5.       123. stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands.

2.6.       124. stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands.

2.7.       128. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

2.8.       86. fundur fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að vísa fundargerðinni til umræðu í sveitarstjórn.

2.9.       776. stjórnarfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2.10.     295. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands ásamt minnisblaði.

 

  1. Drög að árshlutareikningi Bláskógabyggðar, 31. ágúst 2010.

Sveitarstjóri kynnti drög að árshlutareikningi Bláskógabyggðar, 31. ágúst 2010.  Gerði hann grein fyrir lykiltölum sem fram koma í árshlutareikningnum.  Uppgjörið verður lagt fram á næsta fundi sveitarstjórnar sem haldinn verður 11. október n.k.

 

  1. Innsend erindi:

4.1.      Tilboð um kaup á myndum af byggðarkjörnum Bláskógabyggðar ásamt Biskupstungnaréttum.
Lagðar fram sýnishorn af myndum sem teknar eru úr lofti af byggðakjörnum Bláskógabyggðar ásamt Tungnaréttum. Jón Karl Snorrason hefur tekið þessar myndir og býður sveitarfélaginu til kaups.  Byggðaráð lýsir yfir áhuga á að fjárfesta í þessum myndum, en vísar afgreiðslu þess til fjárlagagerðar sveitarfélagsins fyrir rekstrarárið 2011.

4.2.      Bréf Björgunarsveitar Biskupstungna dags. 20. sept. 2010; réttarball.
Lagt fram bréf björgunarsveitarinnar þar sem óskað er eftir því að sveitin fái að halda árlegt réttarball í Aratungu haustið 2011.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela Björgunarsveit Biskupstungna að halda réttarballið í Aratungu á næsta ári.

4.3.      Bréf Bjargar Ingvarsdóttur, dags. 14. sept. 2010; kjör í atvinnu- og ferðamálanefnd.
Lagt fram bréf Bjargar Ingvarsdóttur þar sem hún segir sig úr atvinnu- og ferðamálanefnd. Byggðaráð beinir því til sveitarstjórnar að kosinn verði nýr fulltrúi í nefndina á næsta fundi sveitarstjórnar, sem haldinn verður þann 11. október n.k.

4.4.      Bréf Tónlistarskóla Árnesinga, dags. 8. sept. 2010; ósk um aukinn kennslukvóta.
Lagt fram bréf  Tónlistarskóla Árnesinga þar sem óskað er eftir auknum kennslukvóta. Byggðaráð samþykkir samhljóða að auka kennslukvótann sem nemur hálfri kennslustund og verði þessi aukakostnaður reiknaður inn við endurskoðun fjárhagsáætlunar 2010 og gerð fjárhagsáætlunar 2011.

4.5.      Bréf Umhverfisstofnunar, dags. 14. júlí 2010; ósk um umsögn vegna fyrirhugaðrar friðlýsingar á landspildu Ríkissjóðs á Geysissvæðinu.
Drífa Kristjánsdóttir, oddviti, mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið.

Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar um fyrirhugaða friðlýsingu á landspildu Ríkissjóðs á Geysissvæðinu.
Drífa gerði grein fyrir framkvæmdum við afmörkun göngustíga á hverasvæðinu að Geysi sem er á vegum Umhverfisstofnunar.  Jafnframt gerði hún grein fyrir samskiptum við Umhverfisstofnun sem lýtur að fyrirhugaðri friðlýsingu á landspildu Ríkissjóðs á Geysissvæðinu.

Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir að tillögu sinni að beðið verði með að friðlýsa þá landsspildu sem er eign ríkissjóðs á Geysissvæðinu.  Undanfarna mánuði hefur farið fram vinna og samráð rekstraraðila við Geysi, landeigenda, Umhverfisstofnunar, Ferðamálastofu og Bláskógabyggðar um Geysissvæðið og er hafin lagfæring á svæðinu. Oddviti Bláskógabyggðar hefur átt fundi við ráðherra um málefni Geysis og er verið að skoða málið og leita lausna í iðnaðarráðuneytinu. Stefnt er að því að reyna að ná samningum um allt svæðið.  Ætla má að friðlýsing lítils hluta Geysissvæðisins, sem er eign ríkisins, geti haft neikvæð áhrif á þá vinnu.  Byggðaráð Bláskógabyggðar mælir eindregið með því að friðlýsingu á landsspildu ríkisins verði frestað um sinn.

4.6.      Vinnuhópur um framtíðarskipan félagsþjónustunnar.
Lögð fram tillaga um stofnun vinnuhóps sem móti tillögur um framtíðarskipan í félagsþjónustu Uppsveita Árnessýslu, Hveragerðisbæ og Sveitarfélaginu Ölfusi.  Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir fyrir sitt leyti að þessi vinnuhópur verði settur á laggirnar skv. fyrirliggjandi tillögu, enda samrýmist það fyrri samþykkt byggðaráðs, 105. fundur 5.3. dagskrárliður, sem staðfest var af sveitarstjórn á 116. fundi hennar.

4.7.      Bréf Umhverfisstofnunar, dags. 10. sept. 2010; staðsetning sorpíláta.
Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar, þar sem óskað er eftir upplýsingum um viðbrögð við úrskurði úrskurðarnefndar um hollustuhætti og mengunarvarnir frá 22. júní s.l. sem varðar staðsetningu sorpíláta vegna þjónustu við  sumarhúsabyggðir í sveitarfélaginu.
Farið var yfir þau viðbrögð sem þegar hefur verið hrundið í framkvæmd.   Einnig voru lagðar fram hugmyndir um nýtt móttökusvæði sem hugsað er sem samvinnuverkefni við Grímsnes- og Grafningshrepp.
Sveitarstjóra var falið að svara bréfi Umhverfisstofnunar og gera grein fyrir þeim aðgerðum sem þegar hefur verið ráðist í vegna fyrirliggjandi úrskurðar.  Áfram verði unnið að hugmyndum með Grímsnes- og Grafningshreppi og niðurstöður kynntar fyrir sveitarstjórn Bláskógabyggðar þar sem endanleg afstaða og ákvörðun verður tekin um þátttöku í því verkefni.

4.8.      Bréf Máleflis, dags. 1. sept. 2010; talþjálfun barna.
Lagt fram bréf Máleflis þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvernig staðið er að þjónustu við börn og unglinga með tal- og málþroskaröskun í sveitarfélaginu.
Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að óska eftir umsögn skólastjóra leik- og grunnskóla sveitarfélagsins ásamt fræðslunefndar áður en erindinu verður svarað.

4.9.      Bréf Sorpstöðvar Suðurlands, dags. 27. ágúst 2010; nýr urðunarstaður á Suðurlandi.
Lagt fram bréf frá Sorpstöð Suðurlands þar sem kynntar eru hugmyndir um staðsetningu urðunarstaðs ásamt úrgangsmeðhöndlun. Óskað er eftir afstöðu sveitarfélaga til framlagðra hugmynda.
Byggðaráð Bláskógabyggðar bendir á að enginn af tilgreindum stöðum er innan Bláskógabyggðar, en þó hefur sveitarfélagið komið upp þremur móttökustöðvum innan sveitarfélagsins, sem eru mannaðar, þar sem flokkun úrgangs á sér stað.  Byggðaráð Bláskógabyggðar lýsir sig reiðubúið til að skoða allar hugmyndir sem lúta að auknu samstarfi á Suðurlandi sem lýtur að aukinni flokkun úrgangs með það að markmiði að minnka þörf á urðun úrgangs, aukinni endurvinnslu og endurnýtingu ásamt aukinni hagræðingu í rekstri þessarar þjónustu.

4.10.     Bréf Dogsledding ehf., dags. 20. ágúst 2010; beiðni um leyfi fyrir rekstur innan Bláskógabyggðar.
Lagt fram bréf Dogsledding ehf þar sem óskað er eftir leyfi fyrir rekstur fyrirtækisins í nágrenni Gullfoss og Geysis.
Byggðaráð óskar eftir nákvæmari upplýsingum um rekstur fyrirtækisins og hugmynda um staðsetningu.  Byggðaráð telur að ekki liggi fyrir nægjanlega skýrar hugmyndir um staðsetningu og aðbúnað með tilliti til starfsemi Dogsledding og samleið með þeirri ferðaþjónustu sem fyrir er á svæðinu.   Einnig vill byggðaráð benda á að nauðsynlegt er fyrir forsvarsmenn fyrirtækisins að hafa samráð við landeigendur þess svæðis sem hugmyndir eru um er varðar staðsetningu starfseminnar.

 

  1. Styrkbeiðnir:

5.1.       Bréf Leikdeildar ungmennafélags Biskupstungna, dags. 15. sept. 2010.
Helgi Kjartansson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Lagt fram bréf Leikdeildar ungmennafélags Biskupstungna þar sem óskað er eftir styrk á móti húsaleigu í Aratungu vegna æfinga og leiksýninga.  Um er að ræða styrk sem nemur kr. 306.680.  Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita leikdeildinni umbeðinn styrk á móti húsaleigu í Aratungu.

5.2.       Bréf sóknarnefnda í Skálholtsprestakalli, dags. 18. sept. 2010.
Lagt fram bréf frá sóknarnefndum í Skálholtsprestakalli þar sem óskað er eftir styrk á móti húsaleigu í Bergholti vegna fundarhalda.  Um er að ræða styrk sem nemur kr. 16.300. Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita sóknarnefndunum umbeðinn styrk á móti húsaleigu í Bergholti.

5.3.       Beiðni um styrk vegna sameiginlegs framboðsfundar í Aratungu þann 27. maí 2010.
Fyrir liggur beiðni um styrk á móti húsaleigu vegna sameiginlegs framboðsfundar í Aratungu í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga síðast liðið vor.  Um er að ræða styrk sem nemur kr. 22.999.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk á móti húsaleigu í Aratungu.

5.4.       Bréf Björgunarsveitar Biskupstungna, dags. 20. sept. 2010.
Lagt fram bréf Björgunarsveitar Biskupstungna þar sem óskað er eftir styrk á móti húsaleigu í Aratungu vegna réttarballs sem haldið var í haust.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita björgunarsveitinni styrk á móti húsaleigu í Aratungu vegna umræddrar skemmtunar.

5.5.       Bréf HSK, dags 7. sept. 2010.
Helgi Kjartansson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Lagt fram bréf HSK þar sem komið er á framfæri beiðni um kaup á bókinni HSK í 100 ár, sem stuðningur sveitarfélagsins við útgáfu bókarinnar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að keyptar verði tvær bækur til styrktar verkefninu.

5.6.       Bréf Kirkjugarðaráðs, dags. 10. sept. 2010; kirkjugarður Þingvöllum.
Lagt fram bréf Kirkjugarðaráðs, sem er ritað fyrir hönd sóknarnefndar Þingvallasóknar, þar sem óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu vegna endurbóta á umgjörð kirkjugarðsins á Þingvöllum.
Með tilliti til lögbundinna skyldna sveitarfélaga og viðmiðunarreglna þá samþykkir byggðaráð samhljóða að veita fjárstyrk að upphæð kr. 300.000 til þessa verks sem greiddur verði út á árinu 2011.  Tekið skal tillit til þessa fjárstyrks við gerð fjárhagsáætlunar Bláskógabyggðar fyrir rekstrarárið 2011.

5.7.       Bréf Ungmennafélags Biskupstungna, dags. 19. sept. 2010.
Helgi Kjartansson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Lagt fram bréf  Ungmennafélags Biskupstungna þar sem óskað er eftir styrk á móti húsaleigu, annars vegar vegna aðalfundar sem haldinn var í Bergholti að upphæð kr. 20.178 og hins vegar vegna húsaleigu í Aratungu frá árinu 2009 að upphæð kr. 14.000.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita ungmennafélaginu umbeðinn styrk á móti fyrrgreindri húsaleigu.

5.8.       Bréf Hestamannafélagsins Loga, Kvenfélags Biskupstungna og Leikdeildar Umf. Biskupstungna, dags. 22. sept. 2010.
Lagt fram bréf Hestamannafélagsins Loga, Kvenfélags Biskupstungna og Leikdeildar Umf. Biskupstungna þar sem óskar er eftir styrk á móti húsaleigu í Aratungu vegna árshátíðar félaganna sem haldin var 20. mars s.l.  Um er að ræða styrk að upphæð kr. 221.999. Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk á móti húsaleigu.

5.9.       Bréf Júlíönu Magnúsdóttur, dags. 28. sept. 2010.
Lagt fram bréf Júlíönu Magnúsdóttur þar sem óskað er eftir styrk sem nemur 50% af salarleigu í Bergholti vegna leikfimi fyrir konur.  Um er að ræða æfingar á tímabilinu 8. september til 29. nóvember 2010.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk.

5.10.     Bréf Bandalags íslenskra skáta; styrkur við „Látum Ljós okkar skína“.
Lagt fram bréf Bandalags íslenskra skáta þar sem óskað er eftir styrk fyrir verkefnið „Látum Ljós okkar skína“.  Þetta verkefni skátanna felst í því að öllum 6 ára börnum landsins er sendur endurskinsborði til að bera í skammdeginu ásamt sérstöku riti um öryggi barna í umferðinni.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að styrkja Bandalag íslenskra skáta um kr. 5.000 vegna þessa verkefnis.

 

  1. Efni til kynningar:

6.1.       Úrskurður úrskurðarnefndar um hollustuhætti og mengunarvarnir í máli nr. 5/2010.

6.2.       Bréf Skipulagsstofnunar, dags. 10. sept. 2010; ný skipulagsreglugerð.

6.3.       Greinargerð um málefni fatlaðra í kjölfar skýrslu ríkisendurskoðunar ásamt samantekt formanns verkefnastjórnar.

6.4.       Bréf  ALTA, dags. 20. sept. 2010; kynning m.t.t. skipulagsmála.

6.5.       Bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, dags. 24. sept. 2010; ráðningar starfsmanna.

6.6.       Bréf Velferðavaktarinnar, dags. 1. september 2010; ályktun í upphafi skólastarfs.

6.7.       Bréf mennta- og menningarmálaráðuneytis, dags. 3. sept. 2010; velferð og vellíðan í skólum.

 

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:50.