107. fundur

 1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

þriðjudaginn 8. desember 2009, kl 15:00

í Fjallasal, Aratungu

 

Mætt voru:

Margeir Ingólfsson oddviti, Drífa Kristjánsdóttir, Þórarinn Þorfinnsson,  Jóhannes Sveinbjörnsson, Jens Pétur Jóhannsson, Snæbjörn Sigurðsson og Kjartan Lárusson.  Einnig  var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri,  sem ritaði fundargerð.

 

 1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.             Fundargerð 96. fundar byggðaráðs Bláskógabyggðar.
Samþykkt samhljóða.

1.2.             Fundargerð 14. fundar fræðslufundar, sem haldinn var 7. desember 2009.
Samþykkt samhljóða.

 1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.             79. fundur fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu, ásamt fjárhagsáætlun 2010 og nýjum samþykktum fyrir BÁ.

2.2.             Fundargerð vegna opnunar tilboða í skólaakstur, dags. 4. desember 2009.

 1. Fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2010 ( fyrri umræða ).
  Lögð fram drög að fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2010 til fyrri umræðu. Valtýr gerði grein fyrir áætluninni og forsendum hennar.  Almennar umræður urðu um fram lagða áætlun.  Áætluninni vísað til síðari umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar sem verður í byrjun janúar 2010.  Sveitarstjóra falið að óska eftir fresti á skilum fjárhagsáætlunar til ráðuneytisins.

 

 1. Samþykktir fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Bláskógabyggð (síðari umræða).

Lögð fram tillaga að samþykktum fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Bláskógabyggð, til síðari umræðu og afgreiðslu.  Gerð var grein fyrir smávægilegum breytingum sem gerðar hafa verið á samþykktunum frá fyrri umræðu.  Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur tekið framlagða samþykkt ásamt tillögu að gjaldskrá vegna sorphirðu og sorpeyðingu til afgreiðslu á fundi sínum 3. desember s.l.  Heilbrigðiseftirlitið hefur samþykkt án athugasemda framlagða tillögu að samþykkt ásamt gjaldskrá.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða framlagða samþykkt fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Bláskógabyggð og felur sveitarstjóra að senda samþykktina til Umhverfisráðuneytisins til staðfestingar og auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda.

 

 1. Ákvörðun um álagningu gjalda fyrir árið 2010.
  5.1. Ákvörðun um álagningu fasteignagjalda.

Álagningarprósenta fasteignagjalda verði:

A       0,6% af fasteignamati á íbúðarhúsnæði, bílageymslur, geymsluhúsnæði, lönd og útihús í landbúnaði og sumarhús, allt með tilheyrandi lóðum.

B     1,32% af fasteignamati sjúkrastofnana skv. lögum um heilbrigðisþjónustu, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna, að meðtöldum lóðum og lóðarréttindum (með fyrirvara að reglugerð verði ekki breytt).

C     1,2% af fasteignamati allra annarra fasteigna með tilheyrandi lóðum, þó að undanskildum fasteignum í 0 flokki.

 

5.2.       Ákvörðun um viðmiðunarfjárhæðir vegna afsláttar af fasteignaskatti til fasteignaeigenda sem eru 67 ára og eldri, eða 75% öryrkjar eða meira, og eiga lögheimili í viðkomandi fasteign.

Tekjuviðmiðun til elli- og örorkulífeyrisþega vegna lækkunar fasteignaskatts fyrir árið 2010 er eftirfarandi fyrir einstakling, sbr. samþykkt frá 4. desember 2007:

Lækkun                                                                          kr.                        kr.

100%        Sameiginlegar tekjur allt að                                                    1.960.000

80%          Sameiginlegar tekjur frá                         1.960.000     til       2.170.000

50%          Sameiginlegar tekjur frá                         2.170.000     til       2.400.000

25%          Sameiginlegar tekjur frá                         2.400.000     til       2.650.000 

 

Tekjuviðmiðun til elli- og örorkulífeyrisþega í sambúð og með samsköttun, sbr. samþykkt frá 4. desember 2007:

Lækkun                                                                          kr.                        kr.

100%        Sameiginlegar tekjur allt að                                                    3.920.000

80%          Sameiginlegar tekjur frá                         3.920.000     til       4.340.000

50%          Sameiginlegar tekjur frá                         4.340.000     til       4.800.000

25%          Sameiginlegar tekjur frá                         4.800.000     til       5.300.000

 

5.3.       Ákvörðun um álagningu vatnsgjalds.

Vatnsgjald verði 0,4% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins, sbr ákv. 7. gr. laga nr. 81/1991 m.br.skv ákv. 3. gr. laga nr. 149/1995.
Hámarksálagning verði kr. 22.145.- á sumarhús og íbúðarhús.  Fyrirtæki sem safna vatni í eigin miðlun fái 30% lækkun á vatnsskatti.  Lágmarksálagning vegna tengingar við vatnsveitur sveitarfélagsins verði kr. 10.000, og er ekki bundin við að húsnæði hafi verið tengt veitu.

 

5.4.       Ákvörðun um gjaldskrá vegna sorphirðu og sorpeyðingu.

Álagning vegna meðhöndlunar úrgangs, þ.e. sorphirðing og sorpeyðing, verði breytt í samræmi við nýja samþykkt um sorphirðu og sorpeyðingu í Bláskógabyggð og meðfylgjandi tillögu að breytingu gjaldskrár 258/2009.  Sveitarstjóra falið að auglýsa gjaldskrána í B-deild Stjórnartíðinda.

Eftirfarandi einingarverð eru birt í gjaldskránni:

 

Sorphirðugjald af öllu íbúðarhúsnæði í Bláskógbyggð:

Ílátastærð                        Grátunna                         Blátunna

240 lítra                          10.729 kr.                         4.653 kr.

660 lítra                          30.959 kr.                       14.246 kr.

1.100 lítra                       50.881 kr.                       23.026 kr.

Grátunna:  Hirðing á 14 daga fresti.

Blátunna:  Hirðing á 42 daga fresti.

 

Sorpeyðingargjald:

Íbúðarhúsnæði                                                      11.734 kr.

Frístundahúsnæði                                                   5.592 kr.

Lögbýli                                                                       4.301 kr.

Smærri fyrirtæki                                                     8.603 kr.

Stærri fyrirtæki                                                       8.603 kr.

 

Gjaldtaka á móttökustöð miðast við m3 þess úrgangsmagns sem afsett er. Allur úrgangur er gjaldskyldur við afsetningu nema brotamálmar og úrgangur sem ber úrvinnslugjald Úrvinnslusjóðs. Húsráðanda er heimilt að afsetja á sjö daga fresti heimilisúrgangur allt að 2 m3 án gjaldtöku. Gjaldtakan er að lágmarki 0,25 m3 og hleypur á 0,25 m3 eftir það.

Móttökugjald á einn m3   4.000 kr.

 

5.5.       Ákvörðun um gjaldskrá vegna fráveitu og hreinsun rotþróa.

Gjaldskrá fyrir fráveitu og hreinsun rotþróa í Bláskógabyggð, verði breytt í samræmi við fram lagða tillögu að breytingu gjaldskrár 257/2009.  Sveitarstjóra falið að auglýsa gjaldskrána í B-deild Stjórnartíðinda.

Ný gjaldskrá gerir ráð fyrir að álagningarhlutfall fráveitugjalds og tengigjalds verði  óbreytt. Árlegt gjald fyrir tæmingu rotþróa þriðja hvert ár, minni en 6000 lítra verði 6.000 kr.  Fyrir rotþrær stærri en 6000 lítra verði gjaldið 1.600 kr./ m3.  Árlegt gjald fyrir tæmingu rotþróa annað hvert ár, minni en 6000 lítra verði 8.250 kr. Fyrir rotþrær stærri en 6000 lítra verði gjaldið 2.400 kr./ m3.   Aukalosun á rotþró verður 18.000 kr.
Sjá meðfylgjandi tillögu að breytingu gjaldskrár nr. 257/2009.

 

5.6.       Ákvörðun um lóðarleigu.

Lóðarleiga verði 0,7% af fasteignamati lóðar.

 

5.7.       Ákvörðun um hækkun leikskólagjalda.

Leikskólagjöld hækki 1. janúar 2010 sem nemur 5%.

 

5.8.       Ákvörðun um breytingu gjaldskrár mötuneytisins í Aratungu og útleigu á húsnæði Aratungu og Bergholts.

Gjaldskrá mötuneytisins í Aratungu hækki 1. janúar 2010 sem nemur 9%.  Leigufjárhæð fyrir húsnæði Aratungu og Bergholts hækkar í samræmi við verðbreytingu, sbr. framlagða tillögu að gjaldskrá frá 1. janúar 2010.

 

Gjöld liða 5.1, 5.3, 5.4, 5.5 og 5.6 verði innheimt með 6 gjalddögum mánaðarlega frá 15. febrúar 2010. Eindagar eru 30 dögum eftir gjalddaga.

 

 1. Skipulagsmál:

6.1.             Lóðarblað fyrir sumarhúsalóðir Stóra-Smáholts í landi Galtalækjar.
Sveitarstjórn gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi lóðarblað, og samþykkir það fyrir sitt leyti.

6.2.             Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012; hesthúsahverfi.
Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 innan þéttbýlisins á Laugarvatni. Í breytingunni felst að opið svæði til sérstakra nota á norðaustur hluta svæðisins stækkar til suðvesturs yfir svæði sem í gildandi skipulagi er skilgreint sem íbúðarsvæði og svæði fyrir verslun- og þjónustu. Ástæða breytingarinnar eru breyttar forsendur varðandi uppbyggingu hesthúsasvæðisins.

Samþykkt að kynna breytinguna skv. 1.mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

 1. Erindi frá nefndarsviði Alþingis vegna frumvarps til laga um sveitarstjórnarlög (15. mál).
  Lagt fram skeyti frá nefndarsviði Alþingis vegna frumvarps til laga um sveitarstjórnarlög.Sveitarstjórn tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

 

 1. Drög að innkaupareglum fyrir Bláskógabyggð.
  Lögð fram drög að innkaupareglum fyrir Bláskógabyggð. Umræða varð um fyrirliggjandi drög. Sveitarstjórn samþykkir að taka umrædd drög til lokaafgreiðslu á næsta fundi sveitarstjórnar í byrjun janúar n.k.

 

 1. Drög að starfsmannastefnu Bláskógabyggðar.
  Lögð fram drög að starfsmannastefnu fyrir Bláskógabyggð. Umræða varð um fyrirliggjandi drög. Sveitarstjórn samþykkir að taka umrædd drög til lokaafgreiðslu á næsta fundi sveitarstjórnar í byrjun janúar n.k.

 

 1. Drög að jafnréttisáætlun Bláskógabyggðar.
  Lögð fram drög að jafnréttisáætlun fyrir Bláskógabyggð. Umræða varð um fyrirliggjandi drög.Sveitarstjórn samþykkir að taka umrædd drög til lokaafgreiðslu á næsta fundi sveitarstjórnar í byrjun janúar n.k.

 

 1. Erindi Umhverfisstofnunar, dags. 1. desember 2009; stækkun friðlandsins í Þjórsárverum.

Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar þar sem lýst er áformum ríkisstjórnar Íslands um stækkun friðlands í Þjórsárverum.  Einnig kemur fram í bréfinu að Umhverfisstofnun hafi borist óformlegar ábendingar um að Hofsjökull allur ætti að vera innan friðlandsins og tengja með þeim hætti friðlandið í Guðlaugstungum við Þjórsárverin.  Vegna þeirra hugmynda óskar Umhverfisstofnun eftir að stofnaður verði vinnuhópur um stækkun friðlands í Þjórsárverum og að Bláskógabyggð tilnefni fulltrúa í vinnuhópinn.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að tilnefna Margeir Ingólfsson og Valtý Valtýsson til vara sem fulltrúa Bláskógabyggðar.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00.