107. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 28. október 2010 kl. 15:15.

 

Mætt: Helgi Kjartansson, formaður, Jóhannes Sveinbjörnsson, Sigurlína Kristinsdóttir sem varamaður Margeirs Ingólfssonar, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.       28. fundur skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps ásamt 53. afgreiðslufundi  byggingarfulltrúa.
Staðfest samhljóða.

1.2.       129. fundur félagsmálanefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.
Staðfest samhljóða.

1.3.       Aðalfundur skipulags- og byggingafulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps bs, dags. 19. október 2010.

1.4.       2. fundur æskulýðsnefndar Bláskógabyggðar, dags. 20. október 2010.
Staðfest samhljóða.

1.5.       38. fundur stjórnar Bláskógaveitu, dags. 20. október. 2010.
Staðfest samhljóða.

1.6.       Fundargerð fjallskilanefndar Laugardals, dags. 23. ágúst 2010.
Staðfest samhljóða.
Sveitarstjóra falið að gera greinargerð um álagningu fjallskila á fjárlausar jarðir.  Þar verði fjallað um lögmæti þess að ekki verði lögð fjallskil á fjárlausar jarðir eða álagningu jafnað að hluta til á landverð jarða.  Greinargerðin verði síðan lögð fyrir sveitarstjórn til umsagnar.
Byggðaráð tekur vel í hugmyndir um nýja lögrétt við Kringlumýri.  Formanni byggðaráðs og oddvita sveitarstjórnar falið að ræða við forsvarsmenn Grímsneshrepps um þessa hugmynd. Niðurstaða viðræðna verði síðan lögð fyrir sveitarstjórn.

1.7.       Fundargerð fjallskilanefndar Laugardals, dags. 25. ágúst 2010.
Staðfest samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.       194. stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands.

2.2.       195. stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands.

2.3.       777. stjórnarfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2.4.       778. stjórnarfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2.5.       779. stjórnarfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

  1. Endurskoðun fjárhagsáætlunar Bláskógabyggðar 2010 (Umræða).

Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóri þjónustu- og framkvæmdasviðs, mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið.

Forsendur endurskoðunar fjárhagsáætlunar Bláskógabyggðar 2010, ásamt viðhalds- og framkvæmdaáætlun ræddar.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar mun taka til afgreiðslu endurskoðun fjárhagsáætlunar Bláskógabyggðar á næsta fundi sínum, sem haldinn verður þann 4. nóvember n.k.

 

 

  1. Þingmál send til umsagnar frá nefndarsviði Alþingis:

4.1.      Frumvarp til barnaverndarlaga, 56. mál.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að óska eftir umsögn embættis félagsmálafulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps um fyrirliggjandi frumvarp.

4.2.      Frumvarp til laga um mannvirki, 78. mál.
Frumvarp lagt fram og engar athugasemdir gerðar.

4.3.      Frumvarp til laga um brunavarnir, 79. mál.
Frumvarp lagt fram og engar athugasemdir gerðar.

4.4.      Frumvarp til laga um húsnæðismál, 100. mál.
Frumvarp lagt fram og engar athugasemdir gerðar.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

5.1.      Bréf Hrunamannahrepps, dags. 11. október 2010; samstarf í íþrótta- og æskulýðsmálum.
Lagt fram bréf Hrunamannahrepps þar sem óskað er eftir viðræðum um möguleika á samstarfi í íþrótta- og æskulýðsmálum.
Byggðaráð Bláskógabyggðar tekur vel í hugmyndina og felur formanni byggðaráðs að ræða við fulltrúa sveitarstjórnar Hrunamannahrepps.

5.2.      Bréf Kvenfélags Laugdæla, mótt. 19. október 2010; jólaskreytingar á Laugarvatni.
Lagt fram bréf Kvenfélags Laugdæla þar sem verið er leita eftir samvinnu og kanna áhuga Bláskógabyggðar, félagasamtaka, fyrirtækja og einstaklinga á því að settar verði upp jólaskreytingar á ljósastaura á Laugarvatni.
Byggðaráð lýst vel á hugmyndina og óskar eftir því að ítarlegri kostnaðaráætlun verði gerð um verkefnið þannig að fyrir liggi hve mikill kostnaður myndi þurfa að greiða út sveitarsjóði.  Halldóri Karli, sviðstjóra þjónustu- og framkvæmdasviðs falið að vinna að kostnaðaráætlun með kvenfélaginu sem lögð verði fyrir byggðaráð eða sveitarstjórn eins fljótt og kostur er.

5.3.      Bréf frá Steinari Á. Jensen og Hólmfríði Geirsdóttur, dags. 20. október 2010; lokun Lyngbrautar, Reykholti.
Lagt fram bréf Steinars og Hólmfríðar þar sem óskað eftir breytingu á deiliskipulagi Reykholts er lýtur að lokun Lyngbrautar.  Óskað er eftir því að þessari lokun verði breytt og gatan höfð opin og hliðgrind fjarlægð.
Byggðaráð frestar afgreiðslu erindisins og felur formanni byggðaráðs og oddvita sveitarstjórnar að ræða við bréfritara áður en erindið fái afgreiðslu.

5.4.      Tölvuskeyti Hestamannafélagsins Trausta, dags. 19. október 2010; reiðvegur á Laugarvatni.
Lagt fram bréf Hestamannafélagsins Trausta þar sem óskað er eftir því að Bláskógabyggð beiti sér fyrir lagfæringum á reiðstíg inn á Laugarvatn frá Lyngdalsheiðarvegi.
Sveitarfélagið hefur verið í viðræðum við Vegagerðina um úrbætur á umræddum reiðstíg og má vænta þess að fljótlega verði ráðist í úrbætur og lagfæringu á honum.

5.5.      Tölvuskeyti Halldórs Jónssonar, dags. 14. október 2010; útleiguhús í Reykholti.
Lagt fram tölvuskeyti Halldórs Jónssonar þar sem óskað er eftir því að fá leyfi til þess að setja niður nokkur útleiguhús á verslunar- og þjónustulóðina Skólabraut 12, fyrir aftan Bjarnabúð. Umrædd smáhýsi og undirstöður undir þau verði færanleg og framkvæmdir afturkræfar.  Ef sveitarstjórn líst ekki á þessa staðsetningu er óskað eftir að fundinn verður annar staður í Reykholti. Hugmynd bréfritara  fellur ekki að reglum sveitarfélagsins um úthlutun lóða innan þéttbýlismarka sveitarfélagsins og hafnar því byggðaráð erindinu.

5.6.      Svar Grunnskóla Bláskógabyggðar vegna bókunar byggðaráðs á 106. fundi, dagskrárliður 4.8.; bréf Máleflis, dags. 1. sept. 2010 vegna talþjálfunar barna.
Lagt fram bréf Grunnskóla Bláskógabyggðar þar sem gerð er grein fyrir framkvæmd talþjálfunar í grunnskólanum og leikskólum Bláskógabyggðar. Umrætt bréf er svar við ósk byggðaráðs um upplýsingar frá skólum um framkvæmd talþjálfunar sbr. dagskrárlið 4.8 á 106. fundi byggðaráðs. Sveitarstjóra falið að svara fyrirspurnum Máleflis á grundvelli þeirra upplýsinga sem liggja fyrir.

5.7.      Málefni Límtrés- Vírnets (engin útsend gögn).
Sveitarstjóri greindi frá stöðu mála í söluferli Límtrés-Vírnets sem sveitarfélög á Suðurlandi og Vesturlandi hafa komið sameiginlega að.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að greiða hluta kostnaðar, í eðlilegu hlutfalli við önnur sveitarfélög sem standa að þessu samstarfi, vegna sérfræðiþjónustu sbr. fram lagt tölvuskeyti dags. 25. október s.l. og er flokkað sem trúnaðarmál.

5.8.      Minnisblað vegna beiðni frá Lindarfélaginu um upplýsingaskilti m.m.
Lagt fram minnisblað frá sveitarstjóra, dags. 26. október 2010.  Minnisblaðið útlistar óskum Lindarfélagsins á Laugarvatni um framkvæmdarleg atriði sem lúta að uppsetningu og viðhaldi skilta á Laugarvatni.  Einnig er óskað eftir því við sveitarfélagið að huga að viðhaldi á hliði inn í Jónasarlund og viðhaldi og geymslu bekks og borðs í Lindargarði.
Byggðaráð tekur jákvætt í framkomna beiðni og felur sviðstjóra þjónustu- og framkvæmdasviðs að huga að framkvæmd þessara verkþátta.

 

  1. Samningar um afnot að félagsaðstöðu:

6.1.      Samningur við Ungmennafélag Laugdæla.
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi samning samhljóða.

6.2.      Samningur við Lionsklúbb Laugdæla.

Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi samning samhljóða.

6.3.      Samningur við Söngkór Miðdalskirkju.
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi samning samhljóða.

6.4.      Samningur við Kvenfélag Biskupstungna.
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi samning samhljóða.

6.5.      Samningur við Lionsklúbbinn Geysi.
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi samning samhljóða.

6.6.      Samningur við Hestamannafélagið Loga.
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi samning samhljóða.

6.7.      Samningur við Litla Bergþór.
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi samning samhljóða.

 

  1. Styrkbeiðnir:

7.1.       Bréf Félagsþjónustu í Uppsveitum Árnessýslu og Flóahrepps; dags 19. október 2010; beiðni um framlag vegna sumar- og helgardvalar fatlaðra barna í Reykjadal.
Lagt fram bréf Félagsþjónustu Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps þar sem fjallað er um sumar- og helgardvalarvist fatlaðra barna í Reykjadal.  Ástæða þessa bréfs er að einn einstaklingur úr Bláskógabyggð nýtti sér þessa þjónustu síðastliðið sumar.
Ekki er lagaleg skylda sveitarfélagsins að greiða fyrir þessa þjónustu, enda liggur ekki að baki formlegt mat á vistunarþörf þeirra einstaklinga sem nýta þjónustuna.  Gera má ráð fyrir að breyting verði á þegar málefni fatlaðra flyst frá ríki til sveitarfélaga.
Þrátt fyrir að lagaleg skylda sé ekki fyrir hendi um greiðsluþátttöku sveitarfélagsins, þá samþykkir byggðaráð samhljóða að greiða styrk sem nemur reikningsfjárhæð frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra að upphæð kr. 76.800.

7.2.      Bréf Kvenfélags Biskupstungna, dags 21. október 2010; styrkbeiðni vegna skemmtiferðar með eldri borgurum.
Lagt fram bréf Kvenfélag Biskupstungna þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna ferðakostnaðar við skemmtiferð með eldri borgurum.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita Kvenfélaginu styrk að upphæð kr. 100.000 til að mæta kostnaði vegna fólksflutningabifreiðar.

7.3.      Bréf Kvenfélags Biskupstungna, dags 21. október 2010; styrkbeiðni vegna afnota af húsnæði og starfsmönnum.
Lagt fram bréf Kvenfélags Biskupstungna þar sem óskað er eftir fjárstyrk á móti húsaleigu sem innheimt er af Bláskógabyggð.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita styrk á móti húsaleigu að fjárhæð kr. 154.354.

7.4.      Bréf sóknarnefndar Torfastaðakirkju, dags. 12. október 2010; styrkbeiðni vegna útleigu á Aratungu.
Lagt fram bréf sóknarnefndar Torfastaðakirkju þar sem óskað er eftir styrk á móti húsaleigu í Aratungu vegna þorrablóts 22. janúar s.l.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita styrk á mót húsaleigu að upphæð kr. 221.999.

7.5.      Bréf Axels Sæland, dags. 26. október 2010; styrkbeiðni vegna leigu á íþróttasal.
Lagt fram bréf Axels Sæland þar sem óskað er eftir styrk á móti leigu á íþróttasal, en fyrirhugað er að hafa líkamsrækt fyrir karlmenn tvisvar í viku eina klukkustund í senn. Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita styrk sem nemur 50% af útleigu íþróttasalar í Reykholti fyrir þá tíma sem nýttir verða til þessa verkefnis.

 

  1. Efni til kynningar:

8.1.       Bréf Umhverfisstofnunar, dags. 20. október 2010; ársfundur Umhverfisstofnunar.

8.2.       Bréf Umhverfisstofnunar, dags. 11. október 2010; refaveiðar og endurgreiðsla kostnaðar.

8.3.       Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 8. október 2010; námskeið um aðgerðaráætlanir í jafnréttismálum.

8.4.       Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dags. 6. október 2010; húsaleigubætur.

8.5.       Bréf GB hönnunar ehf; kynning á vefsíðunni „salir.is“.

8.6.       Tölvuskeyti frá Lögreglufélagi Suðurlands dags. 18. október 2010; ályktun frá stjórn.
Byggðaráð Bláskógabyggðar tekur undir þau sjónarmið og áhersluatriði sem fram kemur í ályktun stjórnar Lögreglufélags Suðurlands.  Mikilvægt er að ekki verði dregið úr þjónustu löggæslunnar í Bláskógabyggð þar sem þar er að finna fjölsóttustu ferðamannastaði landsins, þremur þéttbýliskjörnum ásamt miklum fjölda frístundahúsa.  Afar mikilvægt er að haldið verði uppi sýnilegri löggæslu á þessu svæði.  Byggðaráð skorar því á stjórnvöld að draga ekki úr fjárframlögum til löggæslu á Suðurlandi.

8.7.       Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 13. október 2010; skólabragur – málstofa.

8.8.       Bréf Mennta- og menningarmálaráðuneytis dags. 12. október 2010; ritið „Ábyrgð aðila sem standa fyrir félags- og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga“ (lagt fram á fundinum).

8.9.       Ársskýrsla Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2009 (lögð fram á fundinum)

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00.