108. fundur

 1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 25. nóvember 2010 kl. 15:15.

 

Mætt: Helgi Kjartansson, formaður, Drífa Kristjánsdóttir sem varamaður Jóhannesar Sveinbjörnssonar, Margeir Ingólfsson, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

 1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.       29. fundur skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps ásamt 54. og 55. afgreiðslufundum  byggingarfulltrúa.
Samþykkt samhljóða.

1.2.       130. fundur félagsmálanefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.
Samþykkt samhljóða.

1.3.       Aðalfundur skipulags- og byggingafulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps bs, dags. 19. október 2010.

Samþykkt samhljóða.

1.4.       4. fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar, dags. 3. nóvember 2010.

Varðandi 2 lið fundargerðar, þá mun sveitarstjórn leggja línur um tilhögun forvinnu að gerð skólastefnu og mun aðkoma fræðslunefndar vera nauðsynleg vegna þeirrar vinnu og úrvinnslu ásamt sveitarstjórn.

Hvað varðar dagskrárlið 3-c þá vísar byggðaráð í afgreiðslu byggðaráðs á lið 12.4 þessa fundargerðar.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

 1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.       1. fundur stjórnar þjónustusvæðis málefna fatlaðra á Suðurlandi

2.2.       2. fundur stjórnar þjónustusvæðis málefna fatlaðra á Suðurlandi

2.3.       125. stjórnarfundur Skólaskrifstofu Suðurlands.

2.4.       296. stjórnarfundur Atvinnuþróunarfélags Suðurlands.

2.5.       196. stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands.

2.6.       9. fundur Almannavarnarnefndar Árnessýslu.

2.7.       154. fundur skólanefndar Tónlistarskóla Árnesinga.

2.8.       Fundargerð búfjáreftirlitsnefndar svæðis nr. 30, dags. 6. október 2010.

2.9.       Fundargerð búfjáreftirlitsnefndar svæðis nr. 30, dags. 20. október 2010.
Varðandi 4. dagskrárlið, þá vill byggðaráð árétta að kostnaður vegna heimsókna búfjáreftirlitsmanns hefur verið greiddur úr sveitarsjóði, enda engin gögn send frá búfjáreftirliti sem tilgreinir hvaða bú hafi verið heimsótt vegna þess að skýrsluskilum er ábótavant. Byggðaráð Bláskógabyggðar vill beina þeim tilmælum til búfjáreftirlitsnefndar og Héraðsráðs Árnessýslu að unnin verði tillaga að samræmdri gjaldskrá fyrir eftirlitssvæðið.  Hjá búfjáreftirlitsmanni og búfjáreftirlitsnefnd eru allar forsendur fyrir tillögugerð að gjaldskrá.  Tillaga verði síðan lögð fram til afgreiðslu hjá Héraðsnefnd Árnesinga.
Varðandi 5. dagskrárlið, þá óskar byggðaráð Bláskógabyggðar eftir að skilað verði inn ársskýrslu frá búfjáreftirlitsnefnd þar sem fram koma upplýsingar um eftirlitsskyld býli ásamt upplýsingum um búfjárstofn.   Mun vinna við eftirlit af hendi sveitarstjórna verða markvissari með þeim hætti, og getur viðkomandi sveitarstjórn komið á framfæri ábendingum ef þörf er á. Ekki ætti að vera þörf á tvöföldu kerfi í þessu sambandi, enda myndi slíkt bara auka kostnað hjá sveitarfélögunum.

2.10.     780. stjórnarfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2.11.     781. stjórnarfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

 1. Fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2011

Halldór Karl Hermannsson, sviðstjóri Þjónustu- og framkvæmdasviðs, sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Forsendur fjárhagsáætlunar 2011 voru ræddar s.s. spá um verðlagsþróun og forsendur álagningu skatta og þjónustugjalda.  Halldór Karl gerði sérstaklega grein fyrir forsendum vegna áætlana fyrir rekstur Aratungu og Íþróttamiðstöðvarinnar í Reykholti.

Byggðaráð vísar drögum að fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2011 til næsta fundar sveitarstjórnar, en á þeim fundi verður einnig tekin ákvörðun um álagningu fasteignagjalda og annarra þjónustugjalda sveitarfélagsins.

 

 1. Álagningarhlutfall útsvars 2011.

Byggðaráð  Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að útsvarshlutfall árið 2011 verði óbreytt, þ.e. 13,28%, en með fyrirvara um að nauðsynlegar lagabreytingar nái fram að ganga á Alþingi um tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga og hækkun útsvarshlutfalls um 1,20 prósentustig sem af því leiðir, verður álagningarhlutfallið þá 14,48% á árinu 2011.

 

 1. Málefni fatlaðra:

5.1.      Bréf SASS, dags. 22.nóvember 2010; Umboð til stjórnar þjónustusvæðis.
Lagt fram bréf SASS þar sem óskað er eftir umboði til stjórnar þjónustusvæðis Suðurlands um þjónustu við fatlaða, sem annast skal almenna stjórnun samningsins og bera ábyrgð á framkvæmd hans gagnvart aðildarsveitarfélögunum.  Fyrirliggjandi beiðni um umboð er með tilvísun til greinar 3.1. í samningi sveitarfélaga á Suðurlandi um sameignlegt þjónustusvæði í málefnum fatlaðra, sem undirritaður var 14. september 2010.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita umbeðið umboð fyrir hönd Bláskógabyggðar.

5.2.      Bréf SASS, dags. 15. nóvember 2010; Þjónustusamningur við Sveitarfélagið Árborg.
Lagt fram bréf SASS þar sem fram kemur að stjórn þjónustusvæðis málefnis fatlaðra á Suðurlandi óskar eftir að aðildarsveitarfélög samþykki fyrirliggjandi þjónustusamning við Sveitarfélagið Árborg, um sameiginleg verkefni þjónustusvæðisins sem Árborg mun annast.

Byggðaráð Bláskógabyggðar óskar eftir því við stjórn þjónustusvæðis að ítarlegri upplýsingar verði sendar til aðildarsveitarfélaga sem liggja til grundvallar upphæða sem tilgreindar eru í samningi í nokkrum undirliðum 7. greinar samningsins.  Jafnframt er stjórn þjónustusvæðis hér með upplýst um að næsti fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar verður haldinn 9. desember n.k. og nauðsynlegt er að umbeðin gögn liggi fyrir við afgreiðslu sveitarstjórnar Bláskógabyggðar á næsta fundi sínum.  Afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

5.3.      Tölvuskeyti félagsmálastjóra Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, dags. 5. nóvember 2010; erindisbréf vegna skipunar í þjónusturáð vegna yfirfærslu málefna fatlaðra.

Lagt fram tölvuskeyti félagsmálastjóra þar sem gerð er grein fyrir vinnu þjónusturáðs við undirbúning á flutningi málaefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.  Jafnframt er lagt fram erindisbréf fyrir þjónusturáðið og óskað eftir staðfestingu sveitarstjórnar Bláskógabyggðar fyrir sitt leyti.  Í grein 3.3. samnings um sameiginlegt þjónustusvæði Suðurlands um þjónustu við fatlaða er tilgreint að þjónusturáð skuli starfa í samræmi við erindisbréf.

Erindinu vísað til sveitarstjórnar.

 

 1. Niðurfelling á svæðisskipulagi Austur-Húnavatnssýslu.

Lagt fram bréf Landmótunar, dags. 11. nóvember 2010, sem sent er fyrir hönd samvinnunefndar um Svæðisskipulag Austur-Húnavatnssýslu 2004-2016. Jafnframt er lögð fram tillaga um niðurfellingu Svæðisskipulags Austur-Húnavatnssýslu 2004-2016.  Í bréfinu er óskað eftir ábendingu frá Bláskógabyggð vegna framlagðrar tillögu um niðurfellingu umrædds svæðisskipulags.
Byggðaráð Bláskógabyggðar vísar erindinu til skipulagsfulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, og óskar eftir umsögn hans áður en erindið er tekið til endanlegrar afgreiðslu.

 

 1. Kaup á bifreiðum Þjónustumiðstöðvar og embættis ferðamálafulltrúa.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir því að rekstrarleigusamningar vegna bifreiða, annars vegar Þjónustumiðstöðvar og hins vegar ferðamálafulltrúa, væru að renna út um næstu mánaðarmót.  Fyrir liggur vilji ferðamálafulltrúa og forstöðumanns þjónustu- og framkvæmdasviðs Bláskógabyggðar að festa kaup á umræddum bifreiðum, þar sem ekki gefst kostur á að framlengja gildandi leigusamningum.

Kaupverð þessara bifreiða er um kr. 5.550.000.  Fyrir liggur tilboð um fjármögnun frá annars vegar fjármögnunarfyrirtæki og hinsvegar frá Landsbankanum.  Tilboð Landsbankans er hagstæðara en þar er boðið annars vegar verðtryggt skuldabréf sem bæri 5,7% ársvexti og hinsvegar óverðtryggt skuldabréf með ársvexti 7,65%.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að umræddar bifreiðar verði keyptar og tekið óverðtryggt lán fyrir kaupverðinu hjá Landsbankanum.  Lánstími verði 3 ár og mánaðarlegar afborganir. Sveitarstjóra falið að undirrita skuldabréf fyrir umræddum bifreiðakaupum.

 

 1. Snjóbræðslukerfi í gangstéttum á Laugarvatni; úttektarskýrsla.

Halldór Karl Hermannsson, sviðstjóri þjónustu- og framkvæmdasviðs, sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Lögð fram skýrsla um ástand snjóbræðslukerfis í gangstéttum á Laugarvatni.  Ljóst er að ástand kerfisins er slæmt.  Endurnýjun kerfisins er mjög kostnaðarsöm og erfitt um vik að ráðast í slíka framkvæmd þar sem fjárhagur er þröngur og rekstrarumhverfi sveitarfélaga erfitt nú um næstu framtíð. Byggðaráð leggur því til að ekki verði ráðist í endurnýjun snjóbræðslukerfisins.

 

 1. Málefni Límtrés-Vírnets.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir söluferli Límtrés-Vírnets, en eins og kunnugt er þá hefur Uxahryggir ehf. keypt fyrirtækið og fengið fjárfesta að félaginu.  Fyrir liggur tillaga þess efnis að Bláskógabyggð leggi inn aukið hlutafé til félagsins þegar aukning hlutafjár á sér stað.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að hlutafjárkaup í Uxahryggjum ehf. geti orðið allt að kr. 500.000.

 

 1. Drög að verksamningi við Vinnuvernd ehf.

Sveitarstjóri lagði fram drög að verksamningi við Vinnuvernd ehf. sem lýtur að vinnu- og heilsuvernd, svo og trúnaðarlæknisþjónustu.  Verið er að skoða þetta mál á grundvelli samstarfs nokkurra sveitarfélaga.  Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram og leggja fram, ef tími vinnst til, endanlega tillögu á næsta fundi sveitarstjórnar sem haldinn verður 9. desember n.k.

 

 1. Hýsing tölvukerfa og tölvugagna sveitarfélagsins ásamt rekstrarþjónustu.

Unnið hefur verið að endurskoðun á rekstri tölvukerfa sveitarfélagsins.  Unnið hefur verið að því að gera drög að samningi um hýsingu tölvukerfa og tölvugagna sveitarfélagsins ásamt rekstrarþjónustu.  Leitað hefur verið tilboða frá sunnlenskum þjónustuaðilum og eru niðurstöður þeirra viðræðna komnar á lokastig.  Fyrir liggja fyrstu drög að samningi þar að lútandi við TRS.  Sveitarstjóra er falið að fullvinna drög að samningi við TRS sem lagður verði fyrir sveitarstjórn á næsta reglubundna fundi hennar þann 9. desember n.k.

 

 1. Innsend bréf og erindi:

12.1.     Bréf Markaðsstofu Suðurlands dags. 10. nóvember 2010; framlenging samstarfssamnings.

Lagt fram bréf Markaðsstofu Suðurlands ásamt framvinduskýrslu 2010.  Í bréfi Markaðsstofu Suðurlands er óskað eftir framlengingu á samningi við Bláskógabyggð þar sem framlag til stofunnar árið 2010 er ákveðið kr. 350 á hvern íbúa sveitarfélagsins.

Byggðaráð frestar afgreiðslu erindisins og vísar því til úrvinnslu við gerð fjárhagsáætlunar 2011.  Jafnframt er forsenda fyrir framlengingu á gildandi samningi, að önnur sveitarfélög á Suðurlandi komi að verkefninu með sambærilegum hætti.

12.2.     Tölvuskeyti reiðveganefnd Loga, dags. 11. nóvember 2010; reiðvegir.

Lagt fram tölvuskeyti frá reiðveganefnd Loga, þar sem greint er frá áhyggjum nefndarinnar er varðar reiðvegi um Reykholt og um Pollengi.  Sveitarstjórn hefur verið í viðræðum við Vegagerðina varðandi þessi mál og mun leggja reiðveganefndinni allan þann liðstyrk sem henni er fært að veita.

12.3.     Bréf BSI á Íslandi ehf, dags. 10. nóvember 2010; aðalskoðun leiksvæða.

Lagt fram bréf BSI á Íslandi þar sem sveitarfélaginu er gert tilboð í framkvæmd aðalskoðunar leiksvæða í sveitarfélaginu.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að óska eftir aðalskoðun á leiksvæðum sveitarfélagsins og er málinu vísað til þjónustu- og framkvæmdasviðs Bláskógabyggðar til úrvinnslu.  Árleg úttekt mun fara fram á leiksvæðum Bláskógabyggðar og munu viðhaldsverkefni skilgreind í þeirri úttekt og forgangsröðun ákveðin við gerð fjárhagsáætlunar 2011.

12.4.     Tölvuskeyti Björgunarsveitar Biskupstungna, dags. 14. nóvember 2010; breyting á húsnæði björgunarsveitarinnar.

Lagt fram tölvuskeyti Björgunarsveitar Biskupstungna þar sem óskað er eftir leyfi til breytinga á húsnæði sveitarinnar að Bjarkarbraut 2 í Reykholti.  Byggðaráð gerir ekki neinar athugasemdir við fyrirhugaða breytingu fyrir sitt leyti, en beinir þeim tilmælum til björgunarsveitarinnar að haft verði samband við byggingarfulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps þar sem um útlitsbreytingu er að ræða á húsnæðinu.  Nauðsynlegt er að byggingareftirlit fái erindið inn á sitt borð með tilliti til leyfisveitinga vegna framkvæmdanna.

 

 

 

 

 

 1. Styrkbeiðnir:

13.1.     Bréf Hestamannafélagsins Trausta, dags. 10. nóvember 2010; bílastæði við reiðvöll.

Lagt fram bréf Hestamannafélagsins Trausta þar sem óskað er eftir fjárstyrk til félagsins við gerð bílastæða við vallaraðstöðu félagsins.  Byggðaráð tekur vel í erindið og vísar afgreiðslu þess til gerðar fjárhagsáætlunar Bláskógabyggðar fyrir árið 2011.

13.2.     Bréf Lionsklúbbsins Geysis dags. 18. nóvember 2010; styrkur á móti húsaleigu.
Lagt fram bréf Lionsklúbbsins Geysis þar sem óskað er eftir styrk á móti húsaleigu í Bergholti. Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita styrk á móti leigufjárhæð.

13.3.     Bréf HSK dags. 12. nóvember 2010; ósk um viðbótarframlag.

Helgi Kjartansson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.  Drífa Kristjánsdóttir tók við fundarstjórn.
Lagt fram bréf HSK þar sem þakkað er fyrir fjárstuðning við samtökin.  Jafnframt er óskað eftir viðbótarframlagi til héraðssambandsins.  Byggðaráð bendir á að fjárframlög Bláskógabyggðar hefur undanfarin ár farið í gegnum Héraðsnefnd Árnesinga.  Það er skoðun byggðaráðs að annað hvort fari fjárstuðningur í gegnum Héraðsnefnd eða beint frá sveitarfélagi, en ekki hvoru tveggja.  Þar sem styrkur fyrir árið 2011 verður greiddur í gegnum Héraðsnefnd þá hafnar byggðaráð umræddri beiðni um fjárframlag beint úr sveitarsjóði Bláskógabyggðar.

13.4.     Bréf Snorraverkefnisins, dags. 8. nóvember 2010; stuðningur sumarið 2011.
Lagt fram bréf Snorraverkefnisins þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við verkefnið á næsta ári. Byggðaráð hafnar erindinu samhljóða.

13.5.    Bréf UMF Biskupstungna, dags. 21. nóvember 2010; styrkur til kaupa á knattspyrnumörkum.

Helgi Kjartansson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.  Drífa Kristjánsdóttir tók við fundarstjórn.
Lagt fram bréf UMF Biskupstungna þar sem óskað er eftir fjárstyrk til kaupa á mörkum á knattspyrnuvöllinn í Reykholti.  Byggðaráð tekur vel í erindið og vísar afgreiðslu þess til gerðar fjárhagsáætlunar Bláskógabyggðar fyrir árið 2011.

13.6.     Bréf Landgræðslufélags Biskupstungna, dags. 16. nóvember 2010;  fjárstyrkur 2011.

Lagt fram bréf Landgræðslufélags Biskupstungna þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna starfsemi félagsins árið 2011.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að halda áfram að styrkja starfsemi félagsins.  Endanleg ákvörðun um fjárhæð styrks er vísað til afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2011.

13.7.     Bréf Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, dags. 22. nóvember 2010; styrkbeiðni vegna Eldvarnaátaksins 2010.
Lagt fram bréf Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna verkefnisins Eldvarnaátak 2010.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að styrkja verkefnið að upphæð kr. 5.000.

13.8.     Bréf Stígamóta dags. 1. nóvember 2010; styrkbeiðni.
Lagt fram bréf Stígamóta þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna starfsemi félagsins. Byggðaráð hafnar erindinu samhljóða.

 

 

 

 1. Efni til kynningar:

14.1.     Ársreikningur Msj. Biskupstungna 2009.

14.2.     Staða innheimtumála hjá sveitarfélaginu.

14.3.     Bréf Rannsóknaseturs forvarna við Háskólann á Akureyri; Heilsa og lífskjör skólanema.

14.4.     Svarbréf  Leikskólans Gullkistunnar, dags. 9. nóvember 2010; svar við erindi Máleflis.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:20.