109. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

þriðjudaginn 2. febrúar 2010, kl 15:00

í Fjallasal, Aratungu

 

Mætt voru:

Margeir Ingólfsson oddviti, Drífa Kristjánsdóttir, Sölvi Arnarsson sem varamaður Þórarins Þorfinnssonar, Jóhannes Sveinbjörnsson, Jens Pétur Jóhannsson, Snæbjörn Sigurðsson og Kjartan Lárusson.  Einnig  var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri,  sem ritaði fundargerð.

 

Oddviti bar upp tillögu að dagskrárbreytingu, að inn komi nýr liður 3.3.  Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.        Fundargerð 98. fundar byggðaráðs Bláskógabyggðar.
Staðfest samhljóða.

  1. 3ja ára fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2011-2013 ( fyrri umræða ).

Lögð fram til fyrri umræðu þriggja ára áætlun Bláskógabyggðar, fyrir rekstrarárin 2011-2013.  Einnig lögð fram framkvæmdaáætlun 2010 ásamt 2011-2013.

Umræður urðu um fram lagða tillögu og sveitarstjóri svaraði fyrirspurnum.  Samþykkt samhljóða að vísa fyrir liggjandi tillögu að áætlun til síðari umræðu, sem verður á næsta fundi sveitarstjórnar.

  1. Skipulagsmál:

3.1.        Aðalskipulag Akrahrepps.
Tillaga að nýju aðalskipulagi Akrahrepps rædd. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við framlagða tillögu að aðalskipulagi Akrahrepps.

3.2.        Tillaga að breytingu deiliskipulags ferðaþjónustusvæðis við Hótel Geysi og Geysisstofu.
Oddviti gerði grein fyrir tillögu að breytingu á deiliskipulagi ferðaþjónustusvæðis við Hótel Geysi og Geysisstofu auk þess að segja frá kæru á gildandi deiliskipulag svæðisins sem borist hefur úrskurðanefnd skipulags- og byggingamála. Deiliskipulagsbreytingin er unnin í samráði við kærendur, skipulagsyfirvöld og eigendur Hótel Geysis. Fyrir liggur að með samþykkt sveitarstjórnar á tillögunni verður kæran dregin til baka og fer þá ekki í úrskurðaferil hjá úrskurðanefnd skipulags- og byggingarmála.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að auglýsa framlagða tillögu að breytingu deiliskipulags og að hún verði auglýst skv. 25. gr. skipulagslaga. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

3.3.        Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012; hesthúsahverfi.
Lögð fram að nýju eftir kynningu skv. 1. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 innan þéttbýlisins á Laugarvatni. Í breytingunni felst tilfærsla og stækkun á fyrirhuguðu hesthúsahverfi norðaustan Laugarvatns sem verður til þess að skilgreint opið svæði til sérstakra nota kemur í stað um 4 ha íbúðarsvæðis og um 1,5 ha verslunar- og þjónustusvæðis.  Ástæða breytingarinnar eru breyttar forsendur varðandi uppbyggingu hesthúsasvæðisins.

Samþykkt að auglýsa ofangreinda breytingu skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

  1. Klasaverkefnið Græni hlekkurinn:

4.1.        Fundargerð 1. fundar lífræns klasa.
Lögð fram til kynningar.

4.2.        Fundargerð 2. fundar lífræns klasa.
Lögð fram til kynningar.

4.3.        Bréf  lífræns klasa í Laugarási, dags. 27. janúar 2010; úrbætur á Ferjuvegi.

Lagt fram bréf lífræna klasans í Laugarási.  Í bréfinu kemur fram beiðni frá klasanum um aðstoð við skipulagsvinnu í Laugarási, með það að markmiði að styrkja möguleika á uppbyggingu sveitamarkaða í Laugarási.  Jafnframt er óskað eftir úrbótum á Ferjuvegi svo vegurinn geti annað aukinni umferð vegna tilkomu sveitamarkaða.

Fyrir liggur að lífræni klasinn mun funda miðvikudaginn 3. febrúar í Aratungu og munu mæta á þann fund skipulagsfulltrúi og Pétur H. Jónsson, skipulagsfræðingur.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skoða alla möguleika á að aðstoða lífræna klasann við að bæta aðgengi að svæðinu með starfsemi sveitamarkaða í huga.

 

  1. Umræða um yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.
    Sveitarstjórn ræddi hugmyndir sem fram komu á fundi SASS  síðastliðinn fimmtudag, sem haldinn var vegna fyrirhugaðs flutnings málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.  Á fundinum voru kynntar hugmyndir um samstarf sveitarfélaga á þessu sviði í tengslum við yfirfærsluna. Sveitarstjórn Bláskógarbyggðar hugnast best að öll sveitarfélög á Suðurlandi standi sameiginlega að yfirtöku málefni fatlaðra.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00.