109. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 30. desember 2010 kl. 9:00.

 

 

Mættir: Helgi Kjartansson, formaður, Jóhannes Sveinbjörnsson, Margeir Ingólfsson, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri,sem ritaði fundargerð. 

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.       30. fundur skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps ásamt 56. og 57. afgreiðslufundum  byggingarfulltrúa.
Fundargerð samþykkt samhljóða.

1.2.       131. fundur félagsmálanefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.
Fundargerð samþykkt samhljóða.

1.3.       132. fundur félagsmálanefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.
Byggðaráð Bláskógabyggðar leggur til við sveitarstjórn að breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð verði samþykktar, sbr. 11. dagskrárlið fundargerðar.
Að öðru leyti er fundargerðin samþykkt samhljóða.

1.4.       40. fundur stjórnar Bláskógaveitu, dags. 20. desember 2010.
Fundargerð samþykkt samhljóða.

1.5.       8. verkfundur sorphirðu í Bláskógabyggð og Grímsnesi- og Grafningshreppi.
Fundargerð samþykkt samhljóða.

1.6.       Fundur atvinnumálanefndar Bláskógabyggðar, dags. 15. nóvember 2010.
Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.       3. fundur stjórnar þjónustusvæðis málefna fatlaðra á Suðurlandi

2.2.       439. fundur stjórnar SASS.

2.3.       30. aukaaðalfundur Atvinnuþróunarfélags Suðurlands.

2.4.       297. stjórnarfundur Atvinnuþróunarfélags Suðurlands.

2.5.       100. fundur stjórnar Brunavarna Árnessýslu.
Byggðaráð lýsir undrun sinni á þessari nýju afstöðu stjórnar BÁ varðandi leiguverð til sveitarfélaga sem leigja út húsnæði fyrir starfsemi BÁ.  Á síðasta kjörtímabili var það kynnt af stjórnarmönnum að sama leiguverð yrði fyrir alla aðstöðu BÁ, þegar starfsemin á Selfossi yrði flutt í nýtt húsnæði.  Það var í raun ein af forsendum þess að sveitarfélögin gætu samþykkt leigu á nýju húsnæði á Selfossi.  Byggðaráð mótmælir þessari stefnubreytingu og leggur áherslu á að sama leiguverð á hvern leigðan fermetra verði greitt fyrir alla aðstöðu BÁ, sama í hvaða sveitarfélagi aðstaðan er.

2.6.       130. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

2.7.       782. stjórnarfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2.8.       Minnisblað frá Halldóri Karli um fund hjá Úrvinnslusjóði.

2.9.       Minnisblað frá Halldóri Karli um fund hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

2.10.     3. fundur starfshóps um sameiningarkosti sveitarfélaga á Suðurlandi.

 

  1. Fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2011
    Sveitarstjóri gerði grein fyrir vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2011. Umræða varð um drög að fjárhagsáætlun 2011 fyrir Bláskógabyggð og svaraði sveitarstjóri framkomnum fyrirspurnum. Fyrir liggur að framlög frá Jöfnunarsjóði fyrir árið 2010 verða um 11 milljónum lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir.  Mun þessi skerðing á framlögum hafa áhrif á forsendur sem lágu til grundvallar fyrri framlagningar fjárhagsáætlunar 2011.
    Heimild hefur fengist frá ráðuneyti um að lengja skilafrest til ráðuneytis til 15. janúar 2011. Fjárhagsáætlunin verður tekin til seinni umræðu og afgreiðslu hjá sveitarstjórn fimmtudaginn 6. janúar 2011.

 

  1. Samningar til afgreiðslu:

4.1.    Leigusamningur um land undir móttökusvæði fyrir sorpúrgang í landi Heiðarbæjar.

Jóhannes Sveinbjörnsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

Fram lagður samningur milli Bláskógabyggðar og ábúenda jarðarinnar Heiðarbæjar um leigu lands undir móttökusvæði fyrir sorpúrgang.

Samningurinn samþykktur samhljóða.

4.2.    Þjónustusamningur milli Bláskógabyggðar og Markaðsstofu Suðurlands.

Fram lagður samningur milli Bláskógabyggðar og Markaðsstofu Suðurlands til fjögurra ára.

Vísað til fyrri bókunar byggðaráðs frá 108. fundi, dagskrárlið 12.1.  Byggðaráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning, enda verði gert ráð fyrir útgjöldum í fjárhagsáætlun 2011.  Einnig liggur fyrir að flest öll önnur sveitarfélög á Suðurlandi koma að verkefninu á sama grundvelli.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

5.1.    Tölvuskeyti Hvítárvatns ehf.  dags. 14. desember 2010; beiðni um umsögn.
Lagt fram tölvuskeyti Hvítárvatns ehf. þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðra framkvæmda sem lúta að úrbótum á aðstöðu vegna fyrirhugaðrar starfsemi við Hvítárvatn.  Umsögn Bláskógabyggðar er óskað vegna umsóknar félagsins um styrk til úrbóta á ferðamannastöðum fyrir árið 2011.

Byggðaráð Bláskógabyggðar lýsir yfir að umsókn Hvítárvatns ehf. um styrk til Ferðamálastofu er gerð með samþykki sveitarfélagsins Bláskógabyggðar.

5.2.    Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 15. desember 2010; birting upplýsinga um lánastöðu.

Lagt fram bréf Lánasjóðs sveitarfélaga þar sem óskað er eftir heimild til birtingar upplýsinga um stöðu lána sveitarfélagsins og stofnana / fyrirtækja þess.
Eftirfarandi bókun er samþykkt samhljóða:

Hér með veitir sveitarstjórn Bláskógabyggðar, með vísan til 60. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, Lánasjóði sveitarfélaga heimild til að miðla upplýsingum um lán sveitarfélagsins, og stofnana/fyrirtækja í 100% eigu þess, hjá lánasjóðnum opinberlega og til fjárfesta, þ.m.t. upplýsingar um nafn skuldara, tilgang láns, stöðu láns, lánstíma og önnur kjör. Upplýsingum er miðlað í þeim tilgangi að fjárfestar hafi sem besta mynd af útlánasafni og starfsemi lánveitenda og mun miðlunin einkum eiga sér stað í gögnum frá lánveitanda s.s. í ársreikningum, árshlutareikningum fjárfestakynningum og afmælisritum.

 

  1. Efni til kynningar:

6.1.       Bréf Varasjóðs húsnæðismála, dags. 21. desember 2010; samkomulag um framlög.

6.2.       Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 20. desember 2010; verkfallslistar 2011.

6.3.       Bréf Plan 21 ehf, dags. 26. nóvember 2010; kynning á þjónustu Plan 21.

6.4.       Bréf Saman-hópsins; ályktun til kynningar.

6.5.       Bréf félaga leikskólakennara og stjórnenda leikskóla; ályktun til kynningar.

6.6.       Bréf BSRB, dags. 15. desember 2010; velferð fólks og nærþjónusta sveitarfélaga.

6.7.       Greinargerð um kostnað við rekstur grunnskóla (Samband ísl. sveitarfélaga).

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:15.