11. fundur

Menningarmálanefnd Bláskógabyggðar

11. fundur haldinn bókasafni Reykholtsskóla 9. apríl 2013, kl 17:30

Mætt: Kristinn Bjarnason, Sigurlína Kristinsdóttir og Skúli Sæland. Einar Á. Sæmundssen var
boðaður á fundinn vegna liðs 1.

Dagskrá:

1.  Menningarstarf Þjóðgarðsins á Þingvöllum.
Einar kynnir starfsemina.
Möguleiki á samstarfi Bláskógabyggðar og Þjóðgarðsins kannaður.
Einar sýnir okkur skyggnur frá þjóðgarðsembættinu. Rætt um möguleika á nánara samstarfi milli
Bláskógaskóla og Þjóðgarðarins og með hvaða hætti.
Einar hefur áhuga á að leita leiða til að kynna sérstöðu Þjóðgarðsins.
S.S. sér fram á að samfélagið geti líka tengst þjóðgarðinum í gegnum „fólkið“.
Samþykkt að senda erindi á skólastjóra Bláskógaskóla og opna á viðræður um samstarf.

2.  Samstarf við Upplit – menningarklasa uppsveita Árnessýslu.
Stjórn Upplits hefur áhuga á að kanna möguleika á samstarfi við menningarmálanefndir
sveitarfélaga í uppsveitunum. Hvernig verkefni getur nefndin hugsað sér að Upplit komi að
og möguleiki á fjármögnun?
MN líst vel á samstarf en þarf að ræða betur, helst með fundi með fulltrúa Upplits (annar en
S.S.)

3.  Átthaganámskeið í samstarfi við Fræðslunet Suðurlands.
Einstaklingar hafa sýnt áhuga á að fá slík námskeið aftur í sveitina. Ásmundur Sverrir
Pálsson, framkvæmdastjóri, Fræðslunetsins segir sömuleiðis hafa verið verið áhugi á slíku
þar. Fræðslunetið er nú að undirbúa haustdagskrá þess. Kanna má einnig aðkomu
Háskólafélagsins.
MN telur að þessi liður þurfi meiri umræðu á komandi fundi. S.S. kannar nánar hvernig snið getur
verið á slíku námskeiði.

4.  Skipulagðar göngur á vegum menningarmálanefndar.
Mikil eftirspurn eftir slíkum göngum í Hrunamannahrepp og athugandi hvort
menningarmálanefnd skipuleggi og fái aðila til að sjá um slíkar göngur.
MN reynir að komast að hvort Hrunamannahreppur sé að greiða fyrir? Hvernig er þessum
göngum háttað þar í sveit eru styrkir í gangi eða eru þær sjálfbærar?

5.  Önnur mál:
1.  Uppsveitastjarnan – hæfileikakeppnin.
MN hrósar framtakinu og vonar að framhald verði á t.d. tveggja ára fresti jafnvel þó að koma þurfi
til meiri aðkoma sveitarfélaganna.

Fundargerð rituð af
Kristni Bjarnasyni