11. fundur

11.  fundur  sveitarstjórnar Bláskógabyggðarþriðjudaginn 4.  febrúar 2003, kl. 13:30 í Fjallasal, Aratungu.

Mætt voru:

Snæbjörn Sigurðsson, Sigurlaug Angantýsdóttir, Bjarni Þorkelsson, Drífa Kristjánsdóttir, Kjartan Lárusson, Margeir Ingólfsson og Sveinn A. Sæland og Ragnar Sær Ragnarsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

1.     Fundargerðir byggðaráðs frá 28. janúar og 3. febrúar.  Kynntar og staðfestar.

2.     Skipulagsmál í Þingvallasveit.  Skipulag frístundasvæða í Mjóanesi og Skálabrekku. Oddvita og sveitarstjóra falið að ræða þessi mál við Skipulagsstofnun.

3.     Farið yfir íbúaskrá sveitarfélagsins sem liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins.  Engar athugasemdir voru gerðar og verður hún send Hagstofu Íslands til staðfestingar.

4.     Íbúafundur í Aratungu, mánudagskvöldið 10. febrúar kl. 20:30.  Rætt um skipulag fundarins.  Ákveðið að fjalla sérstaklega um stöðu sveitarfélagsins, fjármál, fræðslu- og veitumál.  Gert er ráð fyrir að allir sveitarstjórnarmenn sitji fyrir svörum.

5.     Fræðslumál.  Umræða um skipulag grunnskóla í Bláskógabyggð.  Fyrir fundinum lágu álitsgerðir frá fræðslunefnd Bláskógabyggðar frá 27. janúar 2003 og umsagnir kennara og skólastjóra við grunnskólana Laugarvatni og Reykholti.    Einnig umsögn foreldraráðs Grunnskólans á Laugarvatni.  Sveitarstjórn þakkar fyrir greinagóða umfjöllun allra hlutaðeigandi.                                                                                    

      Sveinn A. Sæland  bauð velkomna gesti fundarins skólastjóra Grunnskólans á Laugarvatni, Helga Baldursson og Reykholti, Arndísi Jónsdóttur auk forstöðumanns skólaskrifstofu Suðurlands, Kristínu Hreinsdóttur sem boðuð voru á fundinn til að ræða möguleika á hagræðingu og sparnaði í grunnskólum Bláskógabyggðar.  Kristín gerði grein fyrir útreikningum Skólaskrifstofunnar og kennslumagni skólanna og skólastjórarnir komu með athugasemdir sínar og ábendingar með hvaða hætti þeir sjái skipulag og framtíð skólanna.  Góðar umræður urðu um stöðu skólamála og komu fram mismunandi skoðanir á gildi samkennslu, útreikningum á hagræðingu, félagslegan og faglegan ávinning af kennslu unglinga á einum stað.  Oddviti lagði til við sveitarstjórnarmenn að þeir hugleiddu þessi mál vel með það í huga að taka ákvörðun á næsta fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2003.    Bjarni Þorkelsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

Fundi slitið kl. 19:00