11. fundur
11. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar haldinn
þriðjudaginn 7. janúar 2003, kl 13:30
í Fjallasal Aratungu.
Mætt voru:
Margeir Ingólfsson, formaður byggðaráðs, Drífa Kristjánsdóttir, Bjarni Þorkelsson og Ragnar Sær Ragnarsson sveitarstjóri.
1. Samþykktir og gjaldskrá Bláskógabyggðar vegna sorpflutninga og sorpförgunar. Síðari umræða. Samþykkt.
2. Beiðni um styrk vegna kvikmyndar um leiðangur DTE til Brussel. Kynnt og vísað til afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2003.
3. Kostnaður vegna þjóðlendumála. Sveitarstjóra veitt heimild til að greiða umbeðna upphæð kr. 250.000.- en kostnaður vegna þjóðlendumála mun koma fram í fjárhagsáætlun fyrir árið 2003.
4. Bréf frá stjórn íþróttadeildar UMF Bisk. Kynnt og sveitarstjóra falið að skoða málið í samráði við UMF Bisk. og skólastjóra Reykholtsskóla.
5. Trúnaðarmál merkt 123
6. Trúnaðarmál merkt 124
7. Málefni Ljósafossskóla. Kynnt bréf sem sent verður Grímsnes- og Grafningshreppi vegna kostnaðar Bláskógabyggðar við rekstur Ljósafossskóla.
8. Byggðamerki fyrir Bláskógabyggð. Rætt og lögð fram lög og reglugerð um byggðamerki og stefnt að því að láta hanna merki fyrir sveitarfélagið sem fyrst.
9. Fundargerð fundar stjórnanda Barnakórs Biskupstungna með fjárhagsnefnd sókna Skálholtsprestakalls 16. desember 2002. Kynnt og samþykkt að sinna verkefninu til vors. Endurskoðað með tilliti til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2003.
10. Kynntur fundur sem haldinn var 19. desember 2002 í Svartsengi um „Suðurveitu“. Kynnt og lagt til að haldið verði áfram þátttöku við undirbúning málsins þannig að sem best heildarmynd fáist á hugmyndina um „Suðurveitu“. Byggðaráð vill leggja áherslu á að einungis er um undirbúningsvinnu að ræða og mun Bláskógabyggð taka afstöðu til þátttöku í „Suðurveitu“ þegar þeirri vinnu er lokið.
11. Eftirfarandi erindi voru kynnt:
a) Fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn 18. desember 2002.
b) Fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands haldinn 18. desember 2002.
c) Bréf frá Vegagerðinni dags. 16. desember 2002, þar sem beðið er um framkvæmdarleyfi vegna Bræðratunguvegar (359). Framkvæmdin er í samræmi við gildandi aðalskipulag og farið hefur fram umhverfismat. Sveitarstjóri hefur svarað erindinu og veitt framkvæmdarleyfið.
d) Drög að kostnaði vegna aðalskipulags fyrir Þingvallasveit unnið af Pétri H. Jónssyni skipulagsfræðingi og arkitekt. Einnig lagt fram bréf til Þingvallanefndar vegna málsins.
e) Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands. Framlög sveitarfélaga árið 2003.
f) Samband íslenskra sveitarfélaga. Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn. Byggðaráð leggur til að Bláskógabyggð greiði námskeiðsgjald þátttakenda.
g) Skipulagsstofnun. Listi yfir skipulagsfulltrúa dags. 18. desember 2002 og þá sem sinna skipulagsgerð. Listinn er til á skrifstofu sveitarfélagsins.
h) Fundur stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands haldinn 13. desember 2002.
i) Bréf frá Ungmennafélagi Íslands frá 10. desember 2002.
j) Félagsmálaráðuneytið frá 11. desember 2002 varðandi greiðslu húsaleigubóta til fatlaðra íbúa á sambýlum.
k) Samningur um stefnumótun í ferðamálum fyrir uppsveitir Árnessýslu 2003-2006. Óskað eftir að Ásborg Arnþórsdóttir komi inn á fund sveitarstjórnar þann 14. janúar n.k. og segi frá stöðu verkefnisins.
l) Fundur Héraðsnefndar Árnesinga haldinn 13. desember 2002.
m) Bréf frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi frá 10. desember 2002 vegna svæðisbundinnar þjónustu opinberra aðila í uppsveitum Árnessýslu.
Fundi slitið kl. 16:15.