110. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

þriðjudaginn 2. mars 2010, kl 15:00

í Fjallasal, Aratungu

 

 

Mætt voru:

Margeir Ingólfsson oddviti, Drífa Kristjánsdóttir, Þórarinn Þorfinnsson,  Jóhannes Sveinbjörnsson, Jens Pétur Jóhannsson, Brynjar Sigurðsson  sem varamaður Snæbjörns Sigurðssonar og Kjartan Lárusson.  Einnig  var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.                    Fundargerð 99. fundar byggðaráðs Bláskógabyggðar.
Staðfest samhljóða.

  1. Endurskoðun samþykktar og gjaldskrár vegna hundahalds í Bláskógabyggð.
    Halldór Karl Hermannsson kom inn á fundinn undir þessum lið fundarins.

Halldór Karl lagði fram og kynnti tillögu að endurskoðaðri samþykkt og gjaldskrá vegna hundahalds í Bláskógabyggð.  Umræður urðu um forsendur breytinga á samþykkt og gjaldskrá.  Sveitarstjórn vísar málinu til síðari umræðu á næsta reglubundna fundi sveitarstjórnar.

 

  1. Samþykkt um búfjárhald í Bláskógabyggð.
    Kjartan Lárusson lagði fram eftirfarandi tillögu:

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að fresta banni um lausagöngu búfjár á Laugarvatni þangað til að búið er að girða staðinn af.

Tillagan var felld með fjórum atkvæðum á móti (MI, ÞÞ, JPJ, BS) tvö atkvæði með (KL, JS) og einn sat hjá (DK).

 

  1. 3ja ára fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2011-2013 ( síðari umræða ).

Sveitarstjóri gerði grein fyrir framlagðri 3ja ára áætlun Bláskógabyggðar fyrir árin 2011 – 2013 og svaraði framkomnum fyrirspurnum.

Helstu lykiltölur áætlunar fyrir samstæðureikning eru í þúsundum króna:

 

                                                               2011                 2012                 2013

Tekjur                                               785.644             805.135             829.842

Gjöld                                                 716.396            738.267             756.837

Fjármagnsgjöld                                50.213              42.096                37.207

Rekstrarafgangur                             19.035              24.772                35.798

Eignir                                                917.632             908.285             904.173

Skuldir                                              711.242             677.123             637.213

Eigið fé                                              206.390             231.162            266.959

Fjárfestingar (nettó)                           20.000              20.000              30.000

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða 3ja ára áætlun Bláskógabyggðar fyrir árin 2011 – 2013.

 

 

 

  1. Framkvæmdaáætlun Bláskógabyggðar 2010.

Rætt um forgangsröðun verkefna sem eru á framkvæmdaáætlun Bláskógabyggðar 2010.  Gert er ráð fyrir að öryggismyndavélar verði settar upp við Grunnskóla Bláskógabyggðar samhliða uppsetningu myndavéla við innkomu í Reykholt og Laugarás.  Ef það fjármagn sem áætlað hafi verið til verkefnisins nægir ekki til að fjármagna það, þá verði nýtt fjármagn sem ætlað hafi verið til framkvæmda hjá Grunnskólanum til þessa og forgangsröðun þar breytt til samræmis.

 

  1. Skipun fulltrúa í aðgerðastjórnir almannavarna í Bláskógabyggð.

Sveitarstjórn hefur borist tilnefningar frá björgunarsveitunum í aðgerðarstjórnir almannavarna, skv. bókun byggðaráðs lið 4.1. á 97. fundi.

Í aðgerðarstjórn Reykholts eru tilnefndir:

Friðrik Sigurjónsson

Andrés Bjarnason

Í aðgerðarstjórn Laugarvatns eru tilnefndir:

Pálmi Hilmarsson

Bjarni Daníelsson

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að skipa fyrrnefnda fulltrúa í aðgerðarstjórnir almannavarna í Bláskógabyggð.

 

  1. Bréf sóknarnefnda Skálholtsprestakalls, dags. 22. febrúar 2010; styrkbeiðni.
    Lagt fram bréf sóknarnefnda Skálholtsprestakalls þar sem óskað er eftir styrk á móti húsaleigu í Aratungu vegna samkomuhalds þeirra, en þar er um að ræða hið árlega þorrablót. Einnig er óskað eftir styrk á móti húsleigu í Bergholti vegna sameiginlegra funda sóknarnefndanna.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja sóknirnar fyrir húsaleigu skv. þegar útsendum reikningum. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra þjónustu- og framkvæmdasviðs að útfæra verklagsreglur vegna styrkja á móti húsleigu í Aratungu og Bergholti, sem lagðar verði fyrir sveitarstjórn til samþykktar.

 

  1. Meðhöndlun seyru:

8.1.                    Bréf Flóahrepps, dags. 19. febrúar 2010; meðhöndlun seyru.
Lagt fram bréf Flóahrepps þar sem fram kemur samþykkt um aðkomu að sameiginlegu verkefni um meðhöndlun seyru, sem    Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppur hafa byrjað á.

8.2.                    Staða mála í verkefninu.

Almenn umræða varð um verkefnið og staða þess rædd.

  1. Málefni Héraðsskólahússins á Laugarvatni.
    Lögð fram drög að húsaleigusamningi milli Bláskógabyggðar og Fasteigna ríkissjóðs.

Lokaafgreiðslu frestað til næsta fundar sveitarstjórnar, en þá liggi fyrir endanleg afstaða stjórnar embættis skipulags- og byggingarfulltrúa um flutning á starfsemi sinni í Héraðsskólahúsið og einnig hvaða áhrif samningurinn hafi fjárhagslega fyrir rekstur eignasjóðs Bláskógabyggðar.

  1. Umræða um úttekt á grunnskólalóðum.

Lagðar fram skýrslur sem unnar voru af BSI árið 2008 við aðalskoðun leiksvæða við Grunnskóla Bláskógabyggðar í Reykholti og á Laugarvatni.  Umræða varð um fram lagðar skýrslur.

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00.