110. fundur

 1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 27. janúar 2011 kl. 15:15.

 

 

Mættir: Helgi Kjartansson, formaður, Jóhannes Sveinbjörnsson, Margeir Ingólfsson, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

Formaður bar fram tillögu um dagskrárbreytingu, að við bætist nýr liður númer 9.6.  Samþykkt samhljóða.

 

 1. Málefni Aratungu.

Undir þessum dagskrárlið mættu eftirtaldir aðilar:  Halldór Karl Hermannsson, sviðstjóri þjónustu- og framkvæmdasviðs, Margét Baldursdóttir fyrir hönd Kvenfélags Biskupstungna og Ingibjörg Sigurjónsdóttir fyrir hönd Ungmennafélags Biskupstungna.

1.1.      Samráðsfundur með fulltrúum eigenda Aratungu.

Farið var yfir rekstur Aratungu á síðastliðnu ári, gerð grein fyrir viðhaldsverkefnum síðast liðins árs og rætt um þau viðhaldsverkefni sem fyrirhugað er að ráðast í á þessu ári.

1.2.      Tilnefning í afmælisnefnd Aratungu.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að tilnefna Helga Kjartansson sem sinn fulltrúa í afmælisnefnd Aratungu. Kvenfélag Biskupstungna og Ungmennafélag Biskupstungna munu tilnefna hvor sinn fulltrúa í afmælisnefndina.

Margrét og Ingibjörg yfirgáfu fundinn.

 

 1. Framkvæmdaáætlun Bláskógabyggðar 2011.

Halldór Karl Hermannsson situr einnig undir þessum dagskrárlið.

Gögn lögð fyrir byggðaráð sem lýtur að fyrirhuguðum framkvæmdum á árinu 2011.  Forgangsröðun verkefna rædd ásamt kostnaðaráætlun. Framkvæmdaáætlun verður síðan tekin til afgreiðslu á næsta fundi sveitarstjórnar sem haldinn verður fimmtudaginn 3. febrúar n.k.

Einnig kynnti Halldór Karl Hermannsson sviðsstjóri þjónustu- og framkvæmdasviðs,   BSI aðalskoðun leiksvæða í Bláskógabyggð.

Halldór Karl vék af fundi.

 

 

 1. Þriggja ára áætlun Bláskógabyggðar 2012 – 2014.

Drög að þriggja ára áætlun Bláskógabyggðar, 2012-2014 lögð fram og gerði sveitarstjóri grein fyrir henni. Umræður urðu um forsendur áætlunarinnar.

Önnur umræða og afgreiðsla þriggja ára áætlunar Bláskógabyggðar 2012 – 2014 mun fara fram hjá sveitarstjórn á næsta fundi þann 3. febrúar n.k.

 

 1. Fundargerðir til staðfestingar:

4.1.       31. fundur skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps ásamt 58. afgreiðslufundi  byggingarfulltrúa.
Staðfest samhljóða.

4.2.       133. fundur félagsmálanefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.
Varðandi 10. dagskrárlið fundargerðarinnar, þá leggur byggðaráð til að tillaga að breytingu á reglum um félagslega heimaþjónustu í Uppsveitum Árnessýslu og Flóahreppi verði samþykkt. Hvað varðar afstöðu til hugmynda um þátttöku sveitarfélaga í námi starfsmanna á félagsliðabraut, þá telur byggðaráð að fulltrúar sveitarfélaganna verði að funda sameiginlega um það mál.

Fundargerðin að öðru leyti staðfest samhljóða.

4.3.       5. fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar.
Fundargerð staðfest samhljóða.

4.4.       Fundur oddvitanefndar með Félagsþjónustu, þann 18. janúar 2011.
Fundargerð staðfest samhljóða.

 

 1. Fundargerðir til kynningar:

5.1.       1. – 21. fundur þjónusturáðs um málefni fatlaðra á Suðurlandi.

5.2.       440. fundur stjórnar SASS.

5.3.       126. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.

5.4.       131. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

5.5.       Minnisblað vegna fundar sveitarfélaga í uppsveitum Árnessýslu um samvinnu í íþrótta- og æskulýðsmálum.

 

 1. Aðalfundur Slökkvitækjaþjónustu Suðurlands ehf; fundarboð og kosning fulltrúa sveitarfélagsins á aðalfundinn.

Lagt fram aðalfundarboð frá Slökkvitækjaþjónustu Suðurlands ehf. þar sem óskað er eftir að fulltrúi sveitarfélagsins afhendi umboð sitt fyrir fund.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela Helga Kjartanssyni að fara með umboð sveitarfélagsins á aðalfundum félagsins á þessu kjörtímabili sveitarstjórnar.

 

 1. Tilnefning fulltrúa Bláskógabyggðar í stjórn Minningarsjóðs Biskupstungna.
  Lögð fram tillaga um að Drífa Kristjánsdóttir verði tilnefnd í stjórn Minningarsjóðs Biskupstungna sem fulltrúi Bláskógabyggðar.
  Samþykkt samhljóða.

 

 1. Umsókn um að taka á leigu íbúðina Hrísholt 3a, Laugarvatni.
  Lögð fram umsókn Önnu Grétu Ólafsdóttur um að fá íbúðina Hrísholt 3a, Laugarvatni, til leigu.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða að leigja Önnu Grétu Ólafsdóttur umrædda íbúð tímabundið, eða til 31. júlí 2011. Mánuði fyrir lok leigutíma verði tekin afstaða til þess hvort aðilar vilji framlengja leigutíma.

 

 1. Innsend bréf og erindi:

9.1.      Bréf Gísla Pálssonar, móttekið 20. janúar 2011; kaldavatnsveita.
Lagt fram bréf Gísla Pálssonar þar sem óskað er eftir úrbótum í neysluvatnsmálum fyrir eigendur sumarhúsa í hlíðum Vörðufells.  Jafnframt er óskað eftir fundi með hlutaðeigandi aðilum til að leita lausnar á kaldavatns vandamálum svæðisins.
Byggðaráð vísar þessu erindi til úrvinnslu hjá stjórn Bláskógaveitu og felur stjórninni að funda með aðilum.  Óskar byggðaráð eftir því við veitustjórn að niðurstöður verði kynntar fyrir byggðaráði.

9.2.      Bréf Lionsklúbbsins Geysis dags. 12. janúar 2011; styrkbeiðni.
Lagt fram bréf Lionsklúbbsins Geysis þar sem óskað er eftir fjárstyrk á móti húsaleigu í Aratungu.  Um er að ræða upphæð kr. 31.000.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita klúbbnum fjárstyrk á móti húsaleigu.

9.3.      Bréf sóknarnefnda í Skálholtsprestakalli, dags. 17. janúar 2011; styrkbeiðni.
Lagt fram bréf sóknarnefnda í Skálholtsprestakalli þar sem óskað er eftir fjárstyrk á móti húsaleigu vegna sameiginlegs fundar í Bergholti.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita fjárstyrk á móti umræddri húsaleigu að fjárhæð kr. 16.300.

9.4.      Bréf Saman-hópsins dags. 20. janúar 2011; styrkbeiðni.
Lagt fram bréf Saman-hópsins þar sem óskað er eftir fjárstyrk til að fjármagna forvarnarstarf hópsins.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að hafna erindinu.

9.5.      Tölvuskeyti Leikdeildar Umf. Biskupstungna, dags. 24. janúar 2011; styrkbeiðni.
Lagt fram tölvuskeyti Leikdeildar Ungmennafélags Biskupstungna þar  sem óskað er eftir fjárstyrk á móti húsaleigu í Aratungu að upphæð kr. 412.934.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk á móti húsaleigunni.

9.6.      Bréf Kvenfélags Biskupstungna, dags. 26. janúar 2011; styrkbeiðni.

Lagt fram bréf Kvenfélags Biskupstungna þar sem óskað er eftir fjárstyrk á móti húsaleigu í Aratungu að upphæð kr. 71.700.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk á móti húsleigunni.

 

 1. Efni til kynningar:

10.1.     Framvinduskýrsla Markaðsstofu Suðurlands, okt. –des.  2010.

10.2.     Bréf SASS, dags. 10. janúar 2011; málefni Skólaskrifstofu Suðurlands.

10.3.     Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga 14. janúar 2011; mannvirkjalög.

10.4.     Upplýsingabréf Vegagerðarinnar um gildistöku nýrrar reglugerðar um héraðsvegi.

10.5.     Ársskýrsla ásamt ársreikningi 2009 frá Hestamannafélaginu Trausta.

10.6.     Minnisblað frá fundi starfsmanna Sambands íslenskra sveitarfélaga með sjálfstætt starfandi ráðgjafa með fjármálum sveitarfélaga, dags. 7. desember 2010, um hagræðingu í rekstri skóla.

10.7.     Bréf Svæðisráðs málefna fatlaðra á Suðurlandi, dags. 10. desember 2010; Réttindagæsla fatlaðra.

10.8      Bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 30. desember 2010; skipurit.

10.9.     Bréf Velferðarráðuneytisins, dags. 3. janúar 2011; lágmarks framfærsluviðmiðun.

10.10.   Tölvuskeyti skipulagsfulltrúa, dags. 6. janúar 2011; niðurfelling svæðisskipulags Austur-Húnavatnssýslu 2004-2016.

10.11.   Bréf Íþrótta- og ólympíusambands Íslands dags. 17. janúar 2011; Lífshlaupið.

 

 1. Viðræður við fulltrúa Gljásteins ehf, leigutaka Gíslaskála og Árbúða, um framtíðarhugmyndir á rekstri skálasvæðanna.

Á fundinn mætti fulltrúi Gljásteins ehf, Loftur Jónasson.  Hann greindi frá hugmyndum sínum um uppbyggingu og þróun á aðstöðu í Árbúðum. Byggðaráð tók vel í erindið og mun skoða stöðu skipulagsmála á svæðinu út frá hugmyndum Gljásteins ehf.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:15.