111. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

þriðjudaginn 6. apríl 2010, kl 15:00

í Fjallasal, Aratungu

 

Mætt voru:

Margeir Ingólfsson oddviti, Drífa Kristjánsdóttir, Þórarinn Þorfinnsson,  Jóhannes Sveinbjörnsson, Sigríður Jónína Sigurfinnsdóttir sem varamaður Jens Péturs Jóhannssonar, Snæbjörn Sigurðsson og Kjartan Lárusson.  Einnig  var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.  Fundargerð 100. fundar byggðaráðs Bláskógabyggðar.
Staðfest samhljóða.

1.2.  Fundargerð stjórnarfundar Bláskógaveitu, 31. mars 2010.
Staðfest samhljóða.

  1. Skipulagsmál:

2.1.  Aðalskipulag Húnavatnshrepps 2010-2022.
Erindinu vísað til skipulagsfulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps og honum falið að svara erindinu og veita umsögn fyrir hönd sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.

2.2.  Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í landi Einiholts 3.
Í breytingunni felst að um 120 ha svæði úr landi Einiholts 3, sem liggur austan og norðan við áður skipulagt frístundabyggðarsvæði, breytist úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð. Tillagan var auglýst 21. janúar 2010 með athugasemda-fresti til 5. mars. Ein athugasemd barst þar sem aðkomu að svæðinu er mótmælt.

Aðalskipulagsbreytingin samþykkt skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga með þeirri breytingu að önnur aðkoma að svæðinu er felld út til að koma til móts við innkomna athugasemd.

2.3.  Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 við Kotstún á Laugarvatni.
Í breytingunni felst að um 8,7 ha svæði sem í gildandi skipulagi er skilgreint sem landbúnaðarsvæði breytist í svæði með blandaða landnotkun verslunar- og þjónustusvæðis og athafnasvæðis. Þá er einnig gert ráð fyrir að íbúðarsvæði sunnan við Menntaskóla minnki úr 12,1 ha í 8,1 ha til samræmis við gildandi deiliskipulag. Tillagan var auglýst 21. janúar 2010 með athugasemdafresti til 5. mars. Engar athugasemdir bárust.
Aðalskipulagsbreytingin samþykkt skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga.

2.4.  Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 í landi Austureyjar 2.
Í breytingunni felst að um 3,2 ha svæði úr landi Austureyjar 2, breytist úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð og jafnframt er gert ráð fyrir að jafnstórt svæði við Krossholtsmýri breytist úr frístundabyggð í landbúnaðarsvæði. Tillagan var auglýst 21. janúar 2010 með athugasemdafresti til 5. mars. Engar athugasemdir bárust.
Aðalskipulagsbreytingin samþykkt skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga.

2.5.  Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Þingvallasveitar 2004-2016 í landi Mjóaness.
Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir að um 2 ha svæði við Mjóuvík í landi Mjóaness við Þingvallavatn breytist úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð. Gert er ráð fyrir einni frístundahúsalóð á svæðinu. Fyrir liggja umsagnir Umhverfisstofnunar dags. 19. janúar 2010 og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags. 18. janúar 2010. Tillagan var auglýst 21. janúar 2010 með athugasemdafresti til 5. mars. Engar athugasemdir bárust.
Aðalskipulagsbreytingin samþykkt skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga. Ábendingum sem fram koma í umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands er vísað til afgreiðslu deiliskipulagsbreytingar sem nær yfir sama svæði.

 

  1. Endurskoðun samþykktar og gjaldskrár vegna hundahalds í Bláskógabyggð
    (síðari umræða).
    Tillaga að endurskoðaðri samþykkt og gjaldskrá vegna hundahalds í Bláskógabyggð tekin til síðari umræðu.
    Framlögð tillaga að breyttri samþykkt og gjaldskrá vegna hundahalds í Bláskógabyggð samþykkt samhljóða. Forstöðumanni þjónustu- og framkvæmdasviðs falið að koma breyttri samþykkt og gjaldskrá til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands til staðfestingar og síðar í auglýsingu hjá B-deild stjórnatíðinda að fenginni staðfestingu Heilbrigðiseftirlits.
  2. Ársreikningur Bláskógabyggðar fyrir árið 2009 (fyrri umræða).

Einar Sveinbjörnsson, endurskoðandi, mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið.  Einar og Valtýr fóru yfir framlagðan ársreikning og svöruðu fyrirspurnum.  Ársreikningi 2009 vísað til annarrar umræðu, en haldinn verður aukafundur hjá sveitarstjórn til þess að afgreiða ársreikninginn miðvikudaginn 21. apríl 2010 kl. 15:00.

  1. Tillaga um skipulag málefna fatlaðra á starfsvæði SASS.

Lagt fram bréf frá SASS, dags. 30. mars 2010, ásamt tillögu um skipulag málefna fatlaðra á starfsvæði SASS.  Framlögð tillaga er niðurstaða starfshóps aðildarsveitarfélaga SASS, þar sem útfært er skipulag og þjónustusvæði við fatlaða á Suðurlandi.
Margeir Ingólfsson gerði grein fyrir tillögu starfshópsins, en hann var fulltrúi Bláskógabyggðar í hópnum. Umræða varð um framlagða tillögu og hvetur sveitarstjórn Bláskógabyggðar sveitarfélög á Suðurlandi til að standa saman að þessu verkefni þar sem faglegri þekkingu og fjármunum verði best varið með sameiginlegu verkefni.

Tillaga starfshóps SASS samþykkt samhljóða.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:40.