111. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 24. febrúar 2011 kl. 15:15.

 

 

Mættir: Helgi Kjartansson, formaður, Jóhannes Sveinbjörnsson, Margeir Ingólfsson, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.       32. fundur skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps ásamt 59. afgreiðslufundi  byggingarfulltrúa.

Varðandi lið 16. í 32. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar  þá leggur byggðaráð til að þessi staður verði skilgreindur sem varanlegt efnistökusvæði.
Staðfest samhljóða.

1.2.       134. fundur félagsmálanefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.
Staðfest samhljóða.

1.3.       2. fundur umhverfisnefndar Bláskógabyggðar.
Staðfest samhljóða.

1.4.       3. fundur æskulýðsnefndar Bláskógabyggðar ásamt drögum að forvarnarstefnu Bláskógabyggðar.
Staðfest samhljóða.  Drög að forvarnarstefnu var meðfylgjandi fundargerðinni.  Byggðaráð hvetur nefndina til áframhaldandi vinnu við gerð forvarnarstefnu sem síðan þarf að fara til afgreiðslu hjá sveitarstjórn Bláskógabyggðar.

1.5.       4. fundur menningarmálanefndar Bláskógabyggðar.
Staðfest samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.       7. fundur stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúaembættis Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps bs.

2.2.       7. fundur framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu.

2.3.       1. fundur stjórnar Slökkvitækjaþjónustu Suðurlands ehf.

2.4.       2. fundur stjórnar Slökkvitækjaþjónustu Suðurlands ehf.

2.5.       3. fundur stjórnar Slökkvitækjaþjónustu Suðurlands ehf.

2.6.       Aðalfundur Slökkvitækjaþjónustu Suðurlands ehf. sem haldinn var 28. janúar 2011.

2.7.       441. fundur stjórnar SASS.

2.8.       127. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.

2.9.       783. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

  1. Styrkumsóknir:

Byggðaráð vill vekja athygli sveitarstjórnar á að fjöldi styrkbeiðna hefur vaxið mikið á undanförnum misserum.  Byggðaráð telur að í ljósi þess hve útgjöld sveitarsjóðs eru orðin há í þessum rekstrarliðum, sé nauðsynlegt að móta reglur um hvernig standa skuli að afgreiðslu styrkbeiðna.  Byggðaráð felur formanni byggðaráðs ásamt sveitarstjóra að vinna drög að verklagsreglum sem lagðar verði fyrir næsta fund byggðaráðs.  Þegar endanleg útfærsla á verklagsreglum liggur fyrir verða þær lagðar fyrir sveitarstjórn til endanlegrar afgreiðslu.

3.1.      Bréf Júlíönu Magnúsdóttur, móttekið 7. febrúar 2011.
Lagt fram bréf Júlíönu Magnúsdóttur þar sem óskað er eftir styrk á móti húsaleigu í Bergholti vegna kvennaleikfimi frá 10. janúar til loka mars 2011.  Óskað er eftir styrk sem nemur 50% af innheimtri leigufjárhæð.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að hafna erindinu, byggðaráð bendir á að nú þegar er veittur 50% afsláttur af  húsaleigunni.

3.2.      Bréf Sigríðar Ernu og Reynis Ingólfssonar; Special Olympics 2011.
Lagt fram bréf frá Sigríði Ernu og Reyni Ingólfssyni þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna þátttöku í Special Olympics 2011, sem haldið verður í Aþenu í Grikklandi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita styrk að fjárhæð kr. 30.000.

3.3.      Bréf Kvenfélags Laugdæla dags. 28. janúar 2011.
Lagt fram bréf Kvenfélags Laugdæla þar sem óskað er eftir fjárstyrk að upphæð kr. 50.000 vegna jólaskreytinga á ljósastaurum á Laugarvatni.  Vísað er til fyrri bókunar byggðaráðs varðandi þetta verkefni, 107. fundar, dagskrárlið 5.2.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk að fjárhæð kr. 50.000.

3.4.      Tölvuskeyti Jens Péturs Jóhannssonar f.h. Skálholtssóknar.
Lagt fram tölvuskeyti frá Skálholtssókn þar sem óskað er eftir styrk á móti húsaleigu í Aratungu vegna þorrablóts Biskupstungna.  Umbeðinn styrkur er kr. 235.000.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita Skálholtssókn styrk á móti húsaleigu í Aratungu vegna þorrablótsins 2011.

3.5.      Bréf Landgræðslufélags Biskupstungna, dags. 2. febrúar 2011.
Lagt fram bréf Landgræðslufélags Biskupstungna þar sem óskað er eftir styrk á móti húsaleigu í Aratungu vegna aðalfundar félagsins.  Umbeðinn styrkur nemur kr. 22.999.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk á móti húsaleigu.

3.6.      Tölvuskeyti nemendafélags ML, dags 7. febrúar 2011.
Lagt fram tölvuskeyti frá stjórn nemendafélags Menntaskólans á Laugarvatni þar sem óskað er eftir styrk vegna kaupa á peysum fyrir stjórnina sem merktar verði nafni og starfi í nemendafélaginu.  Umbeðinn styrkur er kr. 50.000.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita styrk til stjórnar nemendafélagsins gegn hóflegu vinnuframlagi við eitthvert verkefni sem henta myndi fyrir sveitarfélagið.  Sveitarstjóra falið að ræða við fulltrúa stjórnar nemendafélagsins og semja um útfærslu.

3.7.      Bréf Valgerðar Jónsdóttur fh. Kórs Grunnskóla Bláskógabyggðar.
Lagt fram bréf Valgerðar Jónsdóttur þar sem óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu vegna kórferðalags Kórs Grunnskóla Bláskógabyggðar, en fyrirhuguð er þátttaka kórsins á Landsmóti barnakóra á Íslandi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita styrk til kórsins að upphæð kr. 40.000.

 

  1. Bréf Sýslumannsins á Selfossi, dags. 31. janúar 2011; afskriftarbeiðni (Trúnaðarmál).

Fært í trúnaðarmálabók.

 

  1. Frumvarp til sveitarstjórnarlaga ásamt umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Lagt fram tillaga að frumvarpi til sveitarstjórnarlaga ásamt bréfi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem er umsögn um fyrirliggjandi tillögu að frumvarpi.

Byggðaráð tekur undir þær athugasemdir sem fram koma í bréfi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettu 9. febrúar 2011.

 

  1. Samningar:

6.1.      Samningur um afnot af félagsaðstöðu að Bjarkarbraut 2, Reykholti.
Lagður fram samningur við OA félagið í Bláskógabyggð um afnot af félagsaðstöðu að Bjarkarbraut 2, Reykholti.
Byggðaráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning.

6.2.      Drög að leigusamningi vegna aðstöðu Brunavarna Árnessýslu í húsnæði Bláskógabyggðar.
Byggðaráð er í meginatriðum sátt við fyrirliggjandi drög að leigusamningi.  Byggðaráð er þó ekki tilbúið að samþykkja fyrir sitt leyti það leigugjald sem fram kemur í samningi og setur fyrirvara þar um.  Byggðaráð óskar eftir því að sameiginlegur fundur verði haldinn með fulltrúum þeirra sveitarfélaga sem eru að leigja húseignir til BÁ, til að tryggja samræmingu á leigufjárhæðum vegna þeirrar aðstöðu sem BÁ leigir á hinum mismunandi stöðum á starfssvæði þess.

6.3.      Samkomulag um kjarasamningsumboð milli Bláskógabyggðar og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Lögð fram drög að samkomulagi milli Bláskógabyggðar og Sambands íslenskra sveitarfélaga um kjarasamningsumboð til handa sambandsins.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga áfram fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar við þau stéttarfélög sem verið hefur.

6.4.      Þjónustusamningur vegna móttöku bifreiða til úrvinnslu, milli Bláskógabyggðar og Vélaverkstæðis Guðmundar og Lofts.
Lagður fram þjónustusamningur vegna móttöku bifreiða til úrvinnslu.  Samningsaðilar eru Bláskógabyggð og Vélaverkstæði Guðmundar og Lofts.
Byggðaráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning.

6.5.      Þjónustusamningur vegna móttöku bifreiða til úrvinnslu, milli Bláskógabyggðar og Haralds R. Haraldssonar.

Lagður fram þjónustusamningur vegna móttöku bifreiða til úrvinnslu.  Samningsaðilar eru Bláskógabyggð og Haraldur R. Haraldsson.
Byggðaráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

7.1.      Bréf Sýslumannsins á Selfossi dags. 4. febrúar 2011;  umsögn um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að óska eftir umsögn skipulagsfulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps og að hún liggi fyrir á næsta fundi sveitarstjórnar.  Erindinu vísað til næsta fundar sveitarstjórnar.

7.2.      Bréf Ivon Stefáns Cilia, dags. 14. febrúar 2011; hugmyndir um breytingu aðalskipulags í Þingvallasveit í landi Skálabrekku.
Lagt fram bréf Ivon Stefáns Cilia, sem sent var skipulagsfulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, og varða hugmyndir um breytingu á aðalskipulagi Þingvallasveitar í landi Skálabrekku.  Almenn umræða varð um þessar hugmyndir og óskað eftir umræðu um málið á næsta fundi sveitarstjórnar.

7.3.      Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 14. febrúar 2011; Skólavogin.
Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins um áframhaldandi samstarf við Skólavogina.  Byggðaráð lýsir yfir ánægju sinni vegna þessa samstarfs sem verið hefur og samþykkir samhljóða að Bláskógabyggð verði áfram þátttakandi í verkefninu og fagnar samstarfi við Norðmenn.

7.4.      Bréf UMFÍ, dags. 28. janúar 2011; 16.  og 17. Unglingalandsmót UMFÍ.
Lagt fram bréf UMFÍ þar sem auglýst er eftir áhugasömum aðildarfélögum til að standa að 16. og 17. Unglingalandsmóti UMFÍ.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að lýsa því yfir að Bláskógabyggð hyggist ekki koma að framkvæmd þessara landsmóta.

 

7.5.      Bréf UMFÍ, dags. 15. febrúar 2011; 1. Landsmót UMFÍ 50+.

Lagt fram bréf UMFÍ þar sem auglýst er eftir áhugasömum aðildarfélögum til að standa að 1. Landsmóti UMFÍ 50+.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að lýsa því yfir að Bláskógabyggð hyggist ekki koma að framkvæmd þessa landsmóts.

7.6.      Tölvuskeyti Jeppavina, dags. 7. febrúar 2011; Akstur um Gjábakkaveg.
Lagt fram tölvuskeyti frá Jeppavinum þar sem óskað er eftir leyfi fyrir að nýta gamla Gjábakkaveginn til aksturs á breyttum jeppum með ferðamenn að vetri til.  Um er að ræða tímabilið 1. nóvember til 30. apríl, þegar gangandi og ríðandi  umferð er ekki til staðar á svæðinu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að hafna erindinu, þar sem akstur þarna samrýmist ekki gildandi aðalskipulagi.

 

  1. Efni til kynningar:

8.1.       Bréf Vegagerðarinnar, dags. 16. febrúar 2011; niðurfelling Gjábakkavegar  (365) af vegaskrá.

8.2.       Bréf Umhverfisráðuneytis, dags. 31. janúar 2011; Gildistaka mannvirkjalaga.

8.3.       Bréf félagsmálanefndar dags. 2. febrúar 2011; ályktun um löggæslumál.

8.4.       Bréf Flúðaleiðar / Eimskipa, móttekið 19. janúar 2011; nýr rammasamningur.

8.5.       Bréf Mennta- og menningarmálaráðuneytis, dags. 20. janúar 2011; Ungt fólk.

8.6.       Bréf Mennta- og menningarmálaráðuneytis, dags. 1. febrúar 2011; UNESCO.

8.7.       Ársreikningur Slökkvitækjaþjónustu Suðurlands ehf  2010.

8.8.       Fjárhagsáætlun 2011 hjá Slökkvitækjaþjónustu Suðurlands ehf.

8.9.       Ályktun mótmælafundar „Samstaða um framhald tónlistarskólanna“, dags. 11. febrúar 2011.

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:15.