112. fundur
- fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn
miðvikudaginn 21. apríl 2010, kl 15:00
í Fjallasal, Aratungu
Mætt voru:
Margeir Ingólfsson oddviti, Drífa Kristjánsdóttir, Þórarinn Þorfinnsson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Jens Pétur Jóhannsson, Snæbjörn Sigurðsson og Kjartan Lárusson. Einnig var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð.
Oddviti lagði fram tillögu um dagskrárbreytingu, að inn komi nýr liður 4. Samþykkt samhljóða.
- Ársreikningur Bláskógabyggðar fyrir árið 2009 (síðari umræða)
Lagður fram, til síðari umræðu, ársreikningur Bláskógabyggðar, fyrir árið 2009, ásamt sundurliðunum. Helstu niðurstöður úr rekstrar- og efnahagsreikningi samstæðu sveitarfélagsins eru:
Rekstrarreikningur:
Rekstrartekjur: 780.041.001
Rekstrargjöld: -687.635.708
Fjármagnsgjöld: -74.181.884
Tekjuskattur: -611.249
Rekstrarniðurstaða: 17.612.160
Efnahagsreikningur:
Eignir:
Fastafjármunir: 823.162.709
Veltufjármunir: 146.575.286
Eignir samtals: 969.737.995
Skuldir og eigið fé:
Eiginfjárreikningur: 208.777.570
Langtímaskuldir: 599.107.758
Skammtímaskuldir: 161.852.667
Skuldir og skuldbindingar alls: 760.960.425
Eigið fé og skuldir samtals: 969.737.995
Samkvæmt yfirliti yfir sjóðstreymi fyrir árið 2009 nemur veltufé frá rekstri 85,9 milljónum króna og handbært fé frá rekstri 63,9 milljónir króna. Handbært fé í árslok 8,1 milljónir króna.
Ársreikningur Bláskógabyggðar fyrir rekstrarárið 2009 samþykktur samhljóða og áritaður.
Bókun T- lista:
Fulltrúar T- listans hafa áhyggjur af því að um 20 milljónir króna séu útistandandi af reikningum hitaveitu Bláskógaveitu frá árinu 2008 og eldra. Þá hafa þeir einnig áhyggjur af vaxandi útistandandi kröfum opinberra gjalda.
- Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.
Lögð fram fundargerð 23. fundar skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.Einnig lagðar fram fundargerðir 41. og 42. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
- Málefni Héraðsskólahússins á Laugarvatni.
Drög að leigusamningi milli Fasteigna ríkissjóðs og Bláskógabyggðar um leigu og nýtingu Héraðsskólahússins á Laugarvatni tekin til afgreiðslu. Fyrir liggur afstaða byggðasamlags um embætti skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, sbr. 5. dagskrárlið fundargerðar 23. fundar skipulags- og byggingarnefndar ásamt kostnaðartölum um að flytja starfsemi embættisins í nýja aðstöðu innan Héraðsskólahússins.
Sveitarstjóri lagði fram minnisblað um breyttar rekstrarforsendur eignasjóðs vegna húsnæðisins að Dalbraut 12, sem embættið hefur nýtt undanfarin ár.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti að starfsemi embættis skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps flytji úr húsnæðinu að Dalbraut 12 og inn í nýja aðstöðu í Héraðsskólahúsnæðinu.
Fyrirliggjandi samningur milli Fasteigna ríkissjóðs og Bláskógabyggðar um leigu og umsýslu Héraðsskólahúsnæðisins á Laugarvatni er samþykktur samhljóða af sveitarstjórn Bláskógabyggðar og er oddvita falið að undirrita samninga fyrir hönd sveitarstjórnar.
- Erindi Kvenfélags Biskupstungna dags. 20. apríl 2010; styrkbeiðni.
Lagt fram erindi frá Kvenfélagi Biskupstungna um styrk á móti kostnaði við hátíðarkvöldverð í tengslum við ársfundar SSK sem haldinn verður í Aratungu þann 24. apríl n.k.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita Kvenfélagi Biskupstungna fjárstyrk að upphæð kr. 100.000.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00.