112. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 31. mars 2011 kl. 15:15.

 

 

Mættir: Helgi Kjartansson, formaður, Valgerður Sævarsdóttir sem varamaður Jóhannesar Sveinbjörnssonar, Margeir Ingólfsson, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.       33. fundur skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps ásamt 60.  og 61. afgreiðslufundi  byggingarfulltrúa.

Varðandi dagskrárlið 19 í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, þá vill byggðaráð gera breytingu á afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.  Eftir nánari skoðun hafa eigendur komist að því að æskilegra sé að gera eingöngu ráð fyrir einni um 2.600 fm lóð í stað tveggja um 1.300 fm og hafa sent inn tillögu þess efnis.  Byggðaráð fellst á hugmyndir um breytingu á umræddu deiliskipulagi og leggur til að grenndarkynna skuli endurskoðaða tillögu í stað þeirrar sem tekin var fyrir á fundi skipulags- og byggingarnefndar.

1.2.       135. fundur félagsmálanefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.

Staðfest samhljóða.

1.3.       41. fundur stjórnar Bláskógaveitu.

Staðfest samhljóða.

1.4.       42. fundur stjórnar Bláskógaveitu.

Staðfest samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.       Fundur Vegagerðar og fulltrúa Bláskógabyggðar, dags. 22. mars 2011.

2.2.       101. fundur  stjórnar Brunavarna Árnessýslu.

2.3.       197. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.4.       198. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.5.       199. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.6.       200. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.7.       132. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

2.8.       442. fundur stjórnar SASS.

2.9.       128. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.

2.10.     784. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

  1. Styrkumsóknir:

3.1.      Bréf Hjálparstarfs kirkjunnar, dags. 7. mars 2011.
Samþykkt samhljóða að hafna styrkbeiðninni.

3.2.      Bréf Skátablaðsins, Bandalag íslenskra skáta.

Samþykkt samhljóða að hafna styrkbeiðninni.

3.3.      Bréf Specialisterne, móttekið 11. mars 2011; beiðni um styrk og að gerast stofnfjáraðili.
Samþykkt samhljóða að hafna styrkbeiðninni.

3.4.      Bréf frá kór Fjölbrautaskóla Suðurlands, dags. 23. mars 2011; tónleikaferð.
Samþykkt samhljóða að veita styrk að upphæð kr. 10.000.

3.5.      Tölvuskeyti Fjölskylduhjálparinnar, dags. 28. mars 2011.
Samþykkt samhljóða að hafna styrkbeiðninni.

 

  1. Bréf Sýslumannsins á Selfossi, dags. 2. mars 2011; afskriftarbeiðni

         Trúnaðarmál.
Fært í trúnaðarmálabók.

 

  1. Innheimta gatnagerðargjalda vegna Bjarkarbrautar í Reykholti.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við lóðarhafa við Bjarkarbraut í Reykholti og tillögur um lausn ágreinings sem komið hefur upp vegna innheimtu gatnagerðargjalda.  Umræða varð um fyrirliggjandi tillögu og afgreiðslu hennar vísað til næsta fundar sveitarstjórnar.

 

  1. Samþykktir og reglur:

6.1.      Drög að verklagsreglum um styrkveitingar, sbr. samþykkt á 111. fundi byggðaráðs.
Lögð fram drög að verklagsreglum um styrkveitingar Bláskógabyggðar.  Umræða varð um fyrirliggjandi drög og þeim vísað til afgreiðslu á næsta fundi sveitarstjórnar.

6.2.      Drög að breytingu samþykkta og tekjuviðmiðana vegna afslátta af fasteignaskatti.
Lögð fram drög að breytingu samþykkta og tekjuviðmiðana vegna afslátta af fasteignaskatti. Umræða varð um fyrirliggjandi drög og þeim vísað til afgreiðslu á næsta fundi sveitarstjórnar.

 

  1. Umsagnir um þingmál:

7.1.      Skeyti frá nefndarsviði Alþingis, dags. 7. mars 2011; þingmál 533.
Byggðaráð gerir engar athugsemdir við fyrirliggjandi þingmál.

7.2.      Skeyti frá nefndarsviði Alþingis, dags. 23. mars 2011; þingmál 561.
Byggðaráð vísar erindinu til næsta fundar sveitarstjórnar.

7.3.      Skeyti frá nefndarsviði Alþingis, dags. 24. mars 2011; þingmál 467.
Byggðaráð lýsir yfir ánægju með framlagt þingmál og gerir engar athugsemdir við það.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

8.1.      Afsal vegna lóðarinnar Háholt 3 á Laugarvatni; beiðni um að falla frá forkaupsrétti.
Lagt fram afsal vegna lóðarinnar Háholt 3 á Laugarvatni, en Bláskógabyggð hefur forkaupsrétt samkvæmt ákvæðum lóðarleigusamnings.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að falla frá forkaupsrétti og felur sveitarstjóra að undirrita samþykki Bláskógabyggðar fyrir afsalinu.

8.2.      Bréf Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 22. mars 2011; áheyrnarfulltrúi í fræðslunefnd.
Lagt fram bréf Grímsnes- og Grafningshrepps þar sem óskað er eftir því að formaður fræðslunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps fái sæti sem áheyrnarfulltrúi í fræðslunefnd Bláskógabyggðar.
Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir umrædda beiðni samhljóða.

8.3.      Bréf Almannavarna Árnessýslu, dags. 26. febrúar 2011; vettvangsstjóranámskeið.
Lagt fram bréf Almannavarna Árnessýslu þar sem kynnt er fyrirhugað vettvangsstjóranámskeið fyrir fulltrúa í aðgerðastjórnum sveitarfélaga í Árnessýslu.  Námskeiðið fer fram dagana 11. – 15. apríl n.k.  Í bréfinu kemur fram beiði þess efnis að viðkomandi sveitarstjórnir standi straum af kostnaði vegna vinnutaps hjá þeim aðilum sveitarfélagsins sem sækja námskeiðið.
Byggðaráð tekur vel í erindið og leggur til að þeir þátttakendur frá Bláskógabyggð sem sitja námskeiðið, og koma til með að bera fjárhagslegan skaða vegna vinnutaps, verði veittur styrkur.  Hámark styrks verði kr. 40.000, eða kr. 8.000 hvern dag.  Mælst er með því við fulltrúa Bláskógabyggðar að þeir sameinist í bíl til lækka ferðakostnað, en sveitarfélagið er tilbúið að greiða ferðakostnað sem nemur aksturs einnar bifreiðar hvern dag.

8.4.      Bréf Lofts Jónassonar og Vilborgar Guðmundsdóttur, dags. 3. mars 2011; ósk um framlengingu á leigusamningi og viðræðum um möguleika á uppbyggingu í Árbúðum.
Lagt fram bréf Lofts og Vilborgar þar sem óskað er eftir framlengingu á leigusamningi og viðræðum um möguleika á uppbyggingu í Árbúðum.  Byggðaráð tekur vel í erindið og felur formanni byggðaráðs og sveitarstjóra  að ræða við bréfritara og leggi fyrir byggðaráð niðurstöður viðræðna.

8.5.      Bréf Grósku Hugbúnaði, dags. 4. mars 2011; aðgangur að Grósku.
Bréfi vísað til félagsþjónustu Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.

8.6.      Bréf kjörstjórnar SA, dags 8. mars 2011;  kjör formanns og stjórnar SA.
Innihald bréfs kynnt.

8.7.      Bréf Mannvirkjastofnunar, dags. 9. mars 2011;  slysatryggingar slökkviliðsmanna.
Lagt fram bréf Mannvirkjastofnunar er varðar slysatryggingar slökkviliðsmanna.  Bréfinu vísað til stjórnar BÁ og henni falið að gera grein fyrir slysatryggingum slökkviliðsmanna.

 

  1. Efni til kynningar:

9.1.       Afrit af bréfi Vegagerðarinnar til Eyvindartungu ehf, dags. 18. mars 2011; niðurfelling héraðsvegar.

9.2.       Afrit af bréfi Vegagerðarinnar til Skálholtsstaðar, dags. 18. mars 2011; niðurfelling héraðsvegar. Einnig lagt fram svarbréf Skálholtsstaðar, dagsett 23. mars 2011.

9.3.       Bréf Fornleifaverndar ríkisins, dags. 16. febrúar 2011; efnisnáma í landi Miklaholts.

9.4.       Bréf Félags leikskólakennara, dags. 22. febrúar 2011; ályktun stjórnar.

9.5.       Bréf Umboðsmanns barna, dags 2. mars 2011; niðurskurður sem bitnar á börnum.

9.6.       Ársskýrsla Fræðslunets Suðurlands 2010 ásamt ársreikningi 2010.

9.7.       Bréf Landsnets, dags. 21. mars 2011; Kerfisáætlun 2010.

9.8.       Ársskýrsla Ungmennafélags Biskupstungna 2010.

9.9.       Upplýsingar um skipan afmælisnefndar Aratungu, tilvísun í lið 2.1. á 110. fundi byggðaráðs. Fram kom að fyrir hönd Ungmennafélags Biskupstungna hefur verið skipaður Sveinn Sæland og fyrir hönd Kvenfélags Biskupstungna hefur verið skipuð Margrét Sverrisdóttir.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:10.