113. fundur

 1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

þriðjudaginn 4. maí 2010, kl 15:00

í Fjallasal, Aratungu

 

Mætt voru:

Margeir Ingólfsson oddviti, Drífa Kristjánsdóttir, Þórarinn Þorfinnsson,  Jóhannes Sveinbjörnsson, Jens Pétur Jóhannsson, Snæbjörn Sigurðsson og Kjartan Lárusson.  Einnig  var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Margeir Ingólfsson, oddviti, lagði til breytingu á dagskrá fundar, að inn komi nýir liðir 1.2. og 2.3.  Samþykkt samhljóða.

 

 1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.      Fundargerð 101. fundar byggðaráðs Bláskógabyggðar.
Samþykkt samhljóða.

1.2.      Verkfundargerð vegna verksamningsins Sláttur og hirðing í Bláskógabyggð 2010 – 2012.
Samþykkt samhljóða og Halldóri Karli Hermannssyni falið að undirrita verksamning fyrir hönd Bláskógabyggðar.

 

 1. Skipulagsmál:

2.1.    Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 í land Efra-Apavatns.
Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 í landi Efra-Apavatns.

Í tillögunni felst að um 94 ha svæði sem skilgreint er sem svæði fyrir frístundabyggð breytist í blandaða landnotkun landbúnaðarsvæðis og svæðis fyrir frístundabyggð. Á svæðinu hefur verið stofnað lögbýli með samning við Suðurlandsskóga. Þá er þegar í gildi deiliskipulag frístundabyggðar á hluta svæðisins.

Samþykkt að kynna breytinguna skv. 1. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

2.2.    Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Þingvallasveitar 2004-2016 í landi Heiðarbæjar.

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Þingvallasveitar 2004-2016 í landi Heiðarbæjar. Um er að ræða lagfæringu á uppdrætti á þann hátt að frístundahúsalóðir sem þegar eru til staðar á jörðinni eru skilgreindar sem svæði fyrir frístundabyggð í stað landbúnaðarsvæðis. Ekki er um fjölgun lóða að ræða.

Samþykkt að kynna breytinguna skv. 1. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

2.3.    Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012, hesthúsahverfi á Laugarvatni.
Í breytingunni felst tilfærsla og stækkun á fyrirhuguðu hesthúsahverfi norðaustan Laugarvatns sem verður til þess, að skilgreina opið svæði til sérstakra nota og kemur í stað um 4 ha íbúðarsvæðis og um 1,5 ha verslunar- og þjónustusvæðis.  Ástæða breytingarinnar eru breyttar forsendur varðandi uppbyggingu hesthúsasvæðisins. Tillagan var auglýst 18. mars 2010 ásamt tillögu að endurskoðun deiliskipulags sama svæðis og var athugasemdafrestur til 30. apríl. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

 

 1. Ákvörðun um að fela byggðaráði að staðfesta kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga þann 29. maí 2010.
  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela byggðaráði Bláskógabyggðar að staðfesta kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga, sem fara fram þann 29. maí 2010, fyrir hönd sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.

 2. Staða rekstrar Bláskógabyggðar 2010 og samanburður við fjárhagsáætlun ársins.
  Sveitarstjóri lagði fram yfirlit yfir rekstrarstöðu sveitarsjóðs Bláskógabyggðar. Sveitarstjórn sér ekki ástæðu til þess að breyta eða endurskoða fjárhagsáætlun á þessum tímapunkti, þar sem rekstrarstaða er í takt við samþykkta fjárhagsáætlun.  Sveitarstjórn mun taka afstöðu til endurskoðunar fjárhagsáætlunar á haustmánuðum.
 3. Drög að samningi við Golfklúbbinn Dalbúa um samstarf í íþrótta- og æskulýðsmálum.
  Drög að samningi við Golfklúbbinn Dalbúa lagður fram til kynningar og umræðu. Um er að ræða samstarfssamning um íþrótta- og æskulýðsstarf.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að samningi og felur oddvita að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

 1. Erindi frá nefndarsviði Alþingis dags. 23. apríl 2010; frumvarp til húsaleigulaga o.fl.
  Lagt fram erindi frá nefndarsviði Alþingis þar sem sveitarstjórn er gefinn kostur á að veita umsögn um frumvarp til húsaleigulaga o.fl. en umrætt frumvarp er þingmál nr. 559. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur engar athugasemdir við umrætt þingmál.

 

 1. Erindi frá Skógræktarfélagi Íslands dags. 26. apríl 2010; styrkbeiðni.
  Lagt fram tölvuskeyti Skógræktarfélags Íslands þar sem óskað er eftir styrk við útgáfu Skógræktarritsins. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að styrkja útgáfuna með kr. 15.000.

 2. Staða framkvæmda við Bjarkarbraut, Reykholti, og óinnheimt gatnagerðargjöld.
  Sveitarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda við Bjarkarbraut í Reykholti. Jafnframt gerði sveitarstjóri grein fyrir óinnheimtum gatnagerðargjöldum sem innheimt verða þegar búið er að framkvæma lokafrágang götunnar.

 3. Samstarf ferðaþjónustuaðila á Kili; skeyti Páls Gíslasonar og umsókn til vaxtasamnings.
  Lagt fram skeyti Páls Gíslasonar, dags. 25. apríl 2010, þar sem kynnt eru þrjú verkefni sem ferðaþjónustu aðilar við Kjalveg ætla að vinna að sameiginlega í sumar.  Jafnframt lögð fram afrit af umsókn ferðaþjónustuaðila til Vaxtarsamnings Norðurlands, en til stendur að senda sambærilega umsókn til Vaxtarsamnings Suðurlands.  Málið lagt fram til kynningar og jafnframt er gefinn kostur á að koma fram með athugasemdir.

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:20.