113. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 28. apríl 2011 kl. 15:15.

 

 

Mættir: Helgi Kjartansson, formaður, Jóhannes Sveinbjörnsson, Margeir Ingólfsson, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.       34. fundur skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps ásamt 62. afgreiðslufundi  byggingarfulltrúa.
Staðfest samhljóða.

1.2.       136. fundur félagsmálanefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.
Staðfest samhljóða.

1.3.       43. fundur stjórnar Bláskógaveitu.
Staðfest samhljóða.

1.4.       Fundur atvinnu- og ferðamálanefndar Bláskógabyggðar, dags. 23. mars 2011.
Staðfest samhljóða.

1.5.       Fundur vegna opnunar tilboða í verkið „Sláttur og hirðing á Laugarvatni“, dags. 14. apríl 2011.
Staðfest samhljóða og byggðaráð samþykkir fyrir sitt leyti að gengið verði til samninga við lægst bjóðanda.

1.6.       Fundur vegna opnunar tilboða í verkið „Sláttur og hirðing í Laugarási og Reykholti“, dags. 14. apríl 2011.
Staðfest samhljóða og byggðaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægst bjóðanda.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.       Minnisblað vegna fundar sveitarfélaganna í Uppsveitum Árnessýslu um athugun á samvinnu í íþrótta- og æskulýðsmálum.

2.2.       299. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands.

2.3.       300. fundur  stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, ásamt minnisblaði.

2.4.       201. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands bs.

2.5.       Aðalfundur  skipulags- og byggingafulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps bs, 26. apríl 2011.

 

  1. Þingmál til umsagnar:

3.1.      Erindi frá nefndarsviði Alþingis;  umsögn um þingmál 661.

Byggðaráð gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi frumvarp til laga.

3.2.      Erindi frá nefndarsviði Alþingis;  umsögn um þingmál 720.

Byggðaráð gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi frumvarp til laga.

3.3.      Erindi frá nefndarsviði Alþingis;  umsögn um þingmál 726.

Umræða varð um fyrirliggjandi frumvarp til sveitarstjórnarlaga.  Byggðaráð samþykkir að vísa umsögn til næsta fundar sveitarstjórnar þann 5. maí n.k.

3.4.      Erindi frá nefndarsviði Alþingis;  umsögn um þingmál 728.

Byggðaráð gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi frumvarp til laga.

3.5.      Erindi frá nefndarsviði Alþingis;  umsögn um þingmál 747.

Byggðaráð gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi frumvarp til laga.

3.6.      Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 18. apríl 2011; umsögn um frumvarp til nýrra sveitarstjórnarlaga.
Lagt fram til kynningar og vísað til dagskrárliðar 3.3 hér fyrir ofan.

 

  1. Samkomulag um landbótaáætlun fyrir Biskupstungnaafrétt 2011 – 2015.

Lagt fram samkomulag um landbótaáætlun fyrir Biskupstungnaafrétt fyrir árin 2011 til 2015.  Byggðaráð leggur til að sveitarstjórn samþykki fyrir sitt leyti fyrirliggjandi samkomulag.

 

  1. Drög að samningi við Gljástein ehf. um leigu fjallaskála á Biskupstungnaafrétti; framlenging gildandi samnings ásamt beiðni um uppbyggingu ferðaþjónustu í Árbúðum.

         Lögð fram drög að nýjum leigusamningi við Gljástein ehf um leigu skálanna í Árbúðum og Svartárbotnum ásamt hesthúsum og gerðum.  Innan þess leigða falla einnig hestagerði við Fremstaver, Sandá og Hvítárbrú.

Einnig var lögð fram drög að samningi við Gjástein ehf. um uppbyggingu á ferðaþjónustuhúsi sem stendur til að reisa í Árbúðum.  Um er að ræða um 80fm hús sem er ætlað til móttöku ferðamanna og sölu veitinga.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að ganga til samninga við Gljástein ehf á þessum grundvelli og felur formanni byggðaráðs og sveitarstjóra að ljúka samningum milli aðila á grundvelli framlagðra draga að samningum og veitir sveitarstjóra jafnframt fullnaðarumboð til að undirrita samningana fyrir hönd Bláskógabyggðar.

 

  1. Lokun Lyngbrautar við Biskupstungnabraut:

6.1.      Bréf frá Bændasamtökum Íslands, dags. 13. apríl 2011; Garðyrkjustöðin Kvistar.

Lagt fram bréf Bændasamtaka Íslands, sem ritað er í umboði eigenda Garðyrkjustöðvarinnar Kvista.  Í bréfinu kemur fram ósk um endurskoðun ákvarðana um að rjúfa vegtengingu Lyngbrautar við Biskupstungnabraut, þannig að þessi vegtenging fái að vera áfram.

6.2.      Tölvuskeyti P.J. Kooij á Íslandi, dags 21. apríl 2011.

Lagt fram tölvuskeyti P.J. Kooij á Íslandi þar sem fyrirhugaðri aflögn vegtengingar Lyngbrautar við Biskupstungnabraut er mótmælt.  Jafnframt er óskað eftir rökstuðningi fyrir þeirri ákvörðun sveitarfélagsins.

 

Byggðaráð samþykkir samhljóða að vísa þessum erindum, sem falla undir liði 6.1 og 6.2 til næsta fundar sveitarstjórnar.

 

  1. Aratunga og íþróttamiðstöðin Reykholti.

Formaður kynnti fyrir byggðaráði þá vinnu sem komin er af stað varðandi sviðstjöld (drapperingar) í Aratungu.  Þá sagði formaður frá hugmyndum afmælisnefndar Aratungu.  Umræður urðu um þessi mál. Einnig urðu umræður um ýmis mál er snerta íþróttamiðstöðina í Reykholti, en m.a. var kynnt að ný knattspyrnumörk hafa fengist á útivöllinn í Reykholti að tilstuðlan Umf. Biskupstungna og vill byggðaráð þakka fyrir þetta góða framtak.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

8.1.      Tölvuskeyti Brunavarna Árnessýslu, dags. 15. apríl 2011; yfirferð slökkvitækja.

Lagt fram tölvuskeyti frá Brunavörnum Árnessýslu þar sem gerð er tillaga um framtíðar fyrirkomulag um yfirferð slökkvitækja og útvegun þeirra.

Tillagan felur í sér að hætt verði að útvega slökkvitæki í ný íbúðarhús hvort sem er í þéttbýli eða til sveita.  Áfram verði farið heim á hvert heimili til að yfirfara og skipta út tækjum eins og verið hefur. Rekstraraðilar komi sjálfir með sín tæki til yfirferðar.

Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við þetta fyrirkomulag, svo framarlega að önnur sveitarfélög í byggðasamlaginu BÁ hafi sama hátt á.  Þá þurfi að kynna þetta breytta fyrirkomulag vel fyrir öllum hlutaðeigandi aðilum.

8.2.      Tölvuskeyti Péturs H. Jónssonar, dags. 14. apríl 2011; reiðleiðir í Bláskógabyggð.

Lagt fram tölvuskeyti og uppdráttur frá Pétri H. Jónssyni sem sýnir hvaða reiðleiðir innan Bláskógabyggðar Landsamband hestamannafélaga hyggst birta á heimasíðu sinni.  Byggðaráð Bláskógabyggðar óskar eftir umsögn um hvaða reiðleiðir verða birtar á heimasíðu Landsambands hestamanna hjá Hestamannafélaginu Loga og Hestamannafélaginu Trausta og óskar eftir að umsögnin liggi fyrir næsta sveitarstjórnarfund þann 5. maí 2011.

8.3.      Bréf Júlíönu Magnúsdóttur, móttekið 7. júlí 2011; beiðni um endurskoðun á afgreiðslu styrkumsóknar.

Lagt fram bréf Júlíönu Magnúsdóttur þar sem hún óskar eftir endurskoðun á afgreiðslu erindis hennar á fundi byggðaráðs þann 24. febrúar 2011.  Í bréfinu færir hún rök fyrir þessari beiðni sinni.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að fyrri ákvörðun byggðaráðs standi.

8.4.      Tölvuskeyti Skógræktarfélags Íslands, dags 13. apríl 2011; heiðursáskrift 2011.

Lagt fram tölvuskeyti Skógræktarfélags Íslands þar sem boðin er heiðursáskrift ársrits félagsins.  Bláskógabyggð hefur verið með heiðursáskrift undanfarin ár og  samþykkir byggðaráð samhljóða að halda heiðursáskrift ritsins í ár, en kostnaður nemur kr. 15.000.

8.5.      Bréf Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra dags. 6. apríl 2011; kostnaðarþátttaka við sumar- og helgardvöl fatlaðra barna og ungmenna í Reykjadal 2011.

Lagt fram bréf Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra þar sem óskað er eftir kostnaðarþátttöku við sumar- og helgardvöl fatlaðra barna og ungmenna í Reykjadal næsta sumar.  Fyrir liggur umsókn frá einum aðila úr Bláskógabyggð um tveggja vikna dvöl í sumar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að greiða sem nemur helming þátttökugjalds fyrir aðila frá Bláskógabyggð, eða kr. 20.450 fyrir hverja vikudvöl.  Þó er greitt að hámarki fyrir tveggja vikna dvöl fyrir hvern einstakling.

 

  1. Efni til kynningar:

9.1.       Tölvuskeyti Rannsóknar og greiningar, dags. 18. apríl 2011; skýrslan „Fyrsta ölvunin“.

9.2.       Ársreikningur 2010 fyrir Msj. Biskupstungna.

9.3.       Bréf Fornleifaverndar ríkisins, dags. 31. mars 2011; Dsk – Sóltún í Bláskógabyggð.

9.4.       Bréf HSK, dags 4. apríl 2011; Ársskýrsla 2010.

9.5.       Ársreikningur Atvinnuþróunarfélags Suðurlands 2010.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00.