114. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

þriðjudaginn 1. júní 2010, kl 15:00

í Fjallasal, Aratungu

 

Mætt voru:

Margeir Ingólfsson oddviti, Drífa Kristjánsdóttir, Þórarinn Þorfinnsson,  Jóhannes Sveinbjörnsson, Jens Pétur Jóhannsson, Snæbjörn Sigurðsson og Kjartan Lárusson.  Einnig  var mættur Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Margeir Ingólfsson, oddviti, lagði til breytingu á dagskrá fundar, að inn komi nýr liður 3.3.  Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.  Fundargerð 102. fundar byggðaráðs Bláskógabyggðar.
Samþykkt samhljóða.

1.2.  Fundargerð 125. fundar félagsmálanefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.
Samþykkt samhljóða.

 

  1. Bréf Sýslumannsins á Selfossi, dags. 17. maí 2010; umsögn um rekstrarleyfisumsókn.
    Lagt fram bréf Sýslumannsins á Selfossi þar sem óskað er eftir umsögn um breytingu á rekstrarleyfi Fosshamars ehf í Golfklúbbnum Dalbúa, en sótt er um leyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II.
    Sveitarstjórn gerir engar athugasemdir við að Sýslumaðurinn á Selfossi veiti umbeðið leyfi, enda samrýmist þessi rekstur skipulagsskilmálum svæðisins.

  2. Innsend erindi:

3.1.  Bréf Kvenfélags Biskupstungna dags. 25. maí 2010;  styrkumsókn.
Lagt fram bréf Kvenfélags Biskupstungna þar sem óskað er eftir styrk á móti húsaleigu Aratungu og Bergholts.  Samtals nemur styrkbeiðnin kr. 79.001.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita Kvenfélagi Biskupstungna umbeðinn styrk á móti útsendum reikningi fyrir húsaleigu.

3.2.  Bréf Gullkistunnar dags. 20 maí 2010; umsókn um stuðning og samstarf.
Lagt fram bréf Gullkistunnar þar sem óskað er eftir stuðningi og samstarfi við undirbúning viðburðar sem halda skal á Laugarvatni 19.- 20. júní 2010.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa þessu erindi til nýrrar sveitarstjórnar.

3.3.  Bréf Samkeppniseftirlitsins, dags. 28. maí 2010; sorphirða.

Lagt fram bréf Samkeppniseftirlitsins þar sem kvörtun Íslenska gámafélagsins ehf er kynnt og sveitarfélaginu boðið að koma fram með athugasemdir.  Grímsnes- og Grafningshreppur fékk sent samsvarandi bréf.
Sveitarstjóra falið, í samráði við sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps, að koma fram með sjónarmið sveitarstjórnar gagnvart kvörtun Íslenska Gámafélagsins ehf  og fá aðstoð lögmanns við þá vinnu.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:45.