114. fundur
- fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 26. maí 2011 kl. 15:15.
Mættir: Helgi Kjartansson, formaður, Jóhannes Sveinbjörnsson, Margeir Ingólfsson, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð.
- Fundargerðir til staðfestingar:
1.1. 10. fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar.
Staðfest samhljóða.
1.2. 137. fundur félagsmálanefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.
Staðfest samhljóða.
1.3. Fundur atvinnu- og ferðamálanefndar Bláskógabyggðar, dags. 7. maí 2011.
Staðfest samhljóða.
1.4. Fundur vegna opnunar tilboða í verkið „Tæming rotþróa í Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi“, dags. 11. maí 2011.
Staðfest samhljóða.
1.5. 1. verkfundargerð; Vatnsveita við Stóragil.
Staðfest samhljóða.
1.6. Minnisblað vegna fundar um samvinnu í íþrótta- og æskulýðsmálum í Uppsveitum Árnessýslu.
Staðfest samhljóða. Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela formanni byggðaráðs ásamt æskulýðsnefnd að vinna málið áfram.
- Fundargerðir til kynningar:
2.1. 202. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands bs. ásamt endurskoðaðri fjárhagsáætlun.
2.2. 203. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands bs.
2.3. Fundargerð Upplýsinga- og samráðsfundar Sorpstöðvar Suðurlands, dags. 10. maí 2011.
- Þingmál til umsagnar; umsögn um þingmál 778, barnalög.
Erindi frá nefndarsviði Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um þingmál 778, barnalög. Byggðaráð gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi frumvarp til laga.
- Fjárstreymisyfirlit sveitarsjóðs Bláskógabyggðar janúar – apríl 2011.
Sveitarstjóri lagði fram og skýrði yfirlit yfir fjárstreymi sveitarsjóðs Bláskógabyggðar fyrir mánuðina janúar til apríl á þessu ári. Einnig lagði hann fram og skýrði yfirlit yfir innheimtu staðgreiðslu sem af er þessu ári ásamt upplýsingum um innheimtu staðgreiðslu síðustu þriggja ára deilt niður á mánuði, til samanburðar.
- Tillaga að breytingu aðalskipulags Laugardalshrepps 2000-2012; Efra-Apavatn.
Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 í landi Efra-Apavatns. Í tillögunni felst að um 65 ha svæði sem skilgreint er sem svæði fyrir frístundabyggð breytist í blandaða landnotkun landbúnaðarsvæðis og svæðis fyrir frístundabyggð. Á svæðinu hefur verið stofnað lögbýli með samning við Suðurlandsskóga. Þá er þegar í gildi deiliskipulag frístundabyggðar á hluta svæðisins. Tillagan var auglýst til kynningar 10. mars 2011 með athugasemdafresti til 22. apríl. Engar athugasemdir bárust.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn, að hún samþykki aðalskipulagsbreytinguna skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. og feli skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
- Öryggismál íþróttamiðstöðvarinnar í Reykholti.
Umræða varð um reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum og hvernig innra skipulag íþróttamiðstöðvarinnar í Reykholti stendur gagnvart henni. Byggðaráð leggur áherslu á að ákvæðum reglugerðar um öryggis- og hollustuhætti á sund- og baðstöðum sé fylgt í rekstri íþróttamiðstöðvarinnar.
- Innsend bréf og erindi:
7.1. Tölvuskeyti UMFÍ dags. 19. maí 2011; göngubókin „Göngum um Ísland“.
Lagt fram tölvuskeyti UMFÍ þar sem óskað er eftir leyfi fyrir að göngubókin „Göngum um Ísland“ fái að liggja frammi í anddyri sundlaugarinnar í Reykholti almenningi til sýnis og fræðslu. Byggðaráð fagnar framtaki UMFÍ og veitir leyfi fyrir því að bókin liggi frammi í anddyri íþróttamiðstöðvarinnar í Reykholti.
7.2. Tölvuskeyti BÍKR, dags. 20. maí 2011; Aflagðir vegir um Lyngdalsheiði og Tröllháls.
Lagt fram tölvuskeyti BÍKR þar sem óskað er eftir afnotum af aflögðum vegum um Lyngdalsheiði og Tröllháls, til keppni í akstursíþróttum.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að vegurinn um Tröllháls verði nýttur fyrir rallkeppni umrædda daga sumarið 2011. Byggðaráð heimilar ekki að rallkeppni fari fram á gamla Gjábakkaveginum enda er hann skilgreindur sem göngu- og reiðleið á aðalskipulagi. Byggðaráð samþykkir samhljóða að vísa þessum erindum til næsta fundar sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Jafnframt beinir byggðaráð því til vinnuhóps um endurskoðun aðalskipulaga að afstaða verði tekin til nýtingar vegarins um Tröllháls.
7.3. Bréf Menntaskólans að Laugarvatni dags. 6. maí 2011; styrkur á móti húsaleigu.
Lagt fram bréf Menntaskólans að Laugarvatni þar sem óskað er eftir fjárstyrk á móti leigugjaldi í Aratungu í tengslum við leiksýningar sem leikhópur nemendafélags ML í Aratungu. Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita styrk á móti húsaleigu í Aratungu að upphæð kr. 178.484.
7.4. Bréf SÁÁ dags. maí 2011; styrkbeiðni.
Lagt fram bréf frá SÁÁ þar sem óskað er eftir fjárstyrk til reksturs samtakanna. Byggðaráð telur að sveitarsjóður hafi ekki tök á að veita fjármagni til verkefnisins og hafnar því erindinu samhljóða
7.5. Bréf Aflsins, dags. 4. maí 2011; styrkbeiðni.
Lagt fram bréf frá Aflinu þar sem óskað er eftir fjárstyrk til reksturs samtakanna. Byggðaráð telur að sveitarsjóður hafi ekki tök á að veita fjármagni til verkefnisins og hafnar því erindinu samhljóða.
7.6. Bréf Skólahreysti, móttekið 17. maí 2011; styrkbeiðni.
Lagt fram bréf frá Skólahreysti þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna framkvæmdar íþróttakeppninnar. Byggðaráð telur að sveitarsjóður hafi ekki tök á að veita fjármagni til verkefnisins og hafnar því erindinu samhljóða.
7.7. Tölvuskeyti Helgu Ágústsdóttur dags. 23. maí 2011; uppsögn húsnæðis.
Lagt fram tölvuskeyti Helgu Ágústsdóttur þar sem hún segir upp húsnæði sem hún hefur haft á leigu, Miðholti 17. Byggðaráð samþykkir samhljóða að Helga Ágústsdóttir verði laus frá leigusamningum í lok þessa mánaðar þann 31. maí 2011. Sveitarstjóri mun kanna möguleika á að losa sveitarsjóð undan leigusamningi við Íbúðalánasjóð sem fyrst, en að öðrum kosti rennur leigusamningur um umrædda íbúð úr gildi 31. júlí n.k.
- Efni til kynningar:
8.1. Bréf Fjölbrautaskóla Suðurlands, dags. 18. maí 2011; próf grunnskólanema í einstökum áföngum við FSu á haustönn 2011.
8.2. Bréf Sorpstöðvar Suðurlands dags. 18. maí 2011; Hækkun gjaldskrár og lokun umhleðslustöðvar.
8.3. Bréf Varasjóðs húsnæðismála, móttekið 17. maí 2011; úthlutun framlaga.
8.4. Samkomulag um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms.
8.5. Bréf Vegagerðarinnar dags. 9. maí 2011; Eyvindartunguvegur (nr. 3702).
8.6. Bréf Vegagerðarinnar dags. 9. maí 2011; Skálholtsstaðavegur (nr. 3540).
8.7. Bréf Special Olympics dags. 5. maí 2011; þakkir fyrir stuðning.
8.8. Bréf Sveitarfélagsins Árborgar, dags. 3. maí 2011; Skólaskrifstofa Suðurlands.
8.9. Bréf Orlofs húsmæðra, dags. 18. apríl 2011; Skýrsla og reikningar 2010.
8.10. Bréf Fornleifaverndar ríkisins, dags. 26. apríl 2011; Skotalda í Austurhlíð, deiliskipulag.
8.11. Bréf Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, dags. 12. maí 2011; samþykkt frá 70. Íþróttaþingi ÍSÍ.
8.12. Björgunarsveit Biskupstungna; Árskýrsla 2010.
8.13. Gufa ehf; Ársreikningur 2010.
8.14. Byggðasafn Árnesinga; Ársskýrsla 2010.
8.15. Skipulags- og byggingafulltrúaembætti Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps bs.; Ársreikningur 2010.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00.