115. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

mánudaginn 14. júní 2010, kl 9:00

í Fjallasal, Aratungu

 

Mætt voru:

Drífa Kristjánsdóttir, Helgi Kjartansson, Margeir Ingólfsson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Valgerður Sævarsdóttir, Smári Stefánsson, Sigurlína Kristinsdóttir, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir sviðstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Drífa Kristjánsdóttir setti fund, sem aldursforseti kjörinna fulltrúa, og bauð nýkjörið sveitarstjórnarfólk velkomið til starfa.  Drífa lagði til dagskrárbreytingu að inn komi þrír (3) nýir liðir 9.4, 9.5 og 9.6.  Samþykkt samhljóða.

 

  1. Kosning oddvita og varaoddvita til eins árs.

Lögð fram tillaga um Drífu Kristjánsdóttur sem oddvita sveitarstjórnar. Tillagan var borin upp og samþykkt með 4 atkvæðum(DK,HK,VS og JS) og 3 sátu hjá(MI,SK og  SS).  Lögð fram tillaga um Helga Kjartansson sem varaoddvita og hún samþykkt með 4 atkvæðum(DK,HK,VS og JS) og 3 sátu hjá(MI,SK og  SS). 

  1. Kosning fundarritara.

Ritari:                  Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðstjóri.

Vararitari:           Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri.

Samþykkt samhljóða.

  1. Ráðning sveitarstjóra Bláskógabyggðar.

Valtýr vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

Lögð fram drög að ráðningarsamningi við Valtý Valtýsson sem sveitarstjóra Bláskógabyggðar kjörtímabilið 2010 til 2014.

Fyrirliggjandi drög að ráðningarsamningi við Valtý Valtýsson samþykktur samhljóða og oddvita falið að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarstjórnar.


Bókun Þ-listans

Þ-listinn fagnar því að Valtýr Valtýsson muni áfram starfa sem sveitarstjóri Bláskógabyggðar, enda með ráðningu hans  tryggt að við rekstur  sveitafélagsins verði áfram sömu áherslur og verið hafa síðastliðin ár.

 

  1. Kosning í nefndir og ráð Bláskógabyggðar.

4.1.      Byggðaráð, til eins árs (þrír aðalmenn og þrír varamenn).

Aðalmenn:        Helgi Kjartansson, formaður, Dalbraut 2.

Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ.

Margeir Ingólfsson, Brú.

Varamenn:        Valgerður Sævarsdóttir, Garði .

Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum.

Sigurlína Kristinsdóttir, Bjarkarbraut 17.

Samþykkt samhljóða.

 

4.2.      Yfirkjörstjórn Bláskógabyggðar, til eins árs (þrír aðalmenn og þrír varamenn).

Aðalmenn:        Pétur Skarphéðinsson, formaður, Launrétt 3.

Hilmar Einarsson, Torfholti 12.

Þóra Einarsdóttir, Kárastöðum.

Varamenn:      Guðrún Sveinsdóttir, Bjarkarbraut 3.

Sigurður Jónsson, Eyvindartungu.

Sveinbjörn Einarsson, Heiðarbæ 2.

Samþykkt samhljóða.

 

4.3.      Undirkjörstjórn fyrir Biskupstungur, til eins árs.

Aðalmenn:        Gústaf Sæland, formaður, Sólveigarstöðum.

Elínborg Sigurðardóttir, Iðu.

Ólafur Einarsson Torfastöðum.

Varamenn:       Bjarni Kristinsson, Brautarhóli.

Arnheiður Þórðardóttir, Gýgjarhólskoti.

Kristján Kristjánsson, Bjarkarbraut 12.

Samþykkt samhljóða.

 

4.4.      Undirkjörstjórn fyrir Laugardal og Þingvallasveit, til eins árs.

Aðalmenn:        Elsa Pétursdóttir, formaður, Útey I.

Þórdís Pálmadóttir, Hrísholti 8.

Pétur Ingi Haraldsson, Torfholti 2.

Varamenn:        Karl Eiríksson, Miðdalskoti.

Hallbera Gunnarsdóttir, Háholti 2c.

Margrét Þórarinsdóttir, Efsta-Dal 1.

Samþykkt samhljóða.

 

4.5.      Aðalfundur SASS, til eins árs ( þrír fulltrúar og þrír til vara).

Aðalmenn:        Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum.

Helgi Kjartansson, Dalbraut 2.

Margeir Ingólfsson, Brú.

Varamenn:        Valgerður Sævarsdóttir, Garði.

Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ.

Smári Stefánsson, Háholti 2c.

Samþykkt samhljóða.

 

4.6.      Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, til eins árs (þrír fulltrúar og þrír til vara).

Aðalmenn:        Helgi Kjartansson, Dalbraut 2.

Valgerður Sævarsdóttir, Garði.

Sigurlína Kristinsdóttir, Bjarkarbraut 17.

Varamenn:        Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum.

Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ.

Margeir Ingólfsson, Brú.

Samþykkt samhljóða.

 

4.7.      Aðalfundur Skólaskrifstofu Suðurlands, til eins árs (þrír fulltrúar og þrír til vara).

Aðalmenn:        Helgi Kjartansson, Dalbraut 2.

Valgerður Sævarsdóttir, Garði.

Margeir Ingólfsson, Brú.

Varamenn:        Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum.

Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ.

Sigurlína Kristinsdóttir, Bjarkarbraut 17.

Samþykkt samhljóða.

 

4.8.      Aðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands, til eins árs (einn fulltrúi og einn til vara).

Aðalmaður:            Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum.

Varamaður:            Valgerður Sævarsdóttir, Garði.

Samþykkt með 4 atkvæðum(DK,HK,VS og JS) og 3 sátu hjá(MI,SK og  SS). 

 

4.9.      Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, til eins árs (þrír fulltrúar og þrír til vara).

Aðalmenn:        Helgi Kjartansson, Dalbraut 2.

Valgerður Sævarsdóttir, Garði.

Smári Stefánsson, Háholti 2c.

Varamenn:        Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum.

Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ.

Margeir Ingólfsson, Brú.

Samþykkt samhljóða.

 

4.10.  Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands, til eins árs (einn fulltrúi og einn til vara).

Aðalmaður:            Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum.

Varamaður:            Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ.

Samþykkt með 4 atkvæðum(DK,HK,VS og JS) og 3 sátu hjá(MI,SK og  SS). 

4.11.  Skoðunarmenn reikninga (tveir aðalmenn og tveir til vara).

Aðalmenn:        Hreinn Ragnarsson, Torfholti 4.

Eiríkur Jónsson, Gýgjarhólskoti.

Varamenn:        Elsa Pétursdóttir, Útey I.

Svavar Sveinsson, Gilbrún.

Samþykkt samhljóða.

 

4.12.  Fræðslunefnd (þrír aðalmenn og þrír til vara).a

Aðalmenn:        Sigurbjörn Árni Arngrímsson, formaður, Laugarbraut 7a.

Bryndís Böðvarsdóttir, Torfholti 2.

Axel Sæland, Sólbraut 5.

Varamenn:        Valgerður Sævarsdóttir, Garði.

Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ.

Smári Stefánsson, Háholti 2c.

Samþykkt samhljóða.

4.13.  Umhverfisnefnd (þrír aðalmenn og þrír til vara).

Aðalmenn:        Herdís Friðriksdóttir, formaður, Daltúni.

Pálmi Hilmarsson, Bala.

Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, Hrosshaga.

Varamenn:        Einar Á. E. Sæmundsen, Daltúni.

Valgerður Sævarsdóttir, Garði.

Hólmfríður Ingólfsdóttir, Holtagötu 15a.

Samþykkt samhljóða.

 

4.14.  Fjallskilanefnd Biskupstungna (fimm aðalmenn og fimm til vara).

Aðalmenn:        Eyvindur Magnús Jónasson, formaður, Kjóastöðum.

Ólafur Einarsson, Torfastöðum.

Hallgrímur Guðfinnsson, Miðhúsum.

Eiríkur Jónsson, Gýgjarhólskoti.

Magnús Kristinsson, Austurhlíð.

Varamenn:        Rúnar Björn Guðmundsson, Vatnsleysu.

Sævar Bjarnhéðinsson, Arnarholti.

Gunnar Ingvarsson, Efri-Reykjum.

Kjartan Sveinsson, Bræðratungu.

Kristín S. Magnúsdóttir, Austurhlíð.

Samþykkt samhljóða.

 

4.15.  Fjallskilanefnd Laugardals (þrír aðalmenn og þrír til vara).

Aðalmenn:        Friðgeir Stefánsson, formaður, Laugardalshólum.

Gróa Grímsdóttir, Ketilvöllum.

Sigurður Jónsson, Eyvindartungu.

Varamenn:       Jón Þór Ragnarsson, Lindarbraut 11.

Sveinbjörn Jóhannsson, Snorrastöðum.

Sigurður Sigurðarson Hrísholti 11.

Samþykkt samhljóða.

 

4.16.  Fjallskilanefnd Þingvallasveitar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að þetta kjörtímabil skulu allir nefndarmenn fjallskilanefndar Þingvallasveitar vera aðalmenn, en þeir eru:

Halldór Kristjánsson,formaður Stíflisdal.

Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ.

Gunnar Þórisson, Fellsenda.

Ragnar Jónsson, Brúsastöðum.

Jóhann Jónsson, Mjóanesi.

Sveinbjörn Einarsson, Heiðarbæ II.

Samþykkt samhljóða.

 

4.17.  Menningarmálanefnd (þrír aðalmenn og þrír til vara).

Aðalmenn:        Skúli Sæland, formaður, Reykholti.

Valgerður Jónsdóttir, Laugarbraut 5.

Kristinn Ólason, Skálholti.

Varamenn:       Geirþrúður Sighvatsdóttir, Miðhúsum.

Ann Helen Odberg, Útey.

Sigurlína Kristinsdóttir, Bjarkarbraut 17.

Samþykkt samhljóða.

 

4.18.  Æskulýðsnefnd (þrír aðalmenn og þrír til vara).

Aðalmenn:        Rúnar Gunnarsson, formaður, Efri-Reykjum.

Smári Þorsteinsson, Bjarkarbraut 3.

Smári Stefánsson, Háholti 2c.

Varamenn:        Helgi Kjartansson, Dalbraut 2.

Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Syðri-Reykjum.

Sigurlína Kristinsdóttir, Bjarkarbraut 17.

Samþykkt samhljóða.

 

4.19.  Veitustjórn (þrír aðalmenn og þrír til vara).

Aðalmenn:        Jóhannes Sveinbjörnsson, formaður, Heiðarbæ.

Kjartan Lárusson, Austurey.

Þórarinn Þorfinnsson, Spóastöðum.

Varamenn:        Theódór Vilmundarson, Efsta-Dal.

Brynja Eyþórsdóttir, Réttarási 9.

Ómar Sævarsson, Heiðmörk.

Samþykkt samhljóða.

 

4.20.  Á aðalfund Sambands íslenskra sveitarfélaga (einn fulltrúi og einn til vara).

Aðalmaður:            Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum.

Varamaður:            Helgi Kjartansson, Dalbraut 2.

Samþykkt með 4 atkvæðum(DK,HK,VS og JS) og 3 sátu hjá(MI,SK og  SS). 

4.21.  Héraðsnefnd Árnesinga (einn fulltrúi og einn til vara).

Aðalmaður:         Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum.

Varamaður:            Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ.

Samþykkt með 4 atkvæðum(DK,HK,VS og JS) og 3 sátu hjá(MI,SK og  SS). 

4.22.  Í stjórn Landgræðslufélags Biskupstungna (einn fulltrúi og einn til vara).

Aðalmaður:            Helgi Kjartansson, Dalbraut 2.

Varamaður:            Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum.

Samþykkt með 4 atkvæðum(DK,HK,VS og JS) og 3 sátu hjá(MI,SK og  SS). 

4.23.  Sameiginleg félagsmálanefnd Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps (einn fulltrúi og annar til vara).
Samkvæmt samþykktum er formaður félagsmálanefndar fulltrúi í þjónustuhópi aldraðra fyrir sveitarfélögin.

Aðalmaður:            Kristín Ólafsdóttir, Kjóastöðum.

Varamaður:            Fanney Gestsdóttir, Hjálmstöðum.

Samþykkt með 4 atkvæðum(DK,HK,VS og JS) og 3 sátu hjá(MI,SK og  SS). 

4.24.  Almannavarnarnefnd (einn fulltrúi og einn til vara).

Aðalmaður:            Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri.

Varamaður:            Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum.

Samþykkt með 4 atkvæðum(DK,HK,VS og JS) og 3 sátu hjá(MI,SK og  SS). 

4.25.  Sameiginleg skipulags- og byggingarnefnd Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.

Skipulagsnefndin er jafnframt stjórn byggðasamlags sveitarfélaganna um embætti skipulags- og byggingarfulltrúa (einn aðalmaður og einn varamaður).

Aðalmaður:            Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum.

Varamaður:            Helgi Kjartansson, Dalbraut 2.

Samþykkt með 4 atkvæðum(DK,HK,VS og JS) og 3 sátu hjá(MI,SK og  SS). 

4.26.  Fulltrúaráð Brunavarna Árnessýslu (einn aðalmaður og einn varamaður).

Aðalmaður:            Kjartan Lárusson, Austurey.

Varamaður:            Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum.

Samþykkt með 4 atkvæðum(DK,HK,VS og JS) og 3 sátu hjá(MI,SK og  SS). 

4.27.  Tilnefning fulltrúa í starfshóp um mat á sameiningarkostum sveitarfélaga, sbr. bréf SASS frá 8. apríl 2010 (einn fulltrúi og annar til vara).
Aðalmaður:            Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum.

Varamaður:            Valgerður Sævarsdóttir, Garði.

Samþykkt með 4 atkvæðum(DK,HK,VS og JS) og 3 sátu hjá(MI,SK og  SS).


Bókun Þ-listans

Þ-listinn bendir á að margt virðist hafa breytst í viðhorfum T-listans við það að hafa komist í meirihluta. Á síðasta kjörtímabili lagði T-listinn mikla áherslu á að minnihlutinn fengi formennsku í nefndum og aukið vægi í nefndunum.  Þessar áherslur virðast ekki vera til staðar lengur og fróðlegt verður að sjá hvernig samstarf meirihlutinn ætlar að eiga við minnihlutann,  en gott samstarf við minnihlutann var eitt af kosningaloforðum T-listans.

 

  1. Tillaga að breytingu á Samþykktum Bláskógabyggðar (fyrri umræða).
    Lögð var fram eftirfarandi tillaga að breytingu á samþykktum Bláskógabyggðar:

Lagt er til að settar verði á laggirnar tvær nýjar nefndir hjá Bláskógabyggð.  Um er að ræða annars vegar Atvinnu- og ferðamálanefnd sem skipuð verði 5 aðalmönnum og jafnmörgum til vara, og hins vegar Samgöngunefnd sem skipuð verði 3 aðalmönnum og jafnmörgum til vara.  Drög að erindisbréfum fyrir þessar nefndir verða lögð fyrir sveitarstjórn við síðari umræðu tillögunnar á næsta fundi sveitarstjórnar. Jafnframt verður þá lögð fram endanlega útfærður texti um breytingar á samþykktum Bláskógabyggðar. Vísað til síðari umræðu.

 

Bókun Þ-listans.

Þ-listinn bendir á að á síðasta kjörtímabili voru verkefni þessara nefnda færð undir byggðaráð og kom það mjög vel út. Með þessari breytingu gat byggðaráð tekið á þessum málaflokkum um leið og verkefnin komu upp en ekki þurfti að bíða eftir fundi í viðkomandi nefnd. Þ-listinn leggur mikla áherslu á að nefndir verði ekki fjölmennari en þriggja manna til þess að tryggja skilvirkni nefndanna.

 

  1. Ráðning oddvita í hlutastarf.

Drífa Kristjánsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið og tók Helgi Kjartansson við fundarstjórn. Jafnframt tók Kjartan Lárusson sæti í sveitarstjórn undir þessum dagskrárlið.

Lögð fram drög að ráðningarsamningi við Drífu Kristjánsdóttur, oddvita, í 50% starf hjá skrifstofu Bláskógabyggðar,  fyrir starf hennar sem oddviti sveitarstjórnar svo og önnur störf sem tilgreind eru í ráðningarsamningi s.s. skipulags- og framkvæmdamál sveitarfélagsins.

Fyrirliggjandi eru drög að ráðningarsamningi og sveitarstjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarstjórnar.

Samþykkt með 4 atkvæðum(KL,HK,VS og JS) og 3 sátu hjá(MI,SK og  SS).

 

Bókun Þ-listans.
Í ljósi þess að T-listinn hefur ítrekað lagt til að starfshlutfall fráfarandi oddvita verði minnkað niður í 20%, sjá tillögu T-listans á 101. fundi sveitarstjórnar sem haldinn var 12. maí 2009, þá spyr Þ-listinn hvað hafi breytst við tilkomu nýs oddvita?  Hefur verkefnum fjölgað eða er það mat T-listans að nýkjörinn oddviti þurfi  að vera í 50% starfi til þess að anna því sem T-listinn taldi að fráfarandi oddviti gæti  annað í 20% starfi? Einnig minnir Þ-listinn á að við ráðningu fráfarandi oddvita í hlutastarf hjá sveitarfélaginu fyrir fjórum árum hafnaði T-listinn þeirri ráðningu þar sem engin þörf væri á að hafa oddvita í hlutastarfi, sjá bókun T-lista á 60. fundi sveitarstjórnar sem haldinn var 13. júní 2006.

 

  1. Ákvörðun um fundartíma sveitarstjórnar og byggðaráðs.

Lagt er til að fastir fundartímar sveitarstjórnar og byggðaráðs verði eftirfarandi:

Sveitarstjórnarfundir:         Fyrsti fimmtudagur í mánuði kl. 15:15.

Byggðaráð:                      Síðasti fimmtudagur í mánuði kl. 15:15.

Aukafundir verða boðaðir sérstaklega.  Fundirnir verða haldnir í Fjallasal Aratungu. Stefnt er að því að fundum verði lokið fyrir kl. 19.00.

Samþykkt samhljóða.

  1. Fyrirkomulag sumarleyfa m.m.

8.1.      Ákvörðun um sumarleyfi sveitarstjórnar.

Oddviti lagði fram tillögu um að sumarfrí sveitarstjórnar verði í júlí og ágúst, en hægt verði þó að boða til fundar í ágúst ef þurfa þykir.

Samþykkt samhljóða.

8.2.    Sumarlokun skrifstofu Bláskógabyggðar.
Sveitarstjóri kynnti fyrirhugaða sumarlokun skrifstofu Bláskógabyggðar, en lagt er til að hún verði lokuð frá 5. júlí til 30. júlí n.k.  Munu starfsmenn skrifstofu taka út sumarfrí sitt eftir því sem kostur er og verkefni gefa tilefni til. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti.

8.3.    Heimild byggðaráðs Bláskógabyggðar til fullnaðarafgreiðslu skipulags- og byggingarmála í sumarleyfi sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að heimila byggðaráði Bláskógabyggðar fullnaðarafgreiðslu á byggingar – og skipulagstillögum í Bláskógabyggð í sumarleyfi sveitarstjórnar 2010.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

9.1.      Bréf Sýslumannsins á Selfossi, dags. 3. júní 2010; umsögn um rekstrarleyfisumsókn.

Lagt fram bréf Sýslumannsins á Selfossi þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar Bláskógabyggðar um umsókn Hótels Borgarvirkis ehf. um rekstrarleyfi veitingastaðar í flokki III að Dalbraut 6 á Laugarvatni.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við staðsetningu veitingarstaðarins, enda samrýmist reksturinn skipulagi svæðisins.  Sveitarstjórn gerir athugasemdir við fyrirhugaðan opnunartíma veitingastaðarins, en skv. skipulagsskilmálum má ekki hafa svæði fyrir útiveitingar opið lengur en til kl. 23:00.  Með tilvísun til reglugerðar um lögreglusamþykktir, þá gerir sveitarstjórn einnig athugasemdir við að lengri opnun aðfaranótt laugardags, sunnudags eða almenns frídags verði til kl. 05:00.  Sveitarstjórn telur að ekki skuli vera opið lengur en til kl. 03:00.

9.2.      Bréf Lionsklúbbsins Geysis, dags. 17. apríl 2010; styrkbeiðni.

Lagt fram bréf Lionsklúbbsins Geysis þar sem óskað er eftir fjárstyrk á móti húsaleigu í Bergholti og Aratungu, alls kr. 71.000.  Samþykkt samhljóða að veita styrk á móti umræddri húsaleigu vegna fundarhalda klúbbsins.

9.3.      Bréf Gullkistunnar dags. 20. maí 2010; umsókn um stuðning og samstarf.
Oddvita falið að ræða við hlutaðeigandi aðila.

9.4.      Svarbréf vegna bréfs Samkeppniseftirlitsins. Kvörtun Íslenska Gámafélagsins ehf.

Lagt fram svarbréf vegna kvörtunar Íslenska Gámafélagsins ehf. sem lögmenn hafa unnið fyrir hönd sveitarfélagsins.

9.5.      Bréf Úrskurðarnefndar um hollustuhætti og mengunarvarnir, dags 8. júní 2010; stjórnsýslukæra.

Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar um hollustuhætti og mengunarvarnir vegna stjórnsýslukæru Íslenska Gámafélagsins ehf. vegna sorphirðufyrirkomulags hjá Bláskógabyggð og Grímsnesi- og Grafningshreppi.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela lögmönnum að svara umræddri kæru í samstarfi við sveitarstjóra og oddvita.

9.6          Bréf Félags eldri borgara í Biskupstungum, dags. 10. júní 2010; styrkbeiðni.

Helgi Kjartansson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.  Jafnframt tók Kjartan Lárusson sæti í sveitarstjórn undir þessum dagskrárlið.

Lagt fram bréf Félags eldriborgara í Biskupstungum þar sem óskað er eftir fjárstyrk að upphæð kr. 60.000 á móti kostnaði þessa árs við íþróttastarf eldriborgara.  Samþykkt samhljóða að veita umbeðinn styrk.

  1. Efni til kynningar:

10.1.  Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. júní 2010; landsþing sambandsins.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:10.