115. fundur

 1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 23. júní 2011 kl. 15:15.

 

 

Mættir: Helgi Kjartansson, formaður, Drífa Kristjánsdóttir, Margeir Ingólfsson, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

Formaður byggðaráðs bar fram breytingatillögu á dagskrá, að inn komi fjórir nýir liðir, 2.10, 6, 7.4, 7.5 og 7.6 og færast liðir til sem því nemur. Samþykkt samhljóða.

 

 1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.       138. fundur félagsmálanefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.

Staðfest samhljóða.

1.2.       2. verkfundargerð; Vatnsveita við Stóragil.
Staðfest samhljóða.

1.3.       36. fundur Skipulags- og byggingarnefndar ásamt 65. og 66. afgreiðslufundum byggingarfulltrúa.
Staðfest samhljóða.

 

 1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.       444. fundur stjórnar SASS.

2.2.       129. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.

2.3.       130. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.

2.4.       301. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands ásamt minnisblaði.

2.5.       134. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

2.6.       11. fundur Almannavarnarnefndar Árnessýslu.

2.7.       102. fundur stjórnar Brunavarna Árnessýslu.

2.8.       87. fundur fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu.

2.9.       204. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.10.     157. fundur skólanefndar Tónlistarskóla Árnesinga.

 

 1. Bréf Umhverfisráðuneytisins, dags. 3. júní 2011; beiðni um umsögn um vinnudrög nýrrar reglugerðar um framkvæmdaleyfi.
  Lagt fram bréf Umhverfisráðuneytisins þar sem óskað er eftir umsögn um vinnudrög nýrrar reglugerðar um framkvæmdaleyfi. Byggðaráð samþykkir samhljóða að óska eftir umsögn embættis skipulags- og byggingarfulltrúa um umrædd vinnudrög áður en byggðaráð gefur umsögn sína.

 

 1. Málefni Brunavarna Árnessýslu:

4.1.      Ársreikningur Brunavarna Árnessýslu 2010.
Lagður fram ársreikningur Brunavarna Árnessýslu fyrir árið 2010.

4.2.      Samþykktir Brunavarna Árnessýslu eftir inngöngu Hveragerðisbæjar í BÁ.
Lagðar fram nýjar samþykktir fyrir Brunavarnir Árnessýslu, eftir að Hveragerðisbær hefur samþykkt inngöngu í BÁ.  Byggðaráð samþykkir samhljóða fyrir hönd Bláskógabyggðar nýjar samþykktir BÁ, en fulltrúi Bláskógabyggðar í fulltrúaráði BÁ hefur undirritað samþykktirnar fyrir hönd Bláskógabyggðar.

4.3.      Húsnæðismál Brunavarna Árnessýslu í Bláskógabyggð. Umræða varð um leigukjör vegna bókunar í fundargerð 87. fundar fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu.  Byggðaráð vill ítreka að ekki er búið að ná samkomulagi um leiguverð og afgreiðslu því frestað til næsta fundar byggðaráð eða þangað til að fundargerð 103. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu berst.

 

 1. Flutningur og förgun sorps í Álfsnesi frá Bláskógabyggð.

Lagður fram útreikningur á mismunandi leiðum vegna flutnings og förgunar sorps í Álfsnesi frá Bláskógabyggð.  Þar kemur fram útreikningur á lausn sem Gámaþjónustan hefur boðið, svo og lausn í samvinnu við Íslenska gámafélagið, sem hefur aðstöðu og starfstöð í Hrísmýri við Selfoss.  Byggðaráð Bláskógabyggðar felur Halldóri Karli Hermannssyni að vera í sambandi við fulltrúa sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepp og leita samninga við þá aðila sem hafa í boði hagstæðustu kjör við flutning og förgun sorps til urðunar frá Bláskógabyggð.

 

 1. Afmæli Aratungu.

Helgi Kjartansson ræddi stöðu mála varðandi undirbúning fyrir afmælisviðburði í tengslum við afmæli Aratungu.

 

 1. Innsend bréf og erindi:

7.1.      Bréf Halldórs Gunnarssonar og Margrétar Jónsdóttur, dags. 3. júní 2011; beiðni um að fjarlægja bifreiðar af lóð Vesturbyggðar 5 o.fl.
Lagt fram bréf Halldórs Gunnarssonar og Margrétar Jónsdóttur þar sem óskað er eftir aðstoð við að fjarlægja bifreiðar af lóð þeirra Vesturbyggð 5 í Laugarási.  Búið er að hafa samband við Heilbrigðiseftirlitið og ljóst er að ekki eru forsendur fyrir því, að svo komnu máli, að hlutast til um að fjarlægja umræddar bifreiðar eða gera lagfæringar á lóð, þar sem um einkalóð er að ræða.  Byggðaráð bendir bréfriturum á að næsta skref er að eigendur lóðarinnar sendi eiganda bifreiða formlegt bréf um ósk þess efnis að umræddar bifreiðar verði fjarlægðar, með ákveðnum tímafresti.  Halldóri Karli Hermannssyni, sviðsstjóra, falið að vera í sambandi  við bréfritara og veita þær leiðbeiningar og aðstoð sem sveitarfélaginu er unnt í þessu tilliti.

7.2.      Bréf Verum Vakandi; landsátak og styrkbeiðni.
Lagt fram bréf frá Verum Vakandi þar sem óskað er eftir fjárstyrk.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að hafna erindinu.

7.3.      Tölvuskeyti frá félagsmálastjóra, dags. 13. maí 2011; akstur aldraðra og dagdvöl.
Lagt fram tölvuskeyti frá félagmálastjóra ásamt bréfi dagsettu 16. júní 2011, þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarstjórnar um greiðslu daggjalda vegna dagdvalar fyrir heilabilaða á Selfossi. Einnig er óskað eftir afstöðu sveitarstjórnar á ferðakostnaði vegna aksturs til og frá dagvist.
Byggðaráð Bláskógabyggðar lítur þannig á að velferðarnefnd, skv. nýjum samþykktum, verði að fjalla um þetta erindi og móta starfsreglur um þjónustu sem þessa fyrir sveitarfélögin. Byggðaráð vísar því þessu erindi til efnislegrar úrvinnslu hjá velferðarnefnd, áður en erindið verði tekið til endanlegrar afgreiðslu.

7.4.      Bréf Sýslumannsins á Selfossi, dags. 16. júní 2011; umsögn um nýtt leyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II.

Lögð fram umsókn Gallerís Laugarvatns á Laugarvatni þar sem sótt er um leyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II.
Búið er að breyta skipulagi lóðar Gallerísins á Laugarvatni og er hún í dag skilgreind fyrir verslun og þjónustu.  Þar sem skipulag gerir ráð fyrir þessari þjónustu á lóðinni þá gerir byggðaráð ekki neinar athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.

7.5.      Bréf  Sigurjóns Péturs Guðmundssonar og Þuríðar Ágústu Sigurðardóttur, dags. 15. júní 2011; beiðni um að sett verði upp hraðahindrun við gatnamót Miðholts og Kistuholts.
Byggðaráð ræddi efni bréfsins og tekur jákvætt í erindið.  Byggðaráð felur Halldóri Karli Hermannssyni í samráði við samgöngunefnd að ræða við bréfritara og koma með tillögur fyrir næsta fund byggðaráðs þar sem útfærsla hraðahindrana á svæðinu eru skilgreindar og kostnaður metinn.

7.6.      Bréf Yrpis ehf, dags. 21. júní 2011; ósk um að skila byggingarlóðinni Háholt 3.

Lagt fram bréf Yrpis ehf. þar sem óskað er eftir því að skila byggingarlóðinni Háholt 3 á Laugarvatni og fá gatnagerðargjöld endurgreidd.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að lóðin verði tekin til baka og gatnagerðargjöld endurgreidd. Sveitarstjóra falið að sjá um uppgjör við málsaðila.

 

 1. Efni til kynningar:

8.1.       Bréf Sjóvá, dags. 6. júní 2011; vátryggingar sveitarfélagsins.

8.2.       Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 1. júní 2011; öryggi á sundstöðum.

8.3.       Bréf Heilbrigðisnefndar Suðurlands, dags. 14. júní 2011; ítrekun vegna fráveitumála frá Umhverfisstofnun.

8.4.       Bréf Umhverfisráðuneytisins, dags. 3. júní 2011; dagur íslenskrar náttúru.

8.5.       Bréf Menntamálaráðuneytisins, dags. 14. júní 2011; Ungt fólk 2010 – framhaldsskólanemar.

8.6.       Gjafabréf vegna líkamsræktaraðstöðu í íþróttahúsinu í Reykholti.
Lögð fram gjafabréf vegna kaupa á tækjum í líkamsræktaraðstöðu í íþróttahúsinu í Reykholti. Gefendur eru Kvenfélag Biskupstungna, Ungmennafélag Biskupstungna og Guðni Lýðsson og Þuríður Sigurðardóttir.  Kvenfélagið hafði frumkvæði að þessu verkefni og gjöf þeirra vegleg. Byggðaráð þakkar gefendum innilega fyrir þetta höfðinglega framlag til uppbyggingar á aðstöðu hjá íþróttamiðstöðinni í Reykholti.

8.7.       Fjárstreymisyfirlit sveitarsjóðs Bláskógabyggðar ásamt yfirliti um innheimt útsvar, janúar – maí 2011.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:10.