116. fundur

 1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

fimmtudaginn 2. september 2010, kl 15:15

í Aratungu

 

Mætt voru:

Drífa Kristjánsdóttir, Helgi Kjartansson, Margeir Ingólfsson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Valgerður Sævarsdóttir, Smári Stefánsson, Sigurlína Kristinsdóttir, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir sviðstjóri sem ritaði fundargerð.

 

 1. Fundargerðir byggðaráðs til staðfestingar:

1.1.    103. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar.
Staðfest samhljóða.

1.2.    104. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar.
Staðfest samhljóða.

Varðandi lið 1.5. í fundargerð, þ.e. staðfesting fundargerðar 25. fundar skipulagsnefndar dagskrárlið 5,  þá staðfestir sveitarstjórn samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.  Samþykki sveitarstjórnar byggist á því að sambærileg fordæmi eru fyrir hendi á þessu frístundahúsasvæði, að grenndarkynning eigi sér stað og engar athugasemdir hafi komið fram áður en byggingarleyfi er gefið út.

1.3.    105. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar.
Staðfest samhljóða.

Varðandi lið 1.1. í fundargerð, þ.e. staðfesting fundargerðar 26. fundar skipulagsnefndar dagskrárlið 4,  þá staðfestir sveitarstjórn samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.  Samþykki sveitarstjórnar byggist á því að sambærileg fordæmi eru fyrir hendi á þessu frístundahúsasvæði, að grenndarkynning eigi sér stað og engar athugasemdir hafi komið fram áður en byggingarleyfi er gefið út.

 

 1. Fundargerðir til staðfestingar:

2.1.    2. fundur fræðslunefndar ásamt tillögum að reglum fyrir leikskóla Bláskógabyggðar.
Fundargerð staðfest samhljóða ásamt fyrirliggjandi reglum fyrir leikskóla Bláskógabyggðar. Varðandi lið 8 í reglum fyrir leikskóla óskar sveitarstjórn eftir að   tímasetning á ákvörðun gjaldskrár verði ekki bundin við 15. maí en liggi að öllu jöfnu  fyrir við upphaf  skólaárs.

2.2.    1. fundur menningarmálanefndar Bláskógabyggðar.
Staðfest samhljóða.

2.3.    2. fundur menningarmálanefndar Bláskógabyggðar.
Staðfest samhljóða.

2.4.    36. fundur stjórnar Bláskógaveitu.
Staðfest samhljóða.

 

 1. Tillaga að breytingu á Samþykktum Bláskógabyggðar (síðari umræða).
  Lögð var fram eftirfarandi breyting á 34. grein Samþykkta um stjórn og fundarsköp í Bláskógabyggð.Tillaga að nýrri 34. grein samþykktanna er eftirfarandi:

 2. KAFLI

Nefndir, ráð og stjórnir.

 1. gr.

Sveitarstjórn kýs fulltrúa í eftirtaldar nefndir, ráð, stjórnir og embætti:

 1. Til eins árs. Á fundi í júní ár hvert:
 2. Yfirkjörstjórn. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara skv. 15. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000 og 14. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998.

Undirkjörstjórnir fyrir:

 1. Laugardal og Þingvallasveit. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara.
 2. Biskupstungur. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara.
 3. Oddvitakjör. Oddviti og varaoddviti skv. 14. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.
 4. Byggðarráð. Þrír sveitarstjórnarmenn sem aðalmenn og jafnmargir til vara skv. 38. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Húsnæðismál skv. 6. gr. laga um húsnæðismál nr. 44/1998 falla undir byggðaráð.

      Rekstur Aratungu og íþróttamiðstöðvar Biskupstungna falla undir byggðaráð og halda skal ársfund með eigendum Aratungu í október ár hvert.

      Byggðaráð semur og endurskoðar reglulega samþykktir fyrir Bláskógabyggð og gerir tillögur að erindisbréfum fyrir nefndir, ráð og stjórnir á vegum sveitarfélagsins.

     

 1. Aðalfundur SASS. Þrír fulltrúar og þrír til vara.
 2. Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Þrír fulltrúar og þrír til vara.
 3. Aðalfundur Skólaskrifstofu Suðurlands. Þrír fulltrúar og þrír til vara.
 4. Aðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands. Einn fulltrúi og einn til vara.
 5. Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Suðurlands. Þrír fulltrúar og þrír til vara.
 6. Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands. Einn fulltrúi og einn til vara.
 7. Til fjögurra ára. Á fyrsta eða öðrum fundi að afloknum sveitarstjórnarkosningum:
 8. Skoðunarmenn. Tveir aðalmenn og jafnmargir til vara skv. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.
 9. Fræðslunefnd. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara. Fræðslunefnd fer með málefni grunnskóla skv. 13. gr. laga um grunnskóla nr. 66/1995 og leikskóla skv. 9. gr. laga um leikskóla nr. 78/1994. Málefni bókasafna, sem rekin eru af sveitarfélaginu, falla undir fræðslunefnd.
 10. Umhverfisnefnd. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara. Auk þess að vinna að fegrun umhverfis er nefndinni ætlað að vinna að náttúruvernd, svo sem varðveislu náttúruminja og annarra menningarlegra verðmæta í Bláskógabyggð.
 11. Fjallskilanefnd:
 12. Þingvallasveitar. Þrír aðalmenn og þrír til vara.
 13. Laugardals. Þrír aðalmenn og þrír til vara.
 14. Biskupstungna. Fimm aðalmenn og fimm til vara.

Fjallskilanefnd fer með fjallskilamál skv. lögum um afréttamálefni nr. 6/1986 og fjallskilasamþykkt fyrir Árnessýslu nr. 472/1991.

 1. Forðagæslumenn. Fyrirkomulag forðagæslu skal vera samkvæmt lögum um forðagæslu og eftirlit búfjár.
 2. Menningarmálanefnd. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara. Nefndinni er ætlað að fara með menningarmál. Skal nefndin starfa í nánum tengslum við hin frjálsu félög í sveitarfélaginu og stuðla þannig að samþættingu menningarstarfs meðal íbúa Bláskógabyggðar.
 3. Æskulýðsnefnd. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara. Nefndinni er ætlað að fara með æskulýðsmál. Skal nefndin starfa í nánum tengslum við hin frjálsu félög í sveitarfélaginu og stuðla þannig að samþættingu æskulýðs- og tómstundastarfs meðal íbúa Bláskógabyggðar.
 4. Atvinnu- og ferðamálanefnd. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara.  Nefndinni er ætlað að styrkja og efla þær atvinnugreinar sem fyrir eru í Bláskógabyggð og stuðla að nýsköpun í atvinnu- og ferðamálum.
 5. Samgöngunefnd. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara.  Nefndinni er ætlað að styðja og efla samgöngumál í Bláskógabyggð og vinna að bættum samgöngum.
 6. Veitustjórn. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara. Veitustjórn fer með stjórn þeirra veitna sem Bláskógabyggð rekur.
 7. Aðalfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga. Einn fulltrúi og einn til vara.
 8. Héraðsnefnd. Einn fulltrúi og einn til vara.
 9. Stjórn Landgræðslufélags Biskupstungna. Einn fulltrúi og einn til vara.
 10. Þjónustuhópur aldraðra. Einn fulltrúi, sbr 7. gr. laga um málefni aldraðra nr. 125/1999.

Samkvæmt erindisbréfi félagsmálanefndar skal formaður nefndarinnar vera fulltrúi sveitarfélaganna, sem að henni standa, í þjónustuhópi aldraðra og fer nefndin að öðru leyti með málefni aldraðra.

 1. Almannavarnarnefnd. Einn fulltrúi og einn til vara.
 2. Sameiginleg skipulags- og byggingarnefnd uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps. Sameiginleg skipulags-og byggingarnefnd er með Grímsnes- og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi.  Skipa skal einn aðalmann og einn til vara.
 3. Sameiginleg félagsmálanefnd uppsveita Árnessýslu. Sameiginleg félagsmálanefnd er með Grímsnes- og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi,  Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi.  Skipa skal einn aðalmann og einn til vara.
 4. Fulltrúaráð Brunavarna Árnessýslu. Einn aðalmaður og einn til vara.

 

Tillagan samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að óska eftir staðfestingu ráðuneytis á fyrirliggjandi breytingu til auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda.

 

 1. Kosning í nefndir:

4.1.    Atvinnu- og ferðamálanefnd; fimm aðalmenn og jafnmargir til vara.
Tillaga kom fram um eftirfarandi fulltrúa:

Aðalmenn:        Inga Þyri Kjartansdóttir, Bjarkarbraut 11, formaður.

Þorsteinn Þórarinsson, Bjarkarbraut 3.

Björg Ingvarsdóttir, Efsta-Dal II.

Jón Harrý Njarðarson,  Brattholti.

Sigurlaug Angantýsdóttir , Heiðmörk.

 

          Varamenn:      Sigurjón Sæland, Bjarkarbraut 8.

Jóel Fr. Jónsson, Háholti 1.

Agla Þyri Kristjánsdóttir, Bjarkarbraut 19.

Jens Pétur Jóhannsson,  Laugarási.

Axel Sæland, Sólbraut 5.

 

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

4.2.    Samgöngunefnd; þrír aðalmenn og jafnmargir til vara.
Tillaga kom fram um eftirfarandi fulltrúa:

Aðalmenn:     Kjartan Lárusson, Austurey 1, formaður.

Kristján Kristjánsson, Bjarkarbraut 12.

Guðmundur B. Böðvarsson, Háholti 2b.

 

Varamenn:    Jakob Narfi Hjaltason, Lyngbrekku.

Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ.

Jens Pétur Jóhannsson, Laugarási.

 

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

 1. Erindisbréf fyrir starfsnefndir:

5.1.    Erindisbréf fræðslunefndar Bláskógabyggðar.
Lögð fram tillaga að erindisbréfi fyrir fræðslunefnd Bláskógabyggðar.

Tillagan samþykkt samhljóða og undirrituð af sveitarstjórn.

5.2.    Erindisbréf menningarmálanefndar Bláskógabyggðar.
Lögð fram tillaga að erindisbréfi fyrir menningarmálanefnd Bláskógabyggðar.
Tillagan samþykkt samhljóða og undirrituð af sveitarstjórn.

5.3.    Erindisbréf æskulýðsnefndar Bláskógabyggðar.
Lögð fram tillaga að erindisbréfi fyrir æskulýðsnefnd Bláskógabyggðar.
Tillagan samþykkt samhljóða og undirrituð af sveitarstjórn.

5.4.    Erindisbréf atvinnu- og ferðamálanefndar Bláskógabyggðar.
Lögð fram tillaga að erindisbréfi fyrir atvinnu- og ferðamálanefndar Bláskógabyggðar.
Tillagan samþykkt samhljóða og undirrituð af sveitarstjórn.

5.5.    Erindisbréf samgöngunefndar Bláskógabyggðar.
Lögð fram tillaga að erindisbréfi samgöngunefndar Bláskógabyggðar.
Tillagan samþykkt samhljóða og undirrituð af sveitarstjórn.

 1. Samningur sveitarfélaganna í Uppsveitum Árnessýslu við Matís um stuðning við verkefnið Matarsmiðja í Uppsveitum Árnessýslu.

Lögð fram drög að samningi sveitarfélaganna í Uppsveitum Árnessýslu við Matís, um stuðning við verkefnið Matarsmiðja í Uppsveitum Árnessýslu.  Einnig lagður fram til kynningar húsaleigusamningur um atvinnuhúsnæði sem hýsa skal starfsemi Matarsmiðjunnar.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning við Matís fyrir sitt leyti og felur oddvita að undirrita samninginn fyrir hönd Bláskógabyggðar.

 1. Samningur um þjónustusvæði Suðurlands um málefni fatlaðra.

Lögð fram lokadrög að samningi um þjónustusvæði Suðurlands um málefni fatlaðra, en gert er ráð fyrir að samningurinn verði undirritaður í tengslum við ársþing SASS sem haldið verður dagana 13. og 14. september n.k.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning um þjónustusvæði Suðurlands um málefni fatlaðra og felur oddvita að undirrita samninginn fyrir hönd Bláskógabyggðar.

 1. Verklagsreglur fyrir félagsheimilið Aratungu.

Lagðar fram verklagsreglur fyrir félagsheimilið Aratungu ásamt yfirliti yfir þjónustu mötuneytis Aratungu, en afgreiðslu verklagsreglnanna var vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar af  byggðaráði Bláskógabyggðar.

Framlagðar verklagsreglur samþykktar samhljóða en verða síðar endurskoðaðar þegar komin er reynsla á þetta verklag.

 

 1. Málefni skrifstofu Bláskógabyggðar:

9.1.    Opnunartími skrifstofunnar; tillaga að breytingu símatíma.

Lögð fram eftirfarandi tillaga að breytingu símatíma á skrifstofu Bláskógabyggðar:

Lagt er til að símatíma verði breytt á skrifstofu Bláskógabyggðar og verði eftirfarandi:

 

            Mánudaga           09:00 – 12:00 og 13:00 – 15:00

            Þriðjudaga          09:00 – 12:00 og 13:00 – 15:00

            Miðvikudaga      09:00 – 12:00 og 13:00 – 15:00

            Fimmtudaga      09:00 – 12:00 og 13:00 – 15:00

            Föstudaga          09:00 – 12:00

 

Almenn opnun skrifstofu verður óbreytt, en þ.e:

 

            Mánudaga – fimmtudaga           8:30 – 16:00

            Föstudaga                                      8:30 – 12:30

 

Tillagan var borin upp og samþykkt með með 5 atkvæðum ( DK, JS, HK, VS og SS) og 2 sátu hjá (MI og SK).

 

9.2.    Breytingar á húsnæði skrifstofu Bláskógabyggðar í Aratungu.

Fyrirspurnir frá fulltrúum Þ-lista sem sendar voru í tölvuskeyti þann 30. ágúst s.l. lagðar fram.  Sveitarstjóri greindi frá kostnaði við breytingar á húsnæði skrifstofu Bláskógabyggðar í Aratungu, en breytingarnar eru til komnar vegna lögbundins áhættumats skrifstofunnar ásamt breyttu starfsmannahaldi.  Jafnframt komu fram nauðsynlegir viðhaldsþættir vegna tölvutenginga sem tryggja skulu betur öryggi í rekstri tölvu- og símakerfis sveitarfélagsins.  Ljóst er að breyta verður forgangsröðun þessa árs við viðhaldsverkefni í Aratungu þessa árs og munu verkþættir s.s. slípun og lökkun gólfs samkomusalar verða frestað til næsta árs.  Ef litið er til heildarfjármagns til viðhaldsverkefna skv. rammaáætlunar þá er ennþá gott rými innan áætlunarinnar.  Reynt verður að stilla öðrum verkefnum þannig að rammaáætlun standist. Samkvæmt viðhaldsáætlun kr. 1.950 þúsund , gera má ráð fyrir að raunkostnaður fari framúr áætlun um kr. 473 þúsund.

9.3.    Bláskógafréttir.

Umræða varð um framtíðarstefnu Bláskógafrétta.

Bókun Þ-listans:

Í ljósi þess að oddviti hefur gert verulegar breytingar á „ritstjórnarstefnu“ Bláskógafrétta og það án umræðu í sveitarstjórn, sem þó hafði verið óskað eftir, leggur Þ-listinn fram eftirfarandi tillögu:

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að Bláskógafréttir verði áfram óháð fréttabréf sveitarfélagsins og starfsmenn Bláskógabyggðar sjái um öll skrif í blaðið. Með þessu er komið í veg fyrir að Bláskógafréttir verði málgagn einstakra sveitarstjórnarmanna eða vettvangur fyrir pólitískt karp.

Tillagan var felld með fjórum atkvæðum (DK, JS, HK og VS) þrír greiddu  atkvæði með (MI, SK og SS).

Tillaga T-listans:

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að efla almennan fréttaflutning

af vettvangi sveitarstjórnar í Bláskógafréttum. Slíkar fréttir verði áður en þær eru birtar lesnar yfir af öllum sveitarstjórnarmönnum, ábyrgðarmanni og ritstjóra Bláskógafrétta.

Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum (DK, JS, HK og VS) þrír sátu hjá (MI, SK og SS).

 

 

 1. Samgöngumál (umræða).

Umræða varð um samgöngumál, s.s. verkefni samgöngunefndar, opnun Lyngdalsheiðarvegar og Hvítárbrúar.

 

Þ-listinn leggur fram eftirfarandi tillögu:

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að fela samgöngunefnd að gera úttekt á umferðarhraða  í þéttbýliskjörnum Bláskógabyggðar og koma með tillögur að hraðalækkandi aðgerðum þar sem nefndin telur það eiga við. Nefndin skili tillögum sínum eigi síðar en á fundi byggðaráðs í nóvember 2010 þannig að hægt verði að taka tillit til þeirra við afgreiðslu fjárhagsáætlunar ársins 2011. Stefnt skal að því að tillögurnar komist til framkvæmda vorið 2011.

Samþykkt samhljóða.

 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að fela samgöngunefnd að gera áætlun um uppbyggingu allra vega með bundnu slitlagi innan þéttbýlismarka í Báskógabyggð. Í áætlunn skal koma með tillögu að forgangsröðun framkvæmda. Áætlunin skal liggja fyrir eigi síðar en á fundi byggðaráðs í mars 2011.

Samþykkt samhljóða.

 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að fela sviðsstjóra þjónustu- og framkvæmdasviðs að gera úttekt á ástandi  hitakerfisins í gangstéttunum á Laugarvatni. Komi í ljós að kerfið sé ekki á vetur setjandi, eins og sumir telja, þá er sviðstjóra einnig falið að gera áætlun um kostnað við  endurnýjun hitakerfisins. Úttektin skal liggja fyrir eigi síðar en á nóvemberfundi byggðaráðs.

Samþykkt samhljóða.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:45.