116. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 28. júlí 2011 kl. 15:15.

 

 

Mættir: Helgi Kjartansson, formaður, Drífa Kristjánsdóttir, Margeir Ingólfsson, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

Helgi Kjartansson, formaður byggðaráðs, lagði fram tillögu um dagskrárbreytingu að inn komi nýr liður 1.4. Tillagan samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.       3. verkfundargerð; Vatnsveita við Stóragil.
Staðfest samhljóða.

1.2.       Fundargerð vegna opnunar tilboða í verkið „Gatnagerð í Bláskógabyggð“, dags. 30. júní 2011.
Staðfest samhljóða.

1.3.       1. verkfundur; Sláttur og hirðing í Reykholti og Laugarási.
Staðfest samhljóða.

1.4.       37. fundur skipulags- og byggingarnefndar ásamt 67. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.

Staðfest samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.       103. fundur stjórnar Brunavarna Árnessýslu.

2.2.       3. aðalfundur Háskólafélags Suðurlands ehf.

 

  1. Skipulagsmál:

3.1.      Tillaga um breytingu Aðalskipulags Laugardalshrepps 2000-2012; Efra-Apavatn 2.
Vegna bréfs Skipulagsstofnunar dags. 22. júní 2011 er tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 fyrir spildu úr landi Efra-Apavatns 2 lögð fyrir að nýju. Í tillögunni felst að um 18 ha svæði sem skilgreint er sem svæði fyrir frístundabyggð breytist í landbúnaðarsvæði. Svæðið er hluti af um 65 ha spildu þar sem stofnað hefur verið lögbýlið Skógarhlíð. Hluti svæðisins verður nýtt undir skógrækt með samningi við Suðurlandsskóga en hluti svæðisins verður nýtt undir frístundahúsalóðir. Á því svæði sem skilgreint verður sem landbúnaðarsvæði er fyrirhugað að reisa mannvirki í tengslum við skógrækt lögbýlisins, þ.e. íbúðarhús og skemmu. Tillagan var auglýst 10. mars 2011 með athugasemdafresti til 22. apríl. Engar athugasemdir bárust.

Byggðaráð samþykkir breytingu skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. óbreytt frá auglýstri tillögu.

3.2.      Framkvæmdaleyfi vegna reiðvegar að Gullfossi.

Lagt fram erindi Einars Á.E. Sæmundsen, formanns reiðveganefndar Loga, dags. 28. júní 2011 þar sem sótt er um framkvæmdarleyfi fyrir reiðvegi innan friðlandsins við Gullfoss. Markmiðið með þessari framkvæmd er að færa reiðleiðina frá veginum til að auka öryggi akandi og ríðandi en einnig að bæta umgengni um friðlandið með því að beina umferð á skýrar reiðleiðir.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita umbeðið framkvæmdaleyfi og felur skipulagsfulltrúa að sjá um afgreiðslu og eftirlit fyrir hönd Bláskógabyggðar.

3.3.      Tillaga að Hálendismiðstöð við Árbúðir; unnin af Helenu Björgvinsdóttur sem unnin var sem 9. annar verkefni við Arkitektaskólann í Árósum haustið 2010.

Byggðaráð þakkar Helenu Björgvinsdóttur fyrir þessa vinnu og tillögu að hálendismiðstöð við Árbúðir.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að senda skipulagsfulltrúaembættinu tillöguna, svo og ferðaþjónustuaðila í Árbúðum.  Byggðaráð hvetur til þess að umrædd tillaga fái almenna kynningu við fyrsta hentugleika og ánægjulegt væri að Helena gæti fylgt eftir tillögu sinni við slíka kynningu.

3.4.      Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2010 – 2030; verkefnalýsing til umsagnar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að yfirfara verkefnalýsinguna og gefa umsögn fyrir hönd sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.

3.5.      Aðalskipulag Reykjavíkur 2010 – 2030; verkefnalýsing til umsagnar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að yfirfara verkefnalýsinguna og gefa umsögn fyrir hönd sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.

 

  1. Ráðning í stöðu sviðsstjóra Þjónustu- og framkvæmdasviðs Bláskógabyggðar.

         Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeirri vinnu sem átt hefur sér stað við ráðningarferli í stöðu sviðsstjóra Þjónustu- og framkvæmdasviðs Bláskógabyggðar.  Niðurstaða eftir vinnu Capacent, og viðtöl við þá umsækjendur sem stóðust grundvallarkröfur vegna starfsins, var sú að ræða við Kristinn J. Gíslason sem fyrsta valkost.  Haldinn var fundur með Kristni og honum sýnd starfsaðstaða, vinnuumhverfi og gerð grein fyrir helstu verkefnum sem í gangi eru.  Kristinn er tilbúinn að koma til starfa hjá Bláskógabyggð í byrjun september n.k.  Allir sveitarstjórnarmenn, sem ekki eru í byggðaráði hafa veitt byggðaráði umboð sitt til að ganga frá ráðningu sviðsstjóra Þjónustu- og framkvæmdasviðs.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að Kristinn J. Gíslason verði ráðinn í starfið og felur sveitarstjóra að ganga frá ráðningu og undirrita ráðningarsamning fyrir hönd Bláskógabyggðar.

 

  1. Samningar:

5.1.      Húsaleigusamningar við Brunavarnir Árnessýslu í Bláskógabyggð; leigusamningar um aðstöðu annars vegar í Bjarkarbraut 2, Reykholti, og hins vegar í Dalbraut 12 á Laugarvatni.
Lagðir fram húsaleigusamningar við BÁ vegna aðstöðu brunavarna í Reykholti og á Laugarvatni.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að undirrita samningana eins og þeir liggja fyrir, enda verði fljótlega farið í viðræður um kaup BÁ á umræddum húseignum, eins og um var rætt á fundi fulltrúa Bláskógabyggðar og stjórnar BÁ þann 6. júní 2011.

5.2.      Verksamningur milli Bláskógabyggðar og Já kvætt ehf. um gantagerð í Bláskógabyggð.

Lagður fram verksamningur milli Bláskógabyggðar og Já kvætt ehf, sem hefur verið undirritaður í kjölfar útboðs.  Tilboð verktaka er undir kostnaðaráætlun, og uppfyllir verktaki öll þau skilyrði sem útboð sagði til um, svo og innkaupareglur Bláskógabyggðar.  Byggðaráð staðfestir samhljóða umræddan verksamning.

5.3.      Lokadrög að samningum um almenningssamgöngur á Suðurlandi:

5.3.1.    Drög að samningi um almenningssamgöngur milli Suðurlands og höfuðborgarsvæðisins.
Lagður fram samningur  um almenningssamgöngur á Suðurlandi, sem undirritaður hefur verið af formanni stjórnar SASS og vegamálastjóra f.h. Vegagerðarinnar, þann 26. júlí s.l.  Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir fyrir sitt leyti umræddan samning.

5.3.2.    Drög að samningi aðildarsveitarfélaga SASS um kostnaðarskiptingu vegna almenningssamgangna.
Lögð fram drög að samningi aðildarsveitarfélaga SASS um kostnaðarskiptingu vegna almenningssamgangna á Suðurlandi.  Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir fyrir sitt leyti umræddan samning.

 

  1. Umræða um húsvörslu eigna sveitarfélagsins í Reykholti.

   Halldór Karl Hermannsson sviðstjóri þjónustu- og framkvæmdasviðs sat fundinn

undir þessum dagskrálið.

          Umræða varð um fyrirkomulag vörslu á húseignum sem eru í rekstri stofnana á vegum Bláskógabyggðar í Reykholti.  Formanni byggðaráðs, sveitarstjóra og sviðsstjóra Þjónustu- og framkvæmdasviðs falið að skoða það mál áfram og vinna að tillögugerð fyrir byggðaráð.

 

  1. Afmæli Aratungu.

Helgi Kjartansson gerði grein fyrir stöðu mála varðandi undirbúning afmælis Aratungu.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

8.1.      Bréf Sýslumannsins á Selfossi dags. 23. júní 2011; beiðni um umsögn um rekstrarleyfi Geysis Golf Course ehf, – nýr rekstraraðili.
Lagt fram bréf Sýslumannsins á Selfossi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstarleyfi fyrir Geysi Golf Course ehf.  Byggðaráð gerir engar athugasemdir við að umbeðið rekstrarleyfi verði veitt.

8.2.      Tölvuskeyti frá Bifreiðaíþróttaklúbbi Reykjavíkur dags. 4. júlí 2011; alþjóðarallið á Íslandi 11. – 13. ágúst 2011.

Lögð fram tvö tölvuskeyti frá Bifreiðaíþróttaklúbbi Reykjavíkur þar sem óskað er eftir afnotum af aflögðum vegum um Lyngdalsheiði þann 12. ágúst n.k. (frá vegi 36 við Gjábakka að vegi 365 um aðkomuveg að Laugarvatnshellum) og um Tröllháls þann 13. ágúst n.k.

Byggðaráð ítrekar fyrri afgreiðslu vegna samsvarandi beiðna, dags. 20. maí 2011, þ.e. að byggðaráð heimilar ekki að rallkeppni fari fram á gamla Gjábakkaveginum/ Kóngsveginum enda er hann skilgreindur sem göngu- og reiðleið á aðalskipulagi.  Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að vegurinn um Tröllháls verði nýttur fyrir rallýkeppni sumarið 2011.

8.3.      Bréf Umhverfisráðuneytisins, dags. 4. júlí 2011; umsögn um drög að reglugerð um landskipulagsstefnu.

Lagt fram bréf Umhverfisráðuneytisins ásamt drögum að nýrri reglugerð um landsskipulagsstefnu.  Frestur til að veita umsögn er til 15. ágúst 2011.  Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að óska eftir umsögn skipulags- og byggingarfulltrúaembættisins um fyrirliggjandi drög að reglugerð áður en umsögn verði gefin.

Sveitarstjóra, oddvita sveitarstjórnar og formanni byggðaráðs falið að vinna drög að umsögnum um drög að reglugerðum; um framkvæmdaleyfi, um landskipulagsstefnu og byggingarreglugerð, að fengnum umsögnum embættis skipulags- og byggingarfulltrúa.  Þessi drög að umsögnum verða send með tölvupósti til sveitarstjórnarmanna til skoðunar þannig að umsögnum Bláskógabyggðar verði skilað til Umhverfisráðuneytisins fyrir 15. ágúst n.k.

8.4.      Bréf Landverndar, dags. 11. júlí 2011; styrkbeiðni fyrir þátttakendur í námskeiði fyrir leiðbeinendur Vistverndar í verki.

Lagt fram bréf Landverndar þar sem óskað er eftir styrk fyrir þátttakendur í námskeiði fyrir leiðbeinendur Vistverndar í verki.  Styrkbeiðni er kr. 25.000 fyrir hvern þátttakanda í námskeiðinu.

Byggðaráð samþykkir að veita umbeðinn styrk fyrir allt að tvo einstaklinga á umrætt námskeið, og styrkfjárhæð verði því allt að kr. 50.000.  Byggðaráð óskar eftir því við umhverfisnefnd Bláskógabyggðar að kanna hvort forsendur þess að allt að tveir einstaklingar frá Bláskógabyggð taki þátt í námskeiðinu .

8.5.      Bréf Björgunarsveitar Biskupstungna, dags. 22. júlí 2011; ósk um pláss fyrir gáma á móttökusvæðinu í Reykholti.

Lagt fram bréf Björgunarsveitar Biskupstungna þar sem óskað er eftir að fá aðstöðu fyrir gáma á móttökusvæði sorps í Reykholti.

Byggðaráð tekur jákvætt í beiðnina og felur sviðsstjóra Þjónustu- og framkvæmdasviðs, í samráði við formann byggðaráðs, að semja við björgunarsveitina um staðsetningu og umgengni á móttökusvæðinu.

8.6.      Tölvuskeyti frá búfjáreftirlitsmanni Árnessýslu dags. 20. júlí 2011; heimsóknir til aðila sem ekki skiluðu forðagæsluskýrslu.

Lagt fram tölvuskeyti búfjáreftirlitsmanns Árnessýslu þar sem fram kemur að hann hafi þurft að heimsækja 18 bæi vegna þess að forðagæsluskýrslum var ekki skilað á réttum tíma.  Skv. lögum 102/2002 er heimilt að innheimta gjald fyrir þessar heimsóknir.  Byggðaráð felur sveitarstjóra að vinna drög að gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit í Bláskógabyggð og að hún verði lögð fyrir á næsta fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.

8.7.      Tölvuskeyti Rekstrarfélags Seljalands, dags 25. júlí 2011; mótmæli vegna efnistöku við Seljaland.

Lagt fram tölvuskeyti Rekstrarfélags Seljalands þar sem mótmælt er efnistöku úr námu í landi Grafar.

Sveitarfélagið hefur verið í samningsviðræðum við landeiganda og verið er að ganga frá og loka umræddri námu.  Gert er ráð fyrir að fljótlega verði gengið frá þessari námu og skriflegu samkomulagi við landeiganda.

 

  1. Efni til kynningar:

9.1.      Bréf Vegagerðarinnar, dags. 22. júní 2011;  afgreiðsla styrkumsókna vegna endurbóta á afréttarvegum.

9.2.      Bréf Fornleifaverndar ríkisins dags. 28. júní 2011; Vígðalaug við Laugarvatn.
Samþykkt samhljóða að senda hollvinum Laugarvatns afrit af bréfinu.

9.3.      Bréf Umhverfisráðuneytisins, dags. 30. júní 2011; þátttaka ungmenna í VII. Umhverfisþingi 14. október 2011.
Samþykkt samhljóða að senda umhverfisnefnd afrit af bréfinu.

9.4.      Bréf Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags. 29. júní 2011; afrit af bréfi til Gufubaðsins Laugarvatni,- niðurstaða sýnatöku í Laugarvatni.

9.5.      Bréf Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, dags. 29. júní 2011; öryggisbúnaður ungs fólks í vinnu.

9.6.      Bréf Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 5. júlí 2011; námsgagnasjóður.

9.7.      Bréf Þjóðskrá Íslands, dags. júní 2011;  upplýsingar um fasteignamat 2012.

9.8.      Skil Bláskógabyggðar á gögnum um flokkun slóða á miðhálendi Íslands innan stjórnsýslumarka Bláskógabyggðar, sem sent var Umhverfisráðuneytinu þann 29. júní 2011.

9.9.      Tölvuskeyti stjórnar Veiðifélagsins Faxa, dags. 15. júlí 2011; arðgreiðsla.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:40.