117. fundur

 1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

mánudaginn 11. október 2010, kl 16:00

í Aratungu

 

Mætt voru:

Drífa Kristjánsdóttir, Helgi Kjartansson, Margeir Ingólfsson, Kjartan Lárusson sem varamaður Jóhannesar Sveinbjörnssonar, Valgerður Sævarsdóttir, Smári Stefánsson, Sigurlína Kristinsdóttir, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir sviðstjóri sem ritaði fundargerð.

 

 1. Fundargerð 106. fundar byggðaráðs Bláskógabyggðar.
  Samþykkt samhljóða.

 

 1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.    168. fundur Héraðsráðs Árnessýslu.

2.2.    129. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

2.3.    5. aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, dags. 13. september 2010.

 

 1. Málum vísað til sveitarstjórnar, frá 106. fundi byggðaráðs:

3.1.    86. fundur fulltrúaráðs BÁ.
Umræður urðu um 86. fundargerð fulltrúaráðs BÁ og þá sérstaklega húsnæðismál BÁ, 2. dagskrárliður fundargerðar.

 

Bókun Þ-listans.

Þ-listinn furðar sig á því að Kjartan Lárusson, fulltrúi Bláskógabyggðar í fulltrúaráði Brunavarna Árnessýslu (BÁ), skuli hafa samþykkt án samráðs við sveitarstjórn leigusamning þann sem nú hefur verið undirritaður milli BÁ og Sveitarfélagsins Árborgar. Fráfarandi stjórn BÁ hafði hafnað því leiguverði sem nú er gegnið út frá og var stjórnin langt komin með að ganga frá leigusamningi um sama húsnæði við Íslandsbanka þar sem gengið var út frá lægri leigu. Með samningi þessum er verið að hækka að óþörfu kostnað við brunavarnir í Bláskógabyggð, að því er virðist eingöngu til þess að aðstoða Sveitarfélagið Árborg við að eignast húsið við Árveg 1 Selfossi. 

Einnig telur Þ-listinn mjög sérkennilegt að einstaklingur sem ekki er í sveitarstjórn skuli skuldbinda sveitarfélagið á þennan hátt án aðkomu sveitarstjórnar.

 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar staðfesti ekki leigusamning milli Björgunarfélags Árborgar og Brunavarna Árnessýslu frá 69. fundi fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu dags. 8. desember 2007. Sveitarstjórn frestar staðfestingu fundargerðarinnar þar til kostnaðarauki sveitarfélagsins liggur fyrir vegna leigu á nýju húsnæði.

3.2.    2. liður grunnskólahluta fundargerðar, 3. fundar fræðslunefndar.
Í þessum lið fundargerðar er til umræðu aðbúnaður í grunnskólanum.  Forsendur umræðunnar var bréf frá foreldri þar sem óskað er eftir því við skólayfirvöld að komið verði upp læstum skápum í grunnskólum Bláskógabyggðar fyrir nemendur.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa þessu erindi til úrvinnslu hjá skólastjórum og sviðstjóra þjónustu- og framkvæmdasviðs við gerð fjárhagsáætlunar Bláskógabyggðar fyrir rekstrarárið 2011.

3.3.    Afstaða og útfærsla gjaldtöku vegna náðarkorters í leikskólum Bláskógabyggðar.

            Lagt fram bréf frá formanni fræðslunefndar Bláskógabyggðar þar sem gerð er grein fyrir kostnaði vegna náðarkorters í leikskólum Bláskógabyggðar.  Áætlun gerir ráð fyrir að launakostnaður verði rúmlega 600 þúsund krónur á ársgrundvelli fyrir einn leikskóla.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar setur fram eftirfarandi skilyrði fyrir að gefinn verði kostur á náðarkorterum, en þau eru:

 • Að lágmarki nýti 5 börn náðarkorter hjá viðkomandi leikskóla.
 • Foreldri / forráðamaður greiði fyrir náðarkorter á mánaðargrundvelli og skuldbindi sig fyrir skólaárið.
 • Innheimt verði mánaðarlegt gjald kr. 1.230 fyrir hverjar 15 mínútur eða kr. 2.460 fyrir tvö korter, að morgni og síðdegis. Gjald þetta tekur sömu verðbreytingum og leikskólagjöld.

 

 1. Árshlutauppgjör Bláskógabyggðar 31. ágúst 2010.
  Sveitarstjóri gerði grein fyrir árshlutauppgjöri Bláskógabyggðar fyrir tímabilið 1. janúar – 31. ágúst 2010.Umræða varð um fyrirliggjandi árshlutauppgjör og svaraði sveitarstjóri framkomnum fyrirspurnum.

Fram kemur að A-hlutinn skilar neikvæðri niðurstöðu að upphæð kr. -1.274.621  og niðurstaða samstæðu er jákvæð að upphæð kr. 14.951.915.  Í þessu uppgjöri er búið að hlutfalla skatttekjur miðað við 8 mánuði, s.s. fasteignaskatt, sorpgjald, holræsagjald og vatnsskatt.  Alls eru því tæplega 89 milljóna króna skatttekjur ekki teknar inn í þetta uppgjör en þeim ætlað að mæta rekstrarútgjöldum á síðasta ársþriðjungi ársins.

 

 1. Kosning í atvinnu- og ferðamálanefnd.

Vísað er til liðar 4.3 í fundargerð 106. fundar byggðaráðs, en þar kemur fram að Björg Ingvarsdóttir hefur sagt sig úr atvinnu- og ferðamálanefnd Bláskógabyggðar.  Í hennar stað er kosinn aðalmaður Sigurjón Sæland og varamaður Valgerður Sævarsdóttir. Samþykkt með 4 atkvæðum(DK,HK,VS og KK) og 3 sátu hjá(MI,SK og  SS).

 

 1. Skipulagsmál:

6.1.    Drög að deiliskipulagi fyrir Laugarás.
Lögð fram umræðutillaga að heildstæðu deiliskipulagi fyrir allt þéttbýlið í Laugarási.  Eldri skipulög eru samræmd í eitt heildarskipulag á hnitsettan, stafrænan lofmyndakortagrunn.
Umræður urðu um framlagða tillögu að deiliskipulagi fyrir þéttbýlið í Laugarási.  Tillögunni vísað til embættis skipulags- og byggingarfulltrúa til meðferðar og yfirferðar hjá embættinu og skipulagsnefnd Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.

6.2.    Endurskoðun gildandi aðalskipulaga í Bláskógabyggð.
Umræða varð um stöðu endurskoðunar aðalskipulaga í Bláskógabyggð. 

 1. Drög að samningi Bláskógabyggðar og Orkuveitu Reykjavíkur vegna Úthlíðarveitu.

Rætt um drög að samningi Bláskógabyggðar  og Orkuveitu Reykjavíkur  vegna       Úthlíðarveitu. Orkuveitan óskar eftir því að kaupa kalt vatn af vatnsveitu Bláskkógabyggðar. Sveitarstjórn felur veitustjórn að ganga til samninga við Orkuveitu Reykjavíkur og samningurinn verði lagður fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.

 

 

 1. Ályktun stjórnar SASS vegna fyrirhugaðs niðurskurðar á framlögum til heilbrigðisstofnana á Suðurlandi lögð fram til kynningar.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar mótmælir harðlega þeirri áætlun ríkisstjórnarinnar með boðuðum niðurskurði á framlögum til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sem fram kemur í frumvarpi til fjárlaga ríkisins fyrir árið 2011.  Ef umrætt frumvarp verður að lögum verður nauðsynleg grunnþjónusta við íbúa á Suðurlandi verulega skert.  Slík skerðing er aðför að sjúkrasviði stofnunarinnar s.s. fæðingarþjónustu og skurðþjónustu, sem íbúar Suðurlands geta alls ekki fallist á.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar skorar á ríkisstjórn Íslands að falla frá fyrrgreindum áætlunum og trygga nægt fjárframlag til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands svo þessi þjónusta verði ekki aflögð og flutt til Reykjavíkur á Landspítala Háskólasjúkrahús.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:40.