117. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 25. ágúst 2011 kl. 15:15.

 

 

Mættir: Helgi Kjartansson, formaður, Drífa Kristjánsdóttir, Margeir Ingólfsson, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.       3. fundur samgöngunefndar Bláskógabyggðar.
Staðfest samhljóða.

1.2.       Fundargerð umhverfisnefndar Bláskógabyggðar, dags. 28. apríl 2011.
Fundargerð vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

1.3.       2. verkfundur; Gatnagerð Bláskógabyggð 2011.
Staðfest samhljóða.

1.4.       Fundur fjallskilanefndar Biskupstungna, dags. 17. ágúst 2011.
Staðfest samhljóða.

1.5.       38. fundur skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, ásamt 68. og 69. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.
Staðfest samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.       Fundur nefndar oddvita / sveitarstjóra í yfirstjórn velferðarmála í Árnesþingi, dags. 8. ágúst 2011.

2.2.       445. fundur stjórnar SASS.

 

  1. Umsagnir um drög að reglugerðum:

3.1.      Umsögn skipulags- og byggingarnefndar um drög að reglugerð um landsskipulagsstefnu, dags. 28. júlí 2011.
Byggðaráð óskaði eftir umsögn skipulags- og byggingafulltrúaembættisins á 116. fundi sínum. Umsögn embættisins lögð fram og rædd.

Lögð voru fram drög að umsögn Bláskógabyggðar og samþykkt samhljóða að fela sveitarstjóra að senda umsögnina til Umhverfisráðuneytisins.

3.2.      Umsögn skipulags- og byggingarnefndar um drög að reglugerð um framkvæmdaleyfi, dags. 28. júlí 2011.
Byggðaráð óskaði eftir umsögn skipulags- og byggingafulltrúaembættisins á 115. fundi sínum. Umsögn embættisins lögð fram og rædd.

Lögð voru fram drög að umsögn Bláskógabyggðar og samþykkt samhljóða að fela sveitarstjóra að senda umsögnina til Umhverfisráðuneytisins.

 

  1. Tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Samráðs- og kynningarferli, sbr. bréf Iðnaðarráðuneytisins, dags. 19. ágúst 2011.

Lagt fram bréf Iðnaðarráðuneytisins, þar sem kynnt er og óskað eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.  Þetta er liður í samráðs- og kynningarferli þar sem umsagnaraðilum er gefinn kostur á að koma fram með athugasemdir og ábendingar.

Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að virkjun Hagavatns við Farið verði sett í biðflokk sem virkjunarkostur. Byggðaráð samþykkir samhljóða að kalla saman til fundar þá aðila sem unnið hafa að möguleika á virkjun Hagavatns til að ræða stöðu mála.  Ef forsenda er fyrir hendi að koma fram með athugasemdir eða ábendingar þá skulu þær verða lagðar fyrir sveitarstjórn Bláskógabyggðar í síðasta lagi 3. nóvember 2011.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

5.1.      Bréf Ungmennafélags Íslands, dags. 27. júlí 2011; 2. landsmót UMFÍ 50+.
Lagt fram bréf UMFÍ þar sem auglýst er eftir umsóknum um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 2. Landsmóts UMFÍ 50+.  Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að sækja ekki um umrætt Landsmót.

5.2.      Bréf Fontana, dags. 16. ágúst 2011; mengun í Laugarvatni.  Einnig lagt fram til kynningar svarbréf.
Lagt fram bréf Fontana þar sem mengun í Laugarvatni og viðbrögð við þeirri stöðu rædd.  Einnig er lagt fram svarbréf oddvita Bláskógabyggðar til kynningar.  Umræða varð um þá stöðu sem upp kom vegna vandamála í frárennsliskerfinu á Laugarvatni og hvaða viðbrögð og aðgerðir hafa verið settar í gang.  Unnið er að því að koma frárennslismálum í viðunandi horf eins fljótt og nokkur kostur er.

5.3.      Bréf Ungmennafélags Íslands, dags. 15. ágúst 2011; forvarnarmál.
Lagt fram bréf UMFÍ þar sem gerð er grein fyrir átaki UMFÍ til að styðja við forvarnir vegna notkunar munntóbaks hjá ungu fólki.  UMFÍ býður sveitarfélögunum að kaupa veggspjald með áletruðu nafni íþróttafélags og sveitarfélags sem hengt yrði upp á íþróttamiðstöð sveitarfélagsins.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að kanna afstöðu ungmennafélaganna í sveitarfélaginu og Háskóla Íslands gagnvart aðkomu að gerð slíks  skiltis.  Ef áhugi er fyrir hendi hjá ungmennafélögunum og Háskóla Íslands þá samþykkir byggðaráð að gerð verði slík skilti og þeim komið upp á íþróttamiðstöðvum í sveitarfélaginu.

5.4.      Bréf Sýslumannsins á Selfossi, dags. 16. ágúst 2011; beiðni um umsögn vegna umsóknar Völu MG ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II að Syðri-Reykjum.

Lagt fram bréf Sýslumannsins á Selfossi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Völu MG ehf um leyfi til reksturs  gististaðar í flokki II að Bakkaseli (sumarhús) í landi Syðri-Reykja.

Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt, enda fellur slík starfsemi að því skipulagi sem í gildi er á svæðinu.

5.5.      Bréf Sýslumannsins á Selfossi, dags. 16. ágúst 2011; beiðni um umsögn vegna umsóknar Gljásteins ehf um leyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II í Árbúðum.

Lagt fram bréf Sýslumannsins á Selfossi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Gljásteins ehf um leyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II í Árbúðum við Kjalveg.  Um er að ræða nýjan skála sem ætlaður er undir veitingarekstur.

Byggðaráð Bláskógabyggðar  gerir engar athugasemdir við að umrætt leyfi verði veitt, enda fellur slík starfsemi að því skipulagi sem í gildi er á svæðinu.

5.6.      Bréf Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, dags. 18. ágúst 2011; eftirlit í Íþróttamiðstöð Reykholts.

Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Suðurlands þar sem niðurstaða reglubundins eftirlits í Íþróttamiðstöðina í Reykholti er kynnt.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að vísa þessu erindi til sviðsstjóra þjónustu- og framkvæmdasviðs og fela honum að vinna áætlun um viðbrögð við athugasemdum og forgangsraða og sjá um framkvæmd á þeim verkefnum sem þarf að sinna í samræmi við niðurstöðu Heilbrigðiseftirlitsins.

5.7.      Bréf Fjólu, félags fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu; styrkbeiðni.

Lagt fram bréf Fjólu, félags fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu þar sem óskað er eftir fjárstyrk til reksturs félagsins.

Byggðaráð hafnar umræddri styrkbeiðni.

 

5.8.      Aðalfundarboð Túns ehf, þann 31. ágúst 2011.

Lagt fram bréf Vottunarstofunnar Túns ehf, þar sem boðaður er aðalfundur hjá félaginu 31. ágúst n.k.

 

  1. Efni til kynningar:

6.1.      Bréf Skipulagsstofnunar, dags 4. ágúst 2011; umsögn um beiðni um undanþágu vegna Hverfisgötu 2 í landi Reykjavalla.

6.2.      Bréf Umboðsmanns Alþingis, dags. 18. júlí 2011; mál 6423/2011.

6.3.      Bréf Skipulagsstofnunar dags. 10. ágúst 2011; breyting á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012, Efra-Apavatn.

6.4.      Bréf skipulagsfulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, dags. 16. ágúst 2011;  umsögn um lýsingu vegna Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030.

6.5.      Bréf skipulagsfulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, dags. 16. ágúst 2011; umsögn um lýsingu vegna Aðalskipulags Mosfellsbæjar 2010-2030.

6.6.      Yfirlit yfir fjármagnsstreymi sveitarsjóðs janúar til júlí 2011 ásamt yfirliti yfir útsvarstekjur fyrir sama tímabil.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:05.