118. fundur

 1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

fimmtudaginn 4. nóvember 2010, kl 15:15

í Aratungu

 

Mætt voru:

Drífa Kristjánsdóttir, Helgi Kjartansson, Margeir Ingólfsson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Kjartan Lárusson sem varamaður Valgerðar Sævarsdóttur, Smári Stefánsson, Sigurlína Kristinsdóttir, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir sviðstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Oddviti lagði fram tillögu um dagskrárbreytingu, þ.e. að inn komi nýr liður 7.3.  Samþykkt samhljóða.

 

 1. Fundargerð 107. fundar byggðaráðs Bláskógabyggðar.
  Staðfest samhljóða.

 2. Fundargerð 2. fundar samgöngunefndar Bláskógabyggðar.
  Fram kom að áætlaður kostnaður við uppsetningu skilta er 500.000 og afgreiðslu þess vísað til fjárlagagerðar sveitarfélagsins fyrir rekstrarárið 2011.

Staðfest samhljóða.

 1. Endurskoðun fjárhagsáætlunar Bláskógabyggðar 2010.
  Sveitarstjóri lagði fram endurskoðaða fjárhagsáætlun fyrir Bláskógabyggð rekstrarárið 2010. Gerði hann grein fyrir þeim breytingum sem gerð er tillaga um.  Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir að heildartekjur samstæðureiknings Bláskógabyggðar, þ.e. sveitarsjóðs og félaga í eigu sveitarfélagsins verði kr. 767.898.000, sem er lækkun um kr. 6.600.000.  Rekstrargjöld samstæðu ásamt afskriftum kr. 693.601.000, sem er lækkun um kr. 452.000.  Fjármagnsgjöld áætluð kr. 56.283.000, sem er lækkun um kr. 10.309.000.  Rekstrarniðurstaða samstæðureiknings áætluð jákvæð að upphæð kr.18.013.000, sem er hækkun um kr. 4.160.000.

Gert er ráð fyrir fjárfestingum á rekstrarárinu að upphæð kr. 32.580.000, sem er lækkun um kr. 5.000.000.  Á móti framkvæmdakostnaði er gert ráð fyrir gatnagerðargjöldum að upphæð kr. 10.000.000, þannig að nettó fjárfesting er áætluð kr. 22.580.000.  Þar af eru áætlaðar framkvæmdir hjá Bláskógaveitu kr. 17.580.000.  Handbært fé mun hækka um kr. 4.302.000 og verða í árslok kr. 12.481.000.  Niðurskurður í fjárfestingum er nauðsynlegur til þess að ekki verði gengið enn frekar á handbært fé, en afar mikilvægt er að auka handbært fé til að mæta sveiflum í peningastraumi sveitarsjóðs.

Tillaga að breytingu á fjárhagsáætlun ársins 2010 rædd og samþykkt samhljóða.

 

 1. Skipulagsmál:

4.1.    Endurskoðun aðalskipulaga í Bláskógabyggð.

Lagt fram bréf Landforms ehf, dags. 13. október 2010, sem varðar endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fara í heildarendurskoðun og samræmingu aðalskipulaga í eitt heildarskipulag, þar sem áhersla verður lögð á nokkra sérstaka málaflokka og heildaruppdráttur samræmdur.  Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að skipa vinnuhóp til að sinna þessu verkefni fyrir hönd sveitarstjórnar.  Vinnuhópurinn upplýsi sveitarstjórn um gang verksins og skili áfangaskýrslum eftir þörfum.  Stefnt verði að því að verki þessu verði lokið innan tveggja ára.  Samþykkt samhljóða að skipa þennan vinnuhóp á næsta reglubundna fundi sveitarstjórnar.

 

4.2.    Tillaga að breytingu aðalskipulags Biskupstungnahrepps; náma í Miklaholti.

Lagt fram erindi eigenda Miklaholts dags. 8. október 2010 þar sem óskað er eftir að malarnáma innan jarðarinnar verði sett inn á aðalskipulag. Þá liggur fyrir drög að breytingartillögu aðalskipulags þar sem staðsetning námunnar er sýnd, rúmlega 1 km norðvestan við bæjarstæði jarðarinnar. Samkvæmt erindinu er gert ráð fyrir að heimilt verði að taka allt að 49.900 m3 úr námunni og að hún nái að hámarki yfir um 2,4 ha svæði.

Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu á aðalskipulagi að ræða þar sem ekki er um aðra hagsmunaaðila að ræða í nágrenni námunnar en sjálfa eigendur jarðarinnar. Aðalskipulagsbreytingin er því samþykkt skv. 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

4.3.    Tillaga að breytingu aðalskipulags Biskupstungnahrepps: Syðri-Reykir.

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í landi Syðri-Reykja. Í breytingunni felst að  um 90 ha svæði fyrir frístundabyggð suðvestan við bæjartorfu Syðri-Reykja fellur út. Svæðið verður að mestu skilgreint sem landbúnaðarsvæði en að auki er gert ráð fyrir um 4 ha iðnaðarsvæði á suðausturhluta spildunnar sem fyrirhugað er nýta fyrir meðhöndlun á seyru. Aðkoma að svæðinu verður um nýjan 2 km veg sem tengist við Reykjaveg suðaustan við Syðri-Reyki.

Tillagan var kynnt skv. 1. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga með auglýsingu sem birtist í Fréttablaðinu, Dagskránni og Lögbirtingablaðinu 14. október sl. og var tillagan aðgengileg til skoðunar á heimasíðu og skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa og á skrifstofu sveitarfélagsins fram til 22. október. Á kynningartíma barst bréf dags. 20. október 2010 frá Veiðifélagi Árnesinga þar sem óskað er eftir að nánari útfærsla fyrirhugaðarar starfsemi verði kynnt fyrir veiðiréttareigendum og öðrum hagsmunaaðilum.  Einnig hafa borist athugasemdir frá Ólafi Stefánssyni, dags. 1. nóvember 2010.

Verið er að vinna að ítarlegri útfærslu á fyrirhugaðri starfsemi.  Þegar niðurstöður liggja fyrir verða þær kynntar hagsmunaaðilum.  Þar til þeirri vinnu lýkur verður beðið með auglýsingu þessarar breytingar á aðalskipulagi Biskupstungna.

 

 1. Málefni Brunavarna Árnessýslu (sbr. lið 3.1. á 117. fundi sveitarstjórnar)

Vísað er til dagskrárliðar 3.1 á 117. fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar, en þar var tekin til umfjöllunar fundargerð 86. fundar fulltrúaráðs BÁ.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar óskar hér með eftir því við stjórn og fulltrúaráð Brunavarna Árnessýslu að tekin verði til endurskoðunar reikniregla við skiptingu rekstrarframlaga aðildarsveitarfélaga Brunavarna Árnessýslu.  Í þeirri endurskoðun verði endurmetið vægi íbúafjölda annars vegar og brunabótamats hins vegar.  Nauðsynlegt er að hægt verði að gera sér grein fyrir þyngd rekstrar á einstaka starfsstöð BÁ til að réttmæt mynd fáist fram við slíka endurskoðun.  Það er mat sveitarstjórnar Bláskógabyggðar, að liggja þurfi fyrir skýr og öruggur rökstuðningur ásamt tölulegum rekstrarlegum staðreyndum, svo að hægt sé að réttlæta umtalsverðan mismun á kostnaði sveitarfélaga á hvern íbúa við rekstur Brunavarna Árnessýslu.  Jafnframt leggur sveitarstjórn Bláskógabyggðar áherslu á að leiguverð aðstöðuhúsnæðis verði samræmt á öllum leigðum starfsstöðvum Brunavarna Árnessýslu.

 

Bókun Kjartans

Vegna bókunar Þ-listans frá síðasta fundi sveitarstjórnar vegna 86.fundargerðar fulltrúarráðs BÁ.

Ég Kjartan vill taka fram að við Margeir Ingólfsson höfum báðir samþykkt nákvæmlega eins samning í tvígang. Fyrst á 75. fundi byggðaráðs dags. 29. janúar 2008 og síðan aftur á sveitarstjórnarfundi þann 5. febrúar  2008 með eftirfarandi afgreiðslu.

,,Vegna dagskrárliðar 2.2., 69. fundar fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu ásamt afriti af húsaleigusamningi, þá staðfestir sveitarstjórn samhljóða framlagða fundargerð og leigusamning fyrir sitt leyti. 

 

Þá vil ég einnig taka fram að kostnaður Bláskógabyggðar mun ekki hækka meira en sem nemur hækkun vísitölu á milli ára, sé tekið mið af áætlun ársins 2010 sem einnig hefur verði staðfest í sveitarstjórn. Þá vil ég einnig leiðrétta að það er ekki rétt að fráfarandi stjórn BÁ hafi hafnað þessu leiguverði og verið langt komin með að ganga frá leigusamningi um sama húsnæði við Íslandsbanka.

 

 

 1. Umsögn um 77. þingmál frá nefndarsviði Alþingis.
  Lagt fram bréf frá nefndarsviði Alþingis, þar sem gefinn er kostur á að veita umsögn um frumvarp til laga um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og jarðhita. Ekki tókst að afgreiða frumvarpið á síðasta þingi og því er það endurflutt óbreytt á yfirstandandi þingi.
  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar vísar til fyrri umsagnar um frumvarpið, dags. 16. ágúst 2010.

 

 1. Innsend erindi:

7.1.    Tölvuskeyti frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti dags. 29. október 2010; lok afskriftartíma grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga.
Lagt fram bréf Mennta- og menningarmálaráðuneytisins þar sem tilkynnt er um lok afskriftartíma grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga.  Verið er að vinna að greinargerð frá Bláskógabyggð sem send verður ráðuneytinu.  Um er að ræða grunnskólabyggingar í Reykholti og á Laugarvatni.  Einnig er um að ræða hluta af íþróttamiðstöðinni í Reykholti.
Sveitarstjóra falið að fullgera þessa greinargerð og senda hana til ráðuneytisins.

 

7.2.    Bréf stjórnar Foreldrafélags Grunnskóla Bláskógabyggðar, dags. 12. október 2010; styrkbeiðni.
Lagt fram bréf stjórnar Foreldrafélags Grunnskóla Bláskógabyggðar þar sem óskað er eftir fjárstyrk til að standa straum af kostnaði við að fá fulltrúa frá samtökunum Blátt áfram sem lýtur að eflingu forvarna gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á Íslandi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita styrk að upphæð kr. 30.000.

 

7.3.    Lagt fram tölvuskeyti frá Sigurbirni Árna Arngrímssyni, þar sem hann segir af sér sem formaður fræðslunefndar Bláskógabyggðar og jafnframt segir sig úr nefndinni.  Ástæður þessa er mikið vinnuálag og skortur á nægjanlegum tíma til að sinna þessu nefndarstarfi.
Sveitarstjórn þakkar Sigurbirni gott starf í fræðslunefnd Bláskógabyggðar og veitir honum lausn frá störfum.
Kosinn verður fulltrúi og jafnframt formaður í fræðslunefnd, í stað Sigurbjörns, á næsta reglubundna fundi sveitarstjórnar.  Varaformaður nefndarinnar mun gegna starfi formanns, og fyrsti varamaður taka sæti sem aðalmaður, þar til kosning hefur farið fram.

 

 1. Efni til kynningar:

8.1.    Bréf Húsafriðunarnefndar dags. 22. október 2010; friðun skála Ferðafélags Íslands í Hvítárnesi.

8.2.    Bréf Umhverfisráðuneytis dags. 18. október 2010; birting samþykktar um hundahald.

8.3.    Bréf Velferðarvaktarinnar dags. 25. október 2010; áskorun.

8.4.    Auka aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, þann 3. desember 2010.

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:20.