118. fundur

 1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 29. september 2011 kl. 15:15.

 

 

Mættir: Helgi Kjartansson, formaður, Drífa Kristjánsdóttir, Margeir Ingólfsson, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

 1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.       39. fundur skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps ásamt 70. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.
Umræða varð um dagskrárlið 27 í fundargerð, deiliskipulag Hvítárnesskála við Hvítárvatn. Byggðaráð vísar umræddum dagskrárlið til sveitarstjórnar.

Að öðru leyti er fundargerðin samþykkt samhljóða.

1.2.       3. fundur umhverfisnefndar Bláskógabyggðar.
Fundargerð samþykkt samhljóða.

1.3.       4. fundur umhverfisnefndar Bláskógabyggðar.
Fundargerð samþykkt samhljóða.

1.4.       4. verkfundur – Gatnagerð Bláskógabyggð 2011.
Fundargerð samþykkt samhljóða.

1.5.       5. verkfundur – Gagnagerð Bláskógabyggð 2011.
Fundargerð samþykkt samhljóða.

1.6.       Fundur oddvita Laugaráslæknishéraðs 20. september 2011.
Fundargerð samþykkt samhljóða.

1.7.       1. fundur velferðarnefndar Árnesþings.
Staðfest samhljóða.

1.8.       2. fundur velferðarnefndar Árnesþings.
Staðfest samhljóða.

 

 1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.       131. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.

2.2.       132. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.

2.3.       133. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.

2.4.       135. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

2.5.       302. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands.

2.6.       206. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.7.       446. fundur stjórnar SASS.

2.8.       786. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2.9.       787. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2.10.     788. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2.11.     789. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2.12.     Aðalfundur Vottunarstofunnar Túns ehf. fyrir árið 2010.

 

 1. Gjaldskrá fyrir þreksal Íþróttamiðstöðvarinnar í Reykholti.
  Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir þreksal Íþróttamiðstöðvarinnar í Reykholti. Byggðaráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrá.

 

 1. Styrkveitingar vegna vegahalds í frístundahúsahverfum.
  Lagðar voru fram umsóknir frá frístundahúsafélögum um styrki vegna vegahalds. Alls sóttu fjögur frístundahúsafélög um styrk, en umsóknarfrestur rann út þann 15. september s.l.
  Samkvæmt úthlutunarreglum Bláskógabyggðar þá verða veittir styrkir til þessara fjögurra aðila, en heildar styrkfjárhæð þessa ár mun þá nema kr. 594.723.   Styrkfjárhæð til einstaka aðila verður:

Ásar Frístundabyggð (Fell)                           kr.              175.000

Veiðilundur (Miðfell)                                         kr.                99.723

Vörðuhlíð                                                            kr.               120.000

Holtahverfi (Fell)                                               kr.               200.000

Byggðaráð samþykkir samhljóða að gera þá tillögu að veita umrædda styrki með fyrirvara um að öll gögn berist sveitarfélaginu, þ.e. sundurliðun kostnaðar ásamt afritum af greiddum reikningum fyrir umræddum framkvæmdum.

 

 1. Starfsmannamál.

Byggðaráði hefur borist fyrirspurn frá stofnunum sveitarfélagsins um akstursstyrki fyrir starfsmenn. Byggðaráð áréttar að allur akstur í þágu stofnunar hafi verið greiddur viðkomandi aðila og slíkt verði gert áfram.  Ekki verða greiddir sérstakir styrkir vegna aksturs til og frá vinnu.  Varðandi reglur um aksturskostnað stofnana er vísað til gildandi starfsmannastefnu Bláskógabyggðar.

 

 1. Afmæli Aratungu.

         Formaður byggðaráðs gerði grein fyrir stöðu mála varðandi skipulag viðburða í tilefni afmælishátíðar Aratungu.

 

 1. Starfsemi Íþróttamiðstöðvarinnar í Reykholti í ljósi reglugerðar um hollustuhætti á sund- og baðstöðum nr.814/2010.

Lögð fram reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum nr. 814/2010.  Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að leita eftir því við umhverfisráðuneytið að fá undanþágu frá 11. grein reglugerðarinnar, sem lýtur að mönnun á vakt við sundlaugina í Reykholti.  Byggðaráð felur sviðsstjóra Þjónustu- og framkvæmdasviðs að undirbúa slíka beiðni í samvinnu við sveitarstjóra.

 

 1. Innsend bréf og erindi:

8.1.      Bréf Stígs Sæland, dags. 16. september 2011; umsókn um hundahald.
Lagt fram bréf Stígs Sæland þar sem óskað er eftir heimild að halda hund í íbúð sveitarfélagsins að Kistuholti 3b.
Byggðaráð Bláskógabyggðar vísar til fyrri samþykkta sveitarstjórnar þess efnis að hundahald er bannað í íbúðarhúsnæði sveitarfélagsins.  Byggðaráð felur jafnframt sviðsstjóra Þjónustu- og framkvæmdasviðs að gera úttekt á stöðu dýrahalds í íbúðum sveitarfélagsins og gera viðeigandi ráðstafanir ef reglur eru brotnar.

8.2.      Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 5. september 2011; ungmennaráð.
Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem hvatt er til að sveitarfélög hlutist til um stofnun ungmennaráðs, skv. 11. grein æskulýðslaga nr. 70/2007.  Einnig eru lagðar fram leiðbeiningar um stofnun og störf ungmennaráða, sem Valur Rafn Halldórsson hefur tekið saman.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að vísa umræddu bréfi til æskulýðsnefndar Bláskógabyggðar og óskar eftir að nefndin leggi fram hugmyndir um stofnun og starf ungmennaráðs í Bláskógabyggð.  Nefndin skili hugmyndum sínum til sveitarstjórnar við fyrsta hentugleika.

8.3.      Bréf Velferðarráðuneytis, dags. 9. september 2011; aðgerðaráætlun um aðgerðir gegn ofbeldi gegn konum.
Lagt fram bréf velferðarráðuneytisins þar sem sveitarfélög eru hvött til þess að móta aðgerðaráætlun um aðgerðir gegn ofbeldi gegn konum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra og oddvita Bláskógabyggðar að vinna að drögum að slíkri aðgerðaráætlun fyrir Bláskógabyggð, en þau verði síðan lögð fyrir sveitarstjórn til endanlegrar útfærslu og afgreiðslu.

8.4.      Tölvuskeyti  Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 8. september 2011; Skólavogin.
Lagt fram tölvuskeyti Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem óskað er eftir afstöðu Bláskógabyggðar varðandi þátttöku í Skólavoginni og hugsanlegu samstarfi við Norðmenn.
Byggðaráð vill benda á að Bláskógabyggð hefur verið þátttakandi í Skólavoginni frá upphafi og hyggst halda því áfram.  Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir þó þann fyrirvara, að Bláskógabyggð áskilur sér rétt að hætta í verkefninu ef kostnaður muni aukast til muna og samrýmist ekki forsendum fjárhagsáætlana sveitarfélagsins.

8.5.      Bréf Samanhópsins, dags. 8. september 2011; Segulspjöld.
Lagt fram bréf Samanhópsins þar sem óskað er eftir fjármagni vegna segulspjalda sem send verða á heimili allra barna í 2. og 6. bekk grunnskóla landsins.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að kaupa lágmarksfjölda segulspjalda, þ.e. 50 eintök.

8.6.      Minnisblað sviðsstjóra Þjónustu- og framkvæmdasviðs, dags. 12. september 2011; götulýsing lögbýla í Laugardal.
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra Þjónustu- og framkvæmdasviðs varðandi götulýsingu lögbýla í Laugardal.  Þar kemur fram ósk um að sveitarstjórn taki ákvörðun um tilhögun peruskipta á lögbýlum í Laugardal.
Byggðaráð Bláskógabyggðar bendir á að ekki hafi verið settir upp ljósastaurar á öllum lögbýlum sveitarfélagsins, en það hafi einungis verið gert í tíð Laugardalshrepps.  Þjónusta við peruskipti geti ekki fallið undir jafnræði meðal íbúa sveitarfélagsins.  Þar af leiðandi vísar byggðaráð þessum þætti til eigenda viðkomandi lögbýla og viðkomandi aðilar beri viðhalds og rekstrarkostnað af ljósastaurum á lögbýlum.

8.7.      Bréf Landgræðslufélags Biskupstungna, dags. 26. september 2011; beiðni um styrk á móti húsaleigu.
Lagt fram bréf Landgræðslufélags Biskupstungna þar sem óskað er eftir styrk á móti húsaleigu í Aratungu vegna fundar sem haldinn var 3. maí s.l.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita umræddan styrk á móti húsaleigu.

8.8.      Boðun hluthafafundar Gufu ehf.
Lagt fram fundarboð vegna hluthafafundar hjá Gufu ehf sem haldinn verður þann 3. október n.k.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela Drífu Kristjánsdóttur, oddvita Bláskógabyggðar, að fara með umboð Bláskógabyggðar á fundinum.

 

 1. Efni til kynningar:

9.1.      Bréf Fornleifaverndar ríkisins, dags. 16. ágúst 2011; Efsti-Dalur II.

9.2.      Bréf Ungmennafélags Íslands, dags. 30. ágúst 2011; ráðstefna fyrir ungt fólk.

9.3.      Bréf Umhverfisráðuneytisins, dags. 9. september 2011; VII. Umhverfisþing.

9.4.      Bréf Vélsleðaleigunnar, dags. 7. september 2011; umsókn um stöðuleyfi.

9.5.      Bréf Velferðarvaktarinnar, dags. 1. september 2011; hvatning.

9.6.      Tölvuskeyti Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 27. september 2011; Fjármálaráðstefnan 2011.

9.7.      Auglýsing Innanríkisráðuneytisins, dags. 23. september 2011; samgönguáætlun 2011- 2022.

9.8.      Yfirlit yfir útsvarstekjur Bláskógabyggðar.

9.9.      Fjárstreymisyfirlit Bláskógabyggðar.

9.10.     Bréf Umhverfisráðuneytisins, dags. 26. september 2011; undirbúningur útgáfu landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs 2012 – 2023.

9.11.     Bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dags. 21. september 2011; fjármál sveitarfélaga.

 

 

Klukkan 17:00 mætti Helena Björgvinsdóttir á fund byggðaráðs til að kynna verkefni sem hún vann í meistaranámi sínu við Arkitektskolen í Árósum, Danmörku.  Verkefnið fjallar um uppbyggingu hálendismiðstöðvarinnar í Árbúðum.  Öllum fulltrúum sveitarstjórnar var boðið að vera viðstaddir kynninguna.

Umræða og fyrirspurnir urðu að lokinni kynningu verkefnisins.  Helenu er þakkað innilega fyrir góða vinnu og kynningu á verkefninu.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:45.