119. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

fimmtudaginn 9. desember 2010, kl 15:15

í Aratungu

 

Mætt voru:

Drífa Kristjánsdóttir, Helgi Kjartansson, Margeir Ingólfsson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Valgerður Sævarsdóttir, Smári Stefánsson, Sigurlína Kristinsdóttir, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir sviðstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Oddviti lagði fram tillögu um dagskrárbreytingu, þ.e. að heiti 1. liðar breytist í „Fundargerðir til staðfestingar“ og að inn komi nýr liður 1.2.  Einnig að inn komi nýr liður undir 11. dagskrárlið, liður 11.2, og heiti dagskrárliðar breytist í „Umsagnir um þingmál“.   Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.      Fundargerð 108. fundar byggðaráðs Bláskógabyggðar.

Staðfest samhljóða.

1.2.      Fundargerð 39. fundar stjórnar Bláskógaveitu.

Staðfest samhljóða.

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.       Oddvitafundur, dags. 29. nóvember 2010.

2.2.       53. fundur Héraðsnefndar Árnesinga.

  1. Kosning í nefnd og vinnuhóp:

3.1.       Kosning eins aðalmanns í fræðslunefnd Bláskógabyggðar.

Vísað er til liðar 7.3 í fundargerð 118. fundar sveitarstjórnar, en þar kemur fram að Sigurbjörn Árni Arngrímsson hefur sagt sig úr fræðslunefnd Bláskógabyggðar.  Í hans stað er kosinn aðalmaður Valgerður Sævarsdóttir og varamaður Dröfn Þorvaldsdóttir. Samþykkt  með 4 atkvæðum (DK, JS, HK og VS) og þrír sátu hjá (MI, SS og SK).

3.2.       Kosning í vinnuhóp sveitarstjórnar vegna endurskoðunar á aðalskipulögum í Bláskógabyggð.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að 3 fulltrúar verði skipaðir í vinnuhóp vegna endurskoðunar á aðalskipulögum í Bláskógabyggð og jafnmargir til vara.

Tillaga kom fram um eftirfarandi fulltrúa:

Aðalmenn:          Drífa Kristjánsdóttir  Torfastöðum.

Kjartan Lárusson Austurey 1.

Margeir Ingólfsson Brú.

               Varamenn:         Helgi Kjartansson Dalbraut 2.

Jóhannes Sveinbjörnsson  Heiðarbæ.

Smári Stefánsson Háholti 2c.

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

  1. Embætti skipulags- og byggingafulltrúa uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.

4.1.      6. fundur stjórnar embættisins.

Fundargerð lögð fram og kynnt.

4.2.      Fjárhagsáætlun 2011 og endurskoðuð áætlun 2010.

Lögð fram fjárhagsáætlun embættis skipulags- og byggingarfulltrúa.  Áætluninni vísað til gerðar fjárhagsáætlunar Bláskógabyggðar 2011.

 

  1. Ákvörðun um álagningu gjalda 2011.

 

5.1.       Ákvörðun um álagningu fasteignagjalda.

            Álagningarprósenta fasteignagjalda verði:

A     0,6% af fasteignamati á íbúðarhúsnæði, bílageymslur, geymsluhúsnæði, lönd og útihús í landbúnaði og sumarhús, allt með tilheyrandi lóðum.

B     1,32% af fasteignamati sjúkrastofnana skv. lögum um heilbrigðisþjónustu, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna, að meðtöldum lóðum og lóðarréttindum (með fyrirvara að reglugerð verði ekki breytt).

C     1,2% af fasteignamati allra annarra fasteigna með tilheyrandi lóðum, þó að undanskildum fasteignum í 0 flokki.

Samþykkt samhljóða.

 

5.2.      Ákvörðun um viðmiðunarfjárhæðir vegna afsláttar af fasteignaskatti til fasteignaeigenda sem eru 67 ára og eldri, eða 75% öryrkjar eða meira og eiga lögheimil í viðkomandi fasteign.

Tekjuviðmiðun til elli- og örorkulífeyrisþega vegna lækkunar fasteignaskatts fyrir árið 2011 er eftirfarandi fyrir einstakling, sbr. samþykkt frá 4. desember 2007:

Lækkun                                                                             kr.                         kr.

100%           Sameiginlegar tekjur allt að                                                1.960.000

80%             Sameiginlegar tekjur frá                         1.960.001     til       2.170.000

50%             Sameiginlegar tekjur frá                         2.170.001     til       2.400.000

25%             Sameiginlegar tekjur frá                         2.400.001     til       2.650.000          

 

Tekjuviðmiðun til elli- og örorkulífeyrisþega í sambúð og með samsköttun, sbr. samþykkt frá 4. desember 2007:

Lækkun                                                                             kr.                         kr.

100%           Sameiginlegar tekjur allt að                                                3.920.000

80%             Sameiginlegar tekjur frá                         3.920.001     til       4.340.000

50%             Sameiginlegar tekjur frá                         4.340.001     til       4.800.000

25%             Sameiginlegar tekjur frá                         4.800.001     til       5.300.000

Samþykkt samhljóða.

 

5.3.      Ákvörðun um álagningu vatnsgjalds.

Vatnsgjald verði 0,4% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins, sbr ákv. 7. gr. laga nr. 81/1991 m.br.skv ákv. 3. gr. laga nr. 149/1995.
Hámarksálagning verði kr. 22.700.- á sumarhús og íbúðarhús.  Fyrirtæki sem safna vatni í eigin miðlun fái 30% lækkun á vatnsskatti.  Lágmarksálagning vegna tengingar við vatnsveitur sveitarfélagsins verði kr. 10.000, og er ekki bundin við að húsnæði hafi verið tengt veitu.

Samþykkt samhljóða.

 

 

 

5.4.      Ákvörðun um gjaldskrá vegna sorphirðu og sorpeyðingu.

Álagning vegna meðhöndlunar úrgangs, þ.e. sorphirðing og sorpeyðing, verði breytt í samræmi við meðfylgjandi tillögu að breytingu gjaldskrár 55/2010, dags 9. desember 2010. 

Samþykkt samhljóða.

 

5.5.      Ákvörðun um gjaldskrá vegna fráveitu og hreinsun rotþróa.

Gjaldskrá fyrir fráveitu og hreinsun rotþróa í Bláskógabyggð, verði breytt í samræmi við meðfylgjandi tillögu að breytingu gjaldskrár 56/2010, dags 9. desember 2010. 

Samþykkt samhljóða.

    

5.6.      Ákvörðun um lóðarleigu.

Lóðarleiga verði 0,7% af fasteignamati lóðar.

Samþykkt samhljóða.

 

5.7.      Ákvörðun um gjaldskrá mötuneytisins og útleigu í Aratungu og Bergholti.

Lögð fram gjaldskrá mötuneytisins  í Aratungu, að grunngjald verði kr. 1.227.- og hlutdeild stofnana 59%.  Samþykkt samhljóða. Varðandi útleigu Aratungu og Bergholts er framlögð gjaldskrá samþykkt samhljóða.

 

5.8.      Ákvörðun um gjaldskrá íþróttahússins í Reykholti (innri leiga).

Lögð fram hækkun um 3,3 % á gjaldskrá íþróttahússins í Reykholti (innri leigu). Samþykkt samhljóða.

 

5.9.      Ákvörðun um gjaldskrá leikskóla.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að engin breyting verði

  1. janúar 2011 á gjaldskrá hjá leikskólum Bláskógabyggðar.

Gjöld liða 5.1, 5.3, 5.4, 5.5 og 5.6 verði innheimt með 6 gjalddögum mánaðarlega frá 15. febrúar 2011. Eindagar eru 30 dögum eftir gjalddaga.

 

  1. Fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2011 (fyrri umræða).

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2011 til fyrri umræðu.  Valtýr gerði grein fyrir áætluninni og forsendum hennar.  Almennar umræður urðu um fram lagða áætlun.  Áætluninni vísað til síðari umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar sem verður í byrjun janúar 2011.  Sveitarstjóra falið að óska eftir fresti á skilum fjárhagsáætlunar til ráðuneytisins

 

  1. Tillaga um greiðslu húsaleigubóta 2011.

Lögð fram tillaga um auglýsingu vegna ákvörðunar um greiðslu húsaleigubóta hjá Bláskógabyggð árið 2011.  Í auglýsingunni er gerð tillaga um að fjárhæðir húsaleigubóta verði þær sömu og grunnfjárhæðir sem ákveðnar eru í reglugerð frá félags- og tryggingamálaráðuneytinu.

Samþykkt samhljóða.

 

 

  1. Málefni fatlaðra:

8.1.        Þjónustusamningur milli Sveitarfélagsins Árborgar og þjónustusvæðis málefnis fatlaðra á Suðurlandi.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur borist bréf frá Sveitarfélaginu Árborg þar sem boðað er til fundar vegna áforma Árborgar um úrsögn úr Skólaskrifstofu Suðurlands.  Þessi áform Árborgar hefur umtalsverð áhrif á framtíðarsýn sveitarstjórnar um félagslega þjónustu til framtíðar litið. Því samþykkir sveitarstjórn samhljóða að fresta því að taka afstöðu til þessa samnings þar til niðurstaða liggur fyrir um framtíð Skólaskrifstofu Suðurlands.

8.2.      Tölvuskeyti félagsmálastjóra Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps ásamt drögum að erindisbréfi fyrir þjónusturáð málefnis fatlaðra á Suðurlandi.

Sveitarstjórn sér ekki ástæðu til þess að taka afstöðu til tillögu þjónusturáðs um erindisbréf ráðsins, þar sem stjórn þjónustusvæðisins mun setja ráðinu erindisbréf skv. áður samþykktum samningi um þjónustusvæði.

 

  1. Drög að samningi við Vinnuvernd ehf.

Lögð fram drög að samningi við Vinnuvernd ehf  sem lýtur að vinnu- og heilsuvernd, svo og trúnaðarlæknisþjónustu, en samningurinn er sameiginlegur með öðrum sveitarfélögum í Uppsveitum Árnessýslu og Flóahreppi.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti fyrirliggjandi samning sem lýtur að vinnu- og heilsuvernd, svo og trúnaðarlæknisþjónustu  og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Bláskógabyggðar.

  1. Drög að samningi við TRS um hýsingu tölvukerfa og tölvugagna sveitarfélagsins ásamt rekstrarþjónustu.

Lögð fram drög að samningi við TRS  um hýsingu tölvukerfa og tölvugagna sveitarfélagsins ásamt rekstrarþjónustu .

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning um hýsingu tölvukerfa og tölvugagna sveitarfélagsins ásamt rekstrarþjónustu  og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Bláskógabyggðar.

  1. Umsagnir um þingmál:

11.1.     Umsögn um þingmál 256 frá nefndarsviði Alþingis.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 59/1992, um málefni fatlaðra, með síðari breytingum.

Frumvarp lagt fram og engar athugasemdir gerðar.

 

11.2.     Umsögn um þingmál 301 frá nefndarsviði Alþingis.
Lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna og lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.

Frumvarp lagt fram og engar athugasemdir gerðar.

 

  1. Innsend erindi:

12.1.     Bréf Landgræðslu ríkisins, dags. 17. nóvember 2010; bændur græða landið.

Lagt fram bréf Landgræðslu ríkisins þar sem þakkaður er veittur stuðningur við verkefnið bændur græða landið og óskað eftir því að sveitarfélagið haldi áfram þátttöku í verkefninu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að halda áfram stuðningi við verkefnið og gert verði ráð fyrir þeim útgjöldum í fjárhagsáætlun 2011.

12.2.     Bréf Mennta- og menningarmálaráðuneytis, dags. 22. nóvember 2010; fjöldi skóladaga.

Lagt fram bréf Mennta- og menningarmálaráðuneytisins varðandi eftirlit um fjölda skóladaga í grunnskólum skólaárið 2009 – 2010.

Sveitarstjóri greindi frá heimildum innan grunnskólalaga um útfærslu á kennslutíma, þ.e. 3. mgr. 28. greinar grunnskólalaga nr. 91/2008.  Þetta ákvæði gefur heimild til þess að færa vikulegt kennslumagn milli vikna og mánaða.  Þessi heimild hefur verið nýtt af Grunnskóla Bláskógabyggðar með kennslu 1. – 4. bekkjar 4 daga vikunnar, en þá daga hefur kennslustundum verið fjölgað.  Með þessum hætti er náð tilskyldum stundafjölda á viku í grunnskóla.

12.3.     Bréf Veiðimálastofnunar, dags. 18. nóvember 2010; smávirkjanir.

Lagt fram bréf Veiðimálastofnunar varðandi áhrif smávirkjana á lífríki í vatni.  Óskað er eftir að fá lista yfir smáar vatnsaflsvirkjanir sem eru starfræktar í sveitarfélaginu.  Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

12.4.     Tölvuskeyti Fræðslunetsins, dags. 24. nóvember 2010; styrkbeiðni.

Lagt fram tölvuskeyti Fræðslunetsins þar sem óskað er eftir styrk til auglýsingar í námsvísi Fræðslunetsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk.

12.5.     Bréf ritnefndar Litla-Bergþórs, dags. 24. nóvember 2010; styrkbeiðni.

Lagt fram bréf ritnefndar Litla-Bergþórs þar sem óskað er eftir styrk til prentunar  blaðsins vegna hækkunar á prentkostnaði að upphæð kr. 100.000.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar minnir á samning milli aðila um fjárframlög til UMFB, en þar kemur skýrt fram að þau framlög eru heildarframlög sveitarsjóðs til félagsins.

12.6.     Tölvuskeyti ritnefndar Litla-Bergþórs, dags 24. nóvember 2010; auglýsingartilboð.

Lagt fram tölvuskeyti ritnefndar Litla- Bergþórs þar sem kynnt eru auglýsingatilboð í Litla-Bergþór.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að kaupa hálfsíðu auglýsingu í blaðinu.

12.7.     Tölvuskeyti þjóðhátíðarnefndar í Reykholti, dags. 24.nóvember 2010; styrkbeiðni.

Lagt fram tölvuskeyti þjóðhátíðarnefndar í Reykholti þar sem óskað er eftir hækkun á föstum styrk til nefndarinnar svo hátíðarhöldin haldist óbreytt.  Sveitarstjórn tekur vel í erindið og vísar úrvinnslu þess til vinnu að gerð fjárhagsáætlunar Bláskógabyggðar.

12.8.     Smári Stefánsson vék af fundi undir þessum lið.

Bréf Hallberu Gunnarsdóttur og Margrétar E. Egilsdóttur dags. 24. nóvember 2010; beiðni um húsaleigustyrk.

Lagt fram bréf Hallberu Gunnarsdóttur og Margrétar E. Egilsdóttur þar sem óskað er eftir styrk til greiðslu á húsaleigu í íþróttasal á Laugarvatni vegna leikfimistíma fyrir konur í Bláskógabyggð.  Óskað er eftir greiðslu á helmingi leigukostnaðar vegna þessa vetrar, sem er áætlaður kr. 150.000. –

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að greiða helming leigukostnaðar eftir innsendu afriti af reikningi vegna salarleigu. Þó að hámarki kr. 75.000.-

12.9.     Bréf KPMG á Íslandi, dags. 8. október 2010; lýsing á þjónustu við endurskoðun hjá Bláskógabyggð.

Lagt fram bréf KPMG á Íslandi þar sem kemur fram lýsing á þjónustu við endurskoðun hjá Bláskógabyggð.
Samþykkt samhljóða að fela sveitarstjóra að undirrita fram lagt bréf.

 

12.10.   Húsaleigusamningur vegna Héraðsskólahússins á Laugarvatni.

Lagður fram húsaleigusamningur vegna Héraðsskólahússins á Laugarvatni.

Ekki náðist samstaða um fyrirliggjandi samning, oddvita og sveitarstjóra falið að ræða við Fasteignir ríkissjóðs um hagstæðari samning með það að markmiði að minnka fjárhagslega áhættu sveitarfélagsins. Afgreiðslu frestað til næsta sveitarstjórnarfundar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:10.