119. fundur
- fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 27. október 2011 kl. 15:15.
Mættir: Helgi Kjartansson, formaður, Drífa Kristjánsdóttir, Margeir Ingólfsson, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð.
Formaður byggðaráðs lagði fram tillögu að dagskrárbreytingu, að inn komi þrír nýir dagskrárliðir 8.9, 8.10 og 8.11. Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir til staðfestingar:
1.1. 40. fundur skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps ásamt 71. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.
Staðfest samhljóða.
1.2. 5. fundur umhverfisnefndar Bláskógabyggðar ásamt greinargerð um umhverfisverðlaun og bréf vegna rétta ofan Laugarvatns.
Staðfest samhljóða.
1.3. Fundargerð vegna opnunar tilboða í snjómokstur í þéttbýlum Bláskógabyggðar, dags. 6. október 2011.
Byggðaráð felur sviðsstjóra þjónustu- og framkvæmdasviðs að ganga til samninga við lægstbjóðendur.
Staðfest samhljóða.
1.4. 3. fundur velferðarnefndar Árnesþings, ásamt reglum um heimaþjónustu hjá Velferðarþjónustu Árnesþings.
Staðfest samhljóða. Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir fyrirliggjandi reglur um heimaþjónustu hjá Velferðaþjónustu Árnesþings fyrir sitt leyti.
1.5. 5. fundur æskulýðsnefndar Bláskógabyggðar.
Staðfest samhljóða.
- Fundargerðir til kynningar:
2.1. 134. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.
2.2. 303. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands ásamt minnisblaði.
2.3. 207. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
2.4. 208. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
2.5. 447. fundur stjórnar SASS.
2.6. Fundargerð fjárhagsnefndar SASS og tengdra stofnana, dags. 10. október 2011.
2.7. Fundargerð vinnufundar vegna Almannavarna Árnessýslu, dags. 7. október 2011.
- Þingmál:
3.1. Bréf Umhverfisráðuneytisins dags. 20. október 2011; frumvarp til breytinga á lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.
Lagt fram bréf Umhverfisráðuneytisins þar sem sveitarstjórn Bláskógabyggðar er gefin kostur á að veita umsögn um fyrirliggjandi frumvarp til breytinga á lögum um mat á umhverfisáhrifum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að óska eftir umsögn skipulagsfulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps. Jafnframt er óskað eftir því, ef þess er nokkur kostur, að hægt verði að kynna umbeðna umsögn á næsta fundi sveitarstjórnar sem haldinn verður 3. nóvember n.k.
3.2. Tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landssvæða, sbr. 4. dagskrárlið 117. fundar byggðaráðs.
Bréf Íslenskrar Vatnsorku ehf, dags. 19. október 2011; Hagavatnsvirkjun.
Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða eftirfarandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.
Til margra ára hefur það verið mikið áhugamál hjá sveitarstjórn Bláskógabyggðar og þar áður sveitarstjórn Biskupstungnahrepps að endurheimta fyrri hámarksstærð Hagavatns með stíflugerð til að hefta sandfok og endurheimta gróðurþekju á nærliggjandi svæðum. Samhliða því hefur sveitarstjórn haft hug á því að nýta þá framkvæmd og vatn Hagavatns til orkuframleiðslu með það að markmiði að auka hagkvæmni þeirrar framkvæmdar. Landgræðsla ríkisins hefur verið áhugasöm um þetta verkefni og unnið að rannsóknum þar að lútandi. Landgræðslan ásamt fulltingi Biskupstungnahrepps lét vinna mat á umhverfisáhrifum þess að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla Farið, árið 1997.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur áður ályktað um mikilvægi þess að færa yfirborð Hagavatns til fyrra horfs til að hefta sandfok og tryggja árangur uppgræðslustarfs, sem hún hefur tekið þátt í meðal annars með Landgræðslu ríkisins. Þetta verkefni hefur einnig verið mikið hagsmunamál hjá landeigendum Úthlíðartorfunnar.
Hið mikla jarðvegsfok frá svæðinu ætti flestum að vera alkunna, en oft á tíðum er þetta einna stærsti valdur að svifryksmengun á suðvesturhluta landsins, s.s. í Reykjavík. Því til stuðnings eru til margar loftmyndir.
Með tilliti til allra þeirra rannsókna sem hafa átt sér stað um umhverfisþætti svæðisins, getur sveitarstjórn Bláskógabyggðar ekki verið annað en algerlega ósammála þeim rökstuðningi sem fram kemur í tillögu um þingsályktun, það sem lýtur að Hagavatnsvirkjun.
Fyrir liggja í dag hugmyndir um virkjun Hagavatns, sem hefur tekið umtalsverðum breytingum frá fyrri hugmyndum. Um er að ræða mun umhverfisvænni útfærslu. Virkjunin verði m.a. útfærð sem rennslisvirkjun sem mun tryggja mun stöðugra vatnsyfirborð ofan stíflu. Rafmagnstengingar verði að mestu leyti í jarðstrengjum. Vegslóðar og reiðleiðir verði samræmdar til að stemma stigu við utanvegaakstur m.a. við Jarlhettur. Við útfærslu virkjunarinnar gefst einnig kostur á að opna fyrir ýmsa möguleika á frekari tengingu við starfsemi ferðaþjónustu á svæðinu.
Sveitarstjórn vill leggja áherslu á, að með þessari framkvæmd er verið að endurheimta fyrra horf Hagavatns, hefta jarðvegsfok, auka möguleika á landgræðslu og bæta lífsgæði íbúa á áhrifasvæði uppfoksins.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar fer þess eindregið á leit við iðnaðarráðuneytið og frummælendur fyrirliggjandi þingsályktunartillögu að Hagavatnsvirkjun verði færð til um flokk, þ.e. úr biðflokki í orkunýtingarflokk.
- Umræða um forsendur fjárhagsáætlunar Bláskógabyggðar 2012.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu forsendum fjárhagsáætlunar fyrir rekstrarárið 2012. Einnig var rætt um átta mánaða uppgjör Bláskógabyggðar ásamt drögum að endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011 sem lögð verður fyrir sveitarstjórn á næsta fundi.
- Húsvarsla eigna sveitarfélagsins í Reykholti.
Vísað er til 6. dagskrárliðar 116. fundar byggðaráðs Bláskógabyggðar og minnisblaðs sem þáverandi sviðsstjóri Halldór Karl Hermannsson tók saman. Afgreiðslu frestað til næsta sveitarstjórnarfundar.
- Samningur Bláskógabyggðar við Lilju Dóru Eyþórsdóttur, Sigurð Sigurðsson og Ásvélar ehf.
Lagður fram samningur Bláskógabyggðar við Lilju Dóru Eyþórsdóttur, Sigurð Sigurðsson og Ásvélar ehf. Í samningnum er gert samkomulag um ófrágengin mál milli aðila ásamt fyrirkomulagi námuvinnslu í landi Laugarvatns og frágang á námum sem loka skal.
Byggðaráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning.
- Ákvörðun um afskriftir útistandandi krafna.
Lögð fram bréf ásamt skuldayfirlitum frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs sem lýtur að afskriftum útistandandi krafna sem innheimta hefur ekki gengið með. Umræddar kröfur eru fyrndar og ekki forsenda til að halda áfram í innheimtuferli. Óskað er eftir að afskrifaðar verði kröfur að upphæð kr. 3.330.123.
Í ljósi þess að innheimta þessara krafna hafa ekki gengið eftir og samkvæmt fyrningarlögum eru kröfurnar fyrndar, þá samþykkir byggðaráð samhljóða að afskrifa umræddar kröfur og vísa til bréfa sviðsstjóra stjórnsýslusviðs, dags. 27. október 2011 ásamt kröfulistum.
- Innsend bréf og erindi:
8.1. Tölvuskeyti Brunavarna Árnessýslu, dags. 24. október 2011; brunaeftirlit.
Lagt fram tölvuskeyti frá Brunavörnum Árnessýslu um eftirlitsmál með eldvarnarbúnaði á heimilum sveitarfélagsins.
Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti það fyrirkomulag sem Brunavarnir Árnesinga hefur lagt til. Eftirlitið byggist á því að BÁ hefur reglubundið frítt eftirlit með slökkvibúnaði á heimilum í dreifbýli en ekki í þéttbýlisstöðum þar sem slökkvistöðvar eru staðsettar. Þessi þjónusta grundvallast á viðbragðstíma slökkviliðs, en íbúar þéttbýlanna í Reykholti og Laugarvatni njóta nálægðarinnar við slökkvistöðvarnar. Heimili í Laugarási flokkast með dreifbýli, þar sem engin slökkvistöð er staðsett þar.
8.2. Bréf Alþingis, dags. 5. október 2011; fundur með fjárlaganefnd Alþingis.
Lagt fram bréf Alþingis þar sem sveitarstjórnum er boðið að fá fund með fjárlaganefnd Alþingis. Einnig er lagt fram upplýsingabréf um breytt fyrirkomulag umsókna um styrki og úthlutanir þeirra á safnliðum á fjárlögum. Oddviti Bláskógabyggðar hefur óskað eftir fundi með fjárlaganefnd og hefur fengið úthlutað fundartíma föstudaginn 4. nóvember n.k. klukkan 9:00.
8.3. Bréf Laugarvatns Fontana, dags. 5. október 2011; hlutafjáraukning.
Lagt fram bréf stjórnar Laugarvatns Fontana þar sem kynnt er ákvörðun aðalfundar um hlutafjáraukningu. Bláskógabyggð, sem hluthafa í félaginu, er boðin áskrift að þessum hlutum.
Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að óska ekki eftir auknu hlutafé í félaginu, enda fyrri samþykktir um hlutafé ekki að fullu lokið.
8.4. Bréf stjórnar Heiðarbyggðar, dags. 23. október 2011; styrkur vegna vegahald.
Lagt fram bréf stjórnar Heiðarbyggðar þar sem óskað er eftir styrk vegna vegahalds innan frístundahúsasvæðis.
Byggðaráð Bláskógabyggðar bendir á, að samkvæmt gildandi reglum verða umsóknir að berast fyrir 15. september ár hvert, enda er búið að taka ákvörðun um styrki þessa árs. Fyrirliggjandi styrkbeiðni er vísað til afgreiðslu styrkja á næsta ári, 2012.
8.5. Bréf Hestamannafélagsins Loga, dags. 12. október 2011; styrkbeiðni.
Lagt fram bréf Hestamannafélagsins Loga þar sem óskað er eftir styrk á móti húsaleigu á Félagsheimilinu Aratungu vegna árshátíðar félagsins. Umbeðinn styrkur er kr. 235.000. Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk á móti húsaleigunni.
8.6. Bréf Kvenfélags Biskupstungna, dags. 14. október 2011; styrkbeiðni.
Lagt fram bréf Kvenfélags Biskupstungna þar sem óskað er eftir styrk á móti húsaleigu í Aratungu og Bergholti. Um er að ræða styrk að upphæð kr. 83.298. Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk á móti húsaleigunni.
8.7. Tölvuskeyti Íþróttasambands fatlaðra, dags 18. október 2011; styrkbeiðni.
Lagt fram tölvuskeyti Íþróttasambands fatlaðra þar sem óskað er eftir fjárstyrk til reksturs sambandsins. Byggðaráð hafnar erindinu.
8.8. Bréf Sjálfsbjargar, móttekið 11. október 2011; styrkbeiðni.
Lagt fram bréf Sjálfsbjargar þar sem óskað er eftir fjárstyrk til reksturs sambandsins. Byggðaráð hafnar erindinu.
8.9. Bréf Björgunarsveitar Biskupstungna, dags. 26. október 2011; réttaball í Aratungu.
Lagt fram bréf Björgunarsveitar Biskupstungna þar sem óskað er eftir því að fá að halda réttaball í Aratungu í september 2012.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela Björgunarsveit Biskupstungna að sjá um réttaballið í Aratungu haustið 2012.
8.10. Bréf Björgunarsveitar Biskupstungna, dags. 26. október 2011; styrkbeiðni.
Lagt fram bréf Björgunarsveitar Biskupstungna þar sem óskað er eftir styrk á móti húsaleigu Aratungu vegna réttaballs sem haldið var í september 2011. Um er að ræða styrk að upphæð kr. 221.407.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk á móti húsaleigu.
8.11. Styrkbeiðni frá Agli Árna Pálssyni.
Lögð fram styrkbeiðni frá Agli Árna Pálssyni þar sem óskað er eftir styrk á móti húsaleigu Aratungu vegna fyrirhugaðra einsöngstónleika sem haldnir verða í Aratungu þann 18. febrúar 2012.
Byggðaráð Bláskógabyggðar lýsir yfir ánægju sinni um fyrirhugaða einsöngstónleika í Aratungu. Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita styrk á móti húsaleigu Aratungu með tilvísun til úthlutunarreglna vegna styrkveitinga til listnáms og listtengdra viðburða.
- Efni til kynningar:
9.1. Yfirlit yfir útsvarstekjur Bláskógabyggðar.
9.2. Fjárstreymisyfirlit Bláskógabyggðar.
9.3. Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 29. september 2011; kvennafrídagurinn.
9.4. Bréf Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 11. október 2011; íþróttamál.
9.5. Bréf PWC, dags. 10. október 2011; boð um aðstoð.
9.6. Bréf Landsbjargar og Umferðarstofu, dags. 10. október 2011; öryggi leikskólabarna í bílum.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00.