12. fundur
12. fundur Menningarmálanefndar
Miðholti 21
30. maí 2013,
Áætlaður fundartímai: 17:15-18:30
Mætt: Kristinn Bjarnason, Sigurlína Kristinsdóttir og Skúli Sæland.
Dagskrá:
1. Átthaganámskeið í samstarfi við Fræðslunet Suðurlands.
S.S. fjallar um svar frá Fræðslunetinu. Nefndarmenn vilja athuga með samstarf t.d. með
Hrunamannahrepp eða Grímsnes- og Grafningshrepp vegna kostnaðar og hagræðingar.
Fjalla má um t.d. sögu sveitarinnar – sögu félagasamtaka – saga sveitakirkjunar – þjóðsögur og
sagnir í umhverfinu.
2. Skipulagðar göngur á vegum menningarmálanefndar.
Ákveðið að hafa 4 göngur t.d dreift yfir svæðið. ( Bergstaðir, Laugarás, Laugarvatn,
Haukadalsskógur)
3. Samstarf við Upplit – menningarklasa uppsveita Árnessýslu.
Upplit taki að sér gönguna á Laugarvatni. Skoða skal svo annað samstarf.
4. Önnur mál:
Hugmynd um samstarf MN og myndlistarmanns/manna um myndlistar uppákomu fyrir fjölskyldu
með leiðbeinenda.
Fundargerð rituð.
Kristinn Bjarnason